Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Einn mótmælandi gerði áhlaup á Alþingishúsið

Í boð­aðri bylt­ingu og upp­reisn á Aust­ur­velli í dag gekk einn mót­mæl­andi alla leið, fór yf­ir varn­argirð­ingu lög­reglu og var hand­tek­inn.

Einn mótmælandi gerði áhlaup á Alþingishúsið
Handtakan Fjölgað var í lögregluliði eftir að einn mótmælandi stökk inn fyrir girðingu og tók á rás að Alþingishúsinu. Mynd: E.Ól.

Einn mótmælandi var handtekinn í boðaðri „byltingu“ og „uppreisn“ gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í dag. 

Fjölgað var í lögregluliðinu við Alþingishúsið eftir atvikið og voru nálægt þrjátíu lögreglumenn á verði við löggjafarsamkomuna eftir áhlaup mannsins.

Handtakan
Handtakan Lögreglumenn fjölmenntu að manninum og yfirbuguðu hann hratt þar sem hann reyndi að komast inn í Alþingishúsið. Einar Ólason ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir af handtökunni.
 
 
 

Umdeilt er hversu margir mótmælendur voru á vettvangi í dag. Rúv greinir frá því að þeir hafi verið nokkur hundruð, en úr röðum mótmælenda er fullyrt að þúsundir hafi verið á Austurvelli.

 

 

Austurvöllur today, post-demonstration. The people are angry.

Posted by The Iceland Weather Report on Tuesday, May 26, 2015

 

Í ræðum á mótmælunum var meðal annars farið fram á þjóðnýtingu kvótans, meiri áherslu á fólk en auðvald og að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hyrfi frá völdum. Þeir sem sóttu mótmælin tilgreindu mismunandi ástæður fyrir því á Facebook. Flestir nefndu spillingu og makrílfrumvarp, sem stefnir í að úthluta tugum milljarða af fiskveiðiauðlindinni til fárra aðila.

Meðal þeirra sem komu fram á mótmælunum í dag voru þau KK, Valdimar, Jónína Björg Magnúsdóttir, auk þess sem Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir fluttu ræður. Meira um mótmælin hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár