Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu

Guðni Th. Jó­hann­es­son tap­ar 12 pró­sentu­stig­um í fylgi milli kann­ana Morg­un­blaðs­ins. Blað­inu er frídreift í ann­að skipt­ið á nokkr­um dög­um. Stjórn­ar­mað­ur út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins er í kosn­ingat­eymi Dav­íðs Odds­son­ar, for­setafram­bjóð­anda og rit­stjóra blaðs­ins.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu
Guðni Th. Jóhannesson Hefur mælst með langmestan stuðning allra forsetaframbjóðenda. Mynd: Pressphotos

Morgunblaðinu er dreift frítt inn á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins. 

Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem blaðinu er dreift frítt, en á þriðjudag var blaðinu frídreift á heimili landsmanna með fréttum um gömul ummæli Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og nafnlausan slúðurdálk um ósannindi hans og svo nafnlausan leiðara með harðri gagnrýni á hann.

Morgunblaðið er áskriftarblað, sem þýðir að lesendur greiða fyrir að fá blaðið sent heim. Þó kemur fyrir að blaðinu sé frídreift. Á þriðjudag var blaðinu hins vegar dreift frítt með umfjöllun um gömul ummæli Guðna úr fyrirlestri í Háskólanum á Bifröst, þar sem hann notaði orðalagið „fávís lýðurinn“ yfir sköpun goðsagna um þorskastríðið.

Guðni með 55% stuðning

Morgunblaðið í dag
Morgunblaðið í dag Blaðinu er dreift frítt á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins.

„Guðni missir fylgi“ er fyrirsögnin á forsíðu blaðsins í dag. Þar er fjallað um að samkvæmt könnunum sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Morgunblaðið hefur Guðni misst 12 prósentustig í stuðningi fyrir forsetakosningarnar 25. júní næstkomandi. Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, hefur hins vegar bætt við sig 2,3 prósentustigum frá síðustu könnun sem framkvæmd var 12. og 13. maí. Samkvæmt könnuninni nú er Guðni með 55% stuðning, Davíð tæplega 20%, Andri Snær Magnason 12% og Halla Tómasdóttirt tæp 10%.

Stjórnarmaður útgáfufélagsins í kosningateymi

Friðbjörn Orri Ketilsson, stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufélags Morgunblaðsins, er í kosningateymi Davíðs Oddssonar, ásamt blaðamanni blaðsins. Friðbjörn neitaði að staðfesta aðkomu sína að kosningabaráttunni í samtali við Stundina í maí. „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði hann.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af eigendahóp blaðsins, sem er samsettur af helstu útgerðarmönnum Íslands, árið 2009 eftir að hafa verið sagt upp störfum sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í kjölfar bankahrunsins. Talið er að minnst þriðjungur áskrifenda blaðsins hafi sagt upp áskrift í kjölfarið. 

Davíð er í sumarleyfi sem ritstjóri Morgunblaðsins á meðan hann freistar þess að verða kjörinn forseti Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár