Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu

Guðni Th. Jó­hann­es­son tap­ar 12 pró­sentu­stig­um í fylgi milli kann­ana Morg­un­blaðs­ins. Blað­inu er frídreift í ann­að skipt­ið á nokkr­um dög­um. Stjórn­ar­mað­ur út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins er í kosn­ingat­eymi Dav­íðs Odds­son­ar, for­setafram­bjóð­anda og rit­stjóra blaðs­ins.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu
Guðni Th. Jóhannesson Hefur mælst með langmestan stuðning allra forsetaframbjóðenda. Mynd: Pressphotos

Morgunblaðinu er dreift frítt inn á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins. 

Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem blaðinu er dreift frítt, en á þriðjudag var blaðinu frídreift á heimili landsmanna með fréttum um gömul ummæli Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og nafnlausan slúðurdálk um ósannindi hans og svo nafnlausan leiðara með harðri gagnrýni á hann.

Morgunblaðið er áskriftarblað, sem þýðir að lesendur greiða fyrir að fá blaðið sent heim. Þó kemur fyrir að blaðinu sé frídreift. Á þriðjudag var blaðinu hins vegar dreift frítt með umfjöllun um gömul ummæli Guðna úr fyrirlestri í Háskólanum á Bifröst, þar sem hann notaði orðalagið „fávís lýðurinn“ yfir sköpun goðsagna um þorskastríðið.

Guðni með 55% stuðning

Morgunblaðið í dag
Morgunblaðið í dag Blaðinu er dreift frítt á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins.

„Guðni missir fylgi“ er fyrirsögnin á forsíðu blaðsins í dag. Þar er fjallað um að samkvæmt könnunum sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Morgunblaðið hefur Guðni misst 12 prósentustig í stuðningi fyrir forsetakosningarnar 25. júní næstkomandi. Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, hefur hins vegar bætt við sig 2,3 prósentustigum frá síðustu könnun sem framkvæmd var 12. og 13. maí. Samkvæmt könnuninni nú er Guðni með 55% stuðning, Davíð tæplega 20%, Andri Snær Magnason 12% og Halla Tómasdóttirt tæp 10%.

Stjórnarmaður útgáfufélagsins í kosningateymi

Friðbjörn Orri Ketilsson, stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufélags Morgunblaðsins, er í kosningateymi Davíðs Oddssonar, ásamt blaðamanni blaðsins. Friðbjörn neitaði að staðfesta aðkomu sína að kosningabaráttunni í samtali við Stundina í maí. „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði hann.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af eigendahóp blaðsins, sem er samsettur af helstu útgerðarmönnum Íslands, árið 2009 eftir að hafa verið sagt upp störfum sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í kjölfar bankahrunsins. Talið er að minnst þriðjungur áskrifenda blaðsins hafi sagt upp áskrift í kjölfarið. 

Davíð er í sumarleyfi sem ritstjóri Morgunblaðsins á meðan hann freistar þess að verða kjörinn forseti Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár