Lekamálið er umfjöllunarefni leiðarahöfundar Morgunblaðsins í dag í tilefni að kveðjuræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Telur höfundur ástæðulaust að efast um að Hanna Birna geti náð sér á strik aftur enda liggi „hið svokallaða „lekamál““ nú fyrir og ekkert bendi til að Hanna Birna hafi verið gerandi í því.
„Það má stórlega efast um að þessi „leki“ hafi verið alvarlegri en fjölmargir aðrir lekar úr stjórnkerfinu, sem allir fjölmiðlar kannast við. Fjölmiðlar „nýta“ sér aðeins örlítið brot af slíkum lekum af margvíslegum ástæðum. Eitt af því sem þeir leggja örugglega mat á, er hvort „lekinn“ brjóti siðferðileg mörk eða hvort menn séu að reyna að (mis)nota fjölmiðilinn sem í hlut á með óeðlilegum hætti,“ segir meðal annars í Morgunblaðinu.
Ritstjórar Morgunblaðsins eru þeir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára, og Haraldur Johannessen sem einnig er framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins.
Upplýsingum lekið til að tryggja umfjöllun
Sem kunnugt er hófst lekamálið á því að minnisblaði með viðkvæmum persónulegum upplýsingum um hælisleitendur var lekið til bæði Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Báðir fjölmiðlar birtu fréttir upp úr minnisblaðinu. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins leggur það að jöfnu við
Athugasemdir