,,Hann mun láta stríðsmennina okkar svoleiðis sparka svo um munar í afturendann á ISIS!“
Þannig komst Sarah Palin fyrrverandi varaforsetaefni og „teboðskona“ að orði þegar hún kom fram á stuðningsfundi hjá Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins fyrir skömmu. Ræðan sem Palin flutti þá verður að teljast með undarlegri augnablikum í þessari baráttu og var haldin fyrir fyrstu forkosningarnar í Iowa-fylki þann 1. febrúar, þar sem Trump kom á óvart og tapaði fyrir meðframbjóðanda sínum, Ted Cruz.
Stríðsmenn „sparka í rass“
Það sem Palin sagði um Íslamska ríkið í ræðunni er nokkuð lýsandi fyrir þá orðræðu sem notuð hefur verið um þetta fyrirbæri að undanförnu í Bandaríkjunum. Palin notaði á ensku orðin ... „to kick ISIS ass...“ eða að gefa þeim ærlegt spark í óæðri endann.
Athugasemdir