Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini neitar að hafa gerst brotlegur við lög þegar hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene, sem búsettur var á Íslandi, í júní árið 2011. Ákæruvaldið í Svíþjóð rannsakar nú tvær plastbarkaaðgerðir sem Paulo Macchiarini framkvæmdi og var hann yfirheyrður í tvo daga í síðustu viku.
Rannsóknarefnið er manndráp af gáleysi í tveimur tilfellum og grófar líkamsárásir í öðrum tveimur en komið hefur fram að engar traustar vísindalegar forsendur lágu að baki fyrstu plastbarkaaðgerðinni sem gerð var á Andemariam Beyene áður en plastbarkinn var græddur í hann. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Nyheter í dag. „Rannsóknin snýst um brot í tengslum við aðgerðir,“ er haft eftir Anders Tordai, saksóknara hjá ákæruvaldinu í Stokkhólmi.
Athugasemdir