Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu

Guðni Th. Jó­hann­es­son tap­ar 12 pró­sentu­stig­um í fylgi milli kann­ana Morg­un­blaðs­ins. Blað­inu er frídreift í ann­að skipt­ið á nokkr­um dög­um. Stjórn­ar­mað­ur út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins er í kosn­ingat­eymi Dav­íðs Odds­son­ar, for­setafram­bjóð­anda og rit­stjóra blaðs­ins.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu
Guðni Th. Jóhannesson Hefur mælst með langmestan stuðning allra forsetaframbjóðenda. Mynd: Pressphotos

Morgunblaðinu er dreift frítt inn á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins. 

Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem blaðinu er dreift frítt, en á þriðjudag var blaðinu frídreift á heimili landsmanna með fréttum um gömul ummæli Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og nafnlausan slúðurdálk um ósannindi hans og svo nafnlausan leiðara með harðri gagnrýni á hann.

Morgunblaðið er áskriftarblað, sem þýðir að lesendur greiða fyrir að fá blaðið sent heim. Þó kemur fyrir að blaðinu sé frídreift. Á þriðjudag var blaðinu hins vegar dreift frítt með umfjöllun um gömul ummæli Guðna úr fyrirlestri í Háskólanum á Bifröst, þar sem hann notaði orðalagið „fávís lýðurinn“ yfir sköpun goðsagna um þorskastríðið.

Guðni með 55% stuðning

Morgunblaðið í dag
Morgunblaðið í dag Blaðinu er dreift frítt á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins.

„Guðni missir fylgi“ er fyrirsögnin á forsíðu blaðsins í dag. Þar er fjallað um að samkvæmt könnunum sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Morgunblaðið hefur Guðni misst 12 prósentustig í stuðningi fyrir forsetakosningarnar 25. júní næstkomandi. Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, hefur hins vegar bætt við sig 2,3 prósentustigum frá síðustu könnun sem framkvæmd var 12. og 13. maí. Samkvæmt könnuninni nú er Guðni með 55% stuðning, Davíð tæplega 20%, Andri Snær Magnason 12% og Halla Tómasdóttirt tæp 10%.

Stjórnarmaður útgáfufélagsins í kosningateymi

Friðbjörn Orri Ketilsson, stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufélags Morgunblaðsins, er í kosningateymi Davíðs Oddssonar, ásamt blaðamanni blaðsins. Friðbjörn neitaði að staðfesta aðkomu sína að kosningabaráttunni í samtali við Stundina í maí. „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði hann.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af eigendahóp blaðsins, sem er samsettur af helstu útgerðarmönnum Íslands, árið 2009 eftir að hafa verið sagt upp störfum sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í kjölfar bankahrunsins. Talið er að minnst þriðjungur áskrifenda blaðsins hafi sagt upp áskrift í kjölfarið. 

Davíð er í sumarleyfi sem ritstjóri Morgunblaðsins á meðan hann freistar þess að verða kjörinn forseti Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár