Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu

Guðni Th. Jó­hann­es­son tap­ar 12 pró­sentu­stig­um í fylgi milli kann­ana Morg­un­blaðs­ins. Blað­inu er frídreift í ann­að skipt­ið á nokkr­um dög­um. Stjórn­ar­mað­ur út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins er í kosn­ingat­eymi Dav­íðs Odds­son­ar, for­setafram­bjóð­anda og rit­stjóra blaðs­ins.

Morgunblaðinu frídreift með frétt af fylgistapi Guðna á forsíðu
Guðni Th. Jóhannesson Hefur mælst með langmestan stuðning allra forsetaframbjóðenda. Mynd: Pressphotos

Morgunblaðinu er dreift frítt inn á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins. 

Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem blaðinu er dreift frítt, en á þriðjudag var blaðinu frídreift á heimili landsmanna með fréttum um gömul ummæli Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og nafnlausan slúðurdálk um ósannindi hans og svo nafnlausan leiðara með harðri gagnrýni á hann.

Morgunblaðið er áskriftarblað, sem þýðir að lesendur greiða fyrir að fá blaðið sent heim. Þó kemur fyrir að blaðinu sé frídreift. Á þriðjudag var blaðinu hins vegar dreift frítt með umfjöllun um gömul ummæli Guðna úr fyrirlestri í Háskólanum á Bifröst, þar sem hann notaði orðalagið „fávís lýðurinn“ yfir sköpun goðsagna um þorskastríðið.

Guðni með 55% stuðning

Morgunblaðið í dag
Morgunblaðið í dag Blaðinu er dreift frítt á heimili landsmanna með forsíðufrétt um fylgistap helsta andstæðings ritstjóra blaðsins.

„Guðni missir fylgi“ er fyrirsögnin á forsíðu blaðsins í dag. Þar er fjallað um að samkvæmt könnunum sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Morgunblaðið hefur Guðni misst 12 prósentustig í stuðningi fyrir forsetakosningarnar 25. júní næstkomandi. Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, hefur hins vegar bætt við sig 2,3 prósentustigum frá síðustu könnun sem framkvæmd var 12. og 13. maí. Samkvæmt könnuninni nú er Guðni með 55% stuðning, Davíð tæplega 20%, Andri Snær Magnason 12% og Halla Tómasdóttirt tæp 10%.

Stjórnarmaður útgáfufélagsins í kosningateymi

Friðbjörn Orri Ketilsson, stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufélags Morgunblaðsins, er í kosningateymi Davíðs Oddssonar, ásamt blaðamanni blaðsins. Friðbjörn neitaði að staðfesta aðkomu sína að kosningabaráttunni í samtali við Stundina í maí. „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði hann.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af eigendahóp blaðsins, sem er samsettur af helstu útgerðarmönnum Íslands, árið 2009 eftir að hafa verið sagt upp störfum sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í kjölfar bankahrunsins. Talið er að minnst þriðjungur áskrifenda blaðsins hafi sagt upp áskrift í kjölfarið. 

Davíð er í sumarleyfi sem ritstjóri Morgunblaðsins á meðan hann freistar þess að verða kjörinn forseti Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár