Einn mótmælandi var handtekinn í boðaðri „byltingu“ og „uppreisn“ gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í dag.
Fjölgað var í lögregluliðinu við Alþingishúsið eftir atvikið og voru nálægt þrjátíu lögreglumenn á verði við löggjafarsamkomuna eftir áhlaup mannsins.
Umdeilt er hversu margir mótmælendur voru á vettvangi í dag. Rúv greinir frá því að þeir hafi verið nokkur hundruð, en úr röðum mótmælenda er fullyrt að þúsundir hafi verið á Austurvelli.
Austurvöllur today, post-demonstration. The people are angry.
Posted by The Iceland Weather Report on Tuesday, May 26, 2015
Í ræðum á mótmælunum var meðal annars farið fram á þjóðnýtingu kvótans, meiri áherslu á fólk en auðvald og að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hyrfi frá völdum. Þeir sem sóttu mótmælin tilgreindu mismunandi ástæður fyrir því á Facebook. Flestir nefndu spillingu og makrílfrumvarp, sem stefnir í að úthluta tugum milljarða af fiskveiðiauðlindinni til fárra aðila.
Meðal þeirra sem komu fram á mótmælunum í dag voru þau KK, Valdimar, Jónína Björg Magnúsdóttir, auk þess sem Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir fluttu ræður. Meira um mótmælin hér.
Athugasemdir