Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kínverjar opna íslenska vefsíðu með falsaðar landsliðstreyjur

Vef­síð­an Fot­boltatreyj­ur.com aug­lýs­ir nú grimmt á Face­book en þar er á ferð­inni kín­verskt fyr­ir­tæki sem nýt­ir sér þýð­ing­ar frá Google. „Deila þess­ari færslu og eins fan­pa­ge okk­ar, munt þú hafa tæki­færi til að fá ókeyp­is gjöf.“ Fram­kvæmda­stjóri Er­rea á Ís­landi seg­ir eng­an al­vöru stuðn­ings­mann mæta í kín­verskri eft­ir­lík­ingu á EM2016.

Kínverjar opna íslenska vefsíðu með falsaðar landsliðstreyjur
Viðar Valsson Starfsmaður Jóa Útherja er ánægður með söluna á íslenska landsliðsbúninginum hér á landi og segir falsaðar treyjur ekki hafa haft mælanleg áhrif á söluna. Mynd: Úr einkasafni

Kínverskir aðilar hafa opnað vefsíðu sem er dulbúin stuðningsmannasíða fyrir íslenska landsliðið. Þeir auglýsa sérstaklega fyrir Íslendinga á Facebook.

„Nei, þessi síða er ekki á okkar vegum. Þetta er bara kínversk síða sem notar ljósmyndir frá okkur til þess að auglýsa treyjurnar,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi sem hannaði og framleiðir íslensku landsliðsbúningana fyrir knattspyrnuliðið sem tekur þátt á Evrópumótinu.

29 dagar eru í stórmótið og búast má við því að öll þjóðin fylgist með þegar Íslendingar mæta Portúgölum í St. Etienne þann 14. júní næstkomandi.

Töluvert hefur verið fjallað um íslensku landsliðsbúningana í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega þær treyjur sem fást á hinni alræmdu AliExpress-vefsíðu sem er þekkt fyrir að selja falsaðar vörur. Stórfyrirtæki á borð við Nike hafa háð mikla baráttu gegn vefsíðunni og hefur það skilað sér í því að færri og færri vörur frá fyrirtækinu eru nú í boði á kínversku síðunni.

Eigandi hennar, Jack Ma, er sá ríkasti í Kína og var núna síðast metinn af Forbes sem 18. ríkasti maður í heimi. Auðæfi hans eru sögð í kring um 23 billjónir bandaríkjadollara eða því sem samsvarar 2.832.910.000.000 íslenskra króna.

Kínverjar nota Google Translate og auglýsa grimmt

Nú hefur salan á fölsuðu treyjunum náð út fyrir AliExpress og eru nú boðnar til sölu á þýddum vef sem hýstur er á léninu fotboltatreyjur.com. Vefsíðan hefur verið að auglýsa grimmt á Facebook og beint auglýsingum sínum sérstaklega að Íslendingum og þeir hvattir til að taka þátt í Facebook-leik til þess að eiga möguleika á frírri falsaðri treyju.

Samkvæmt vefsíðunni eru treyjurnar til sölu á 4.928 krónur en þær sem Errea framleiðir í Evrópu og selur hér á landi kosta 11.990 krónur. Treyjurnar sem fást á vefsíðu AliExpress kosta allt frá 1.900 krón­um og upp í 3.000 krón­ur en þetta lága vöruverð þýðir þó ekki endilega að þú sért að fá vöru sem lítur út eins og alvöru treyjurnar, líkt og framkvæmdastjóri Errea hefur komist að.

Ein var fjólublá og hin ekki í almennri sölu

Þorvaldur segir í samtali við Stundina að þeir hafi séð að minnsta kosti tvær útgáfur af fölsuðum treyjum sem hafa komið hingað til lands og eru þær langt frá því að vera líkar þeim alvöru sem framleiddar eru í Evrópu af Errea.

„Enginn alvöru stuðningsmaður íslenska landsliðsins mætir í Kínatreyju á leik“

„Það er greinilegur litamunur. Ein sem við sáum var miklu frekar fjólublá en blá og hin var með UEFA-merkinu á öxlunum en slíkar treyjur eru ekki seldar á almennum markaði og eru aðeins ætlaðar knattspyrnumönnunum sjálfum inni á vellinum,“ segir Þorvaldur sem hefur þó engar áhyggjur af því að fölsuðu treyjurnar hafi mikil áhrif á sölu þeirra sem framleiddar eru í Evrópu og eru „alvöru“.

Mikil eftirspurn sé eftir alvöru treyjum og til marks um það þá hefur salan á þeim náð víðar en bara til Íslands. Treyjurnar séu seldar í verslunum í Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Sviss svo einhver lönd séu nefnd.

Stolnar myndir
Stolnar myndir Kínversku falsararnir stálu myndum af Errea á Íslandi og auglýsa nú landsliðsbúningana grimmt á Facebook.

„Íslendingar og aðdáendur landsliðsins sem búa í Færeyjum geta meira að segja tryggt sér alvöru treyju í íþróttaverslunum þar í landi. Þá hefur evrópska knattspyrnusambandið einnig keypt af okkur treyjur og eru þær til sölu í vefverslunum UEFA.“ 

Salan gengið framar vonum

Þá segir Þorvaldur að enginn alvöru stuðningsmaður íslenska landsliðsins mæti í kínatreyju á leik. Þessu er Viðar Valsson, starfsmaður Jóa Útherja, sammála en hann segir söluna hafa gengið framar vonum og að sala á fölsuðum treyjum hafi haft svo lítil áhrif að þau séu varla mælanleg.

„Þessu fólki virðist bara slétt sama hvort þetta sé falsað eða ekki“

„Við höfum fengið að sjá fjórar eða fimm mismunandi falsaðar treyjur en það eru þá einstaklingar sem hafa komið með þær til okkar í merkingu. Þessu fólki virðist bara slétt sama hvort þetta sé falsað eða ekki en við að sjálfsögðu nefnum þetta við fólk og að þetta sé ekki rétt, sé bannað og ólöglegt en eins og ég segi þá virðist fólki bara vera slétt sama. Við grátum það þó ekki því þetta er ekki okkar kúnnahópur. Þetta eru í öllum tilvikum einstaklingar sem hafa aldrei verslað við okkur eða aðra aðila sem selja alvöru treyjur á fullu verði þannig að við lítum svo á að við séum ekki að missa kúnnahóp,“ segir Viðar og bætir við að það verði allir í bláu í júní mánuði: „Ég held að það sé alveg pottþétt.“

Viðskiptavinir sáttir við hönnunina

Þegar landsliðstreyjan var kynnt fyrr á þessu ári voru fjölmargir tískuspekúlantar vonsviknir með hönnunina og sögðu hana beinlínis ljóta. Viðar segir þetta illa umtal sem hún fékk ekki hafa haft nein áhrif, þvert á móti hafi viðskiptavinir Jóa Útherja talað fallega um hana.

 „Þeir sem hafa komið til okkar hafa ekki haft neitt út á hana að setja og finnst hún bara flott.“

Frjálst flæði til Íslands af fölsuðum varning

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur tollayfirvöldum ekki tekist að koma böndum á innflutning á fölsuðum íþróttatreyjum hingað til lands en þeir lögfræðingar sem Stundin ræddi við og sérhæfa sig í höfundarréttarmálum segja Ísland standa aftarlega á merinni þegar það kemur að fölsuðum vörum. Þá virðist engu skipta hvort um er að ræða íþróttatreyjur eða húsgögn sem hönnuð eru af heimsfrægum listamönnum.

„Svo virðist sem að tollayfirvöld hér á landi hafi lítinn sem engan áhuga á því að stöðva þennan innflutning og því er frjálst flæði af fölsuðum söluvarningi hingað til lands. Það er bara sorgleg staðreynd,“ sagði lögfræðingur sem ekki vildi láta nafns síns getið.

Eftir því sem Stundin kemst næst hefur að minnsta kosti ein lögfræðistofa hér á landi sent fyrirspurnir til tollayfirvalda vegna innflutnings á fölsuðum vörum hingað til lands og virðist það vera að færast í aukana að söluaðilar hér á landi leiti réttar síns vegna falsaðra vara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár