Fylgi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði samanlagt fallið um 7,4 prósentustig þegar ný ríkisstjórn flokkanna var mynduð, samkvæmt skoðanakönnun MMR sem birt var 10. janúar, daginn sem stjórnin var kynnt.
Stuðningur við flokkana var samtals 46,7 prósent í þingkosningunum en fylgið er nú 39,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 3 prósenta fylgi undir niðurstöðum þingkosninga, Viðreisn missir um fjögur prósent og Björt framtíð um eitt prósent.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
Sjálfstæðisflokkurinn 26,1%
Vinstri grænir 24,3%
Píratar 14,6%
Framsóknarflokkurinn 10,9%
Viðreisn 6,9%
Björt framtíð 6,3%
Samfylkingin 6,4%
Athugasemdir