Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kínverjar opna íslenska vefsíðu með falsaðar landsliðstreyjur

Vef­síð­an Fot­boltatreyj­ur.com aug­lýs­ir nú grimmt á Face­book en þar er á ferð­inni kín­verskt fyr­ir­tæki sem nýt­ir sér þýð­ing­ar frá Google. „Deila þess­ari færslu og eins fan­pa­ge okk­ar, munt þú hafa tæki­færi til að fá ókeyp­is gjöf.“ Fram­kvæmda­stjóri Er­rea á Ís­landi seg­ir eng­an al­vöru stuðn­ings­mann mæta í kín­verskri eft­ir­lík­ingu á EM2016.

Kínverjar opna íslenska vefsíðu með falsaðar landsliðstreyjur
Viðar Valsson Starfsmaður Jóa Útherja er ánægður með söluna á íslenska landsliðsbúninginum hér á landi og segir falsaðar treyjur ekki hafa haft mælanleg áhrif á söluna. Mynd: Úr einkasafni

Kínverskir aðilar hafa opnað vefsíðu sem er dulbúin stuðningsmannasíða fyrir íslenska landsliðið. Þeir auglýsa sérstaklega fyrir Íslendinga á Facebook.

„Nei, þessi síða er ekki á okkar vegum. Þetta er bara kínversk síða sem notar ljósmyndir frá okkur til þess að auglýsa treyjurnar,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi sem hannaði og framleiðir íslensku landsliðsbúningana fyrir knattspyrnuliðið sem tekur þátt á Evrópumótinu.

29 dagar eru í stórmótið og búast má við því að öll þjóðin fylgist með þegar Íslendingar mæta Portúgölum í St. Etienne þann 14. júní næstkomandi.

Töluvert hefur verið fjallað um íslensku landsliðsbúningana í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega þær treyjur sem fást á hinni alræmdu AliExpress-vefsíðu sem er þekkt fyrir að selja falsaðar vörur. Stórfyrirtæki á borð við Nike hafa háð mikla baráttu gegn vefsíðunni og hefur það skilað sér í því að færri og færri vörur frá fyrirtækinu eru nú í boði á kínversku síðunni.

Eigandi hennar, Jack Ma, er sá ríkasti í Kína og var núna síðast metinn af Forbes sem 18. ríkasti maður í heimi. Auðæfi hans eru sögð í kring um 23 billjónir bandaríkjadollara eða því sem samsvarar 2.832.910.000.000 íslenskra króna.

Kínverjar nota Google Translate og auglýsa grimmt

Nú hefur salan á fölsuðu treyjunum náð út fyrir AliExpress og eru nú boðnar til sölu á þýddum vef sem hýstur er á léninu fotboltatreyjur.com. Vefsíðan hefur verið að auglýsa grimmt á Facebook og beint auglýsingum sínum sérstaklega að Íslendingum og þeir hvattir til að taka þátt í Facebook-leik til þess að eiga möguleika á frírri falsaðri treyju.

Samkvæmt vefsíðunni eru treyjurnar til sölu á 4.928 krónur en þær sem Errea framleiðir í Evrópu og selur hér á landi kosta 11.990 krónur. Treyjurnar sem fást á vefsíðu AliExpress kosta allt frá 1.900 krón­um og upp í 3.000 krón­ur en þetta lága vöruverð þýðir þó ekki endilega að þú sért að fá vöru sem lítur út eins og alvöru treyjurnar, líkt og framkvæmdastjóri Errea hefur komist að.

Ein var fjólublá og hin ekki í almennri sölu

Þorvaldur segir í samtali við Stundina að þeir hafi séð að minnsta kosti tvær útgáfur af fölsuðum treyjum sem hafa komið hingað til lands og eru þær langt frá því að vera líkar þeim alvöru sem framleiddar eru í Evrópu af Errea.

„Enginn alvöru stuðningsmaður íslenska landsliðsins mætir í Kínatreyju á leik“

„Það er greinilegur litamunur. Ein sem við sáum var miklu frekar fjólublá en blá og hin var með UEFA-merkinu á öxlunum en slíkar treyjur eru ekki seldar á almennum markaði og eru aðeins ætlaðar knattspyrnumönnunum sjálfum inni á vellinum,“ segir Þorvaldur sem hefur þó engar áhyggjur af því að fölsuðu treyjurnar hafi mikil áhrif á sölu þeirra sem framleiddar eru í Evrópu og eru „alvöru“.

Mikil eftirspurn sé eftir alvöru treyjum og til marks um það þá hefur salan á þeim náð víðar en bara til Íslands. Treyjurnar séu seldar í verslunum í Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Sviss svo einhver lönd séu nefnd.

Stolnar myndir
Stolnar myndir Kínversku falsararnir stálu myndum af Errea á Íslandi og auglýsa nú landsliðsbúningana grimmt á Facebook.

„Íslendingar og aðdáendur landsliðsins sem búa í Færeyjum geta meira að segja tryggt sér alvöru treyju í íþróttaverslunum þar í landi. Þá hefur evrópska knattspyrnusambandið einnig keypt af okkur treyjur og eru þær til sölu í vefverslunum UEFA.“ 

Salan gengið framar vonum

Þá segir Þorvaldur að enginn alvöru stuðningsmaður íslenska landsliðsins mæti í kínatreyju á leik. Þessu er Viðar Valsson, starfsmaður Jóa Útherja, sammála en hann segir söluna hafa gengið framar vonum og að sala á fölsuðum treyjum hafi haft svo lítil áhrif að þau séu varla mælanleg.

„Þessu fólki virðist bara slétt sama hvort þetta sé falsað eða ekki“

„Við höfum fengið að sjá fjórar eða fimm mismunandi falsaðar treyjur en það eru þá einstaklingar sem hafa komið með þær til okkar í merkingu. Þessu fólki virðist bara slétt sama hvort þetta sé falsað eða ekki en við að sjálfsögðu nefnum þetta við fólk og að þetta sé ekki rétt, sé bannað og ólöglegt en eins og ég segi þá virðist fólki bara vera slétt sama. Við grátum það þó ekki því þetta er ekki okkar kúnnahópur. Þetta eru í öllum tilvikum einstaklingar sem hafa aldrei verslað við okkur eða aðra aðila sem selja alvöru treyjur á fullu verði þannig að við lítum svo á að við séum ekki að missa kúnnahóp,“ segir Viðar og bætir við að það verði allir í bláu í júní mánuði: „Ég held að það sé alveg pottþétt.“

Viðskiptavinir sáttir við hönnunina

Þegar landsliðstreyjan var kynnt fyrr á þessu ári voru fjölmargir tískuspekúlantar vonsviknir með hönnunina og sögðu hana beinlínis ljóta. Viðar segir þetta illa umtal sem hún fékk ekki hafa haft nein áhrif, þvert á móti hafi viðskiptavinir Jóa Útherja talað fallega um hana.

 „Þeir sem hafa komið til okkar hafa ekki haft neitt út á hana að setja og finnst hún bara flott.“

Frjálst flæði til Íslands af fölsuðum varning

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur tollayfirvöldum ekki tekist að koma böndum á innflutning á fölsuðum íþróttatreyjum hingað til lands en þeir lögfræðingar sem Stundin ræddi við og sérhæfa sig í höfundarréttarmálum segja Ísland standa aftarlega á merinni þegar það kemur að fölsuðum vörum. Þá virðist engu skipta hvort um er að ræða íþróttatreyjur eða húsgögn sem hönnuð eru af heimsfrægum listamönnum.

„Svo virðist sem að tollayfirvöld hér á landi hafi lítinn sem engan áhuga á því að stöðva þennan innflutning og því er frjálst flæði af fölsuðum söluvarningi hingað til lands. Það er bara sorgleg staðreynd,“ sagði lögfræðingur sem ekki vildi láta nafns síns getið.

Eftir því sem Stundin kemst næst hefur að minnsta kosti ein lögfræðistofa hér á landi sent fyrirspurnir til tollayfirvalda vegna innflutnings á fölsuðum vörum hingað til lands og virðist það vera að færast í aukana að söluaðilar hér á landi leiti réttar síns vegna falsaðra vara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár