Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gæti leitt til heimsstyrjaldar

Ófrið­ur­inn í Mið-Aust­ur­lönd­um hef­ur víða áhrif. Dr. Magnús Þorkell Bern­harðs­son, pró­fess­or í nú­tíma­sögu Mið-Aust­ur­landa, bend­ir á hvaða áhrif hann gæti haft á líf Evr­ópu­búa.

Gæti leitt til heimsstyrjaldar
Flóttabarn Sýrlensk-kúrdísk stúlka bíður með móður sinni við landamæri Sýrlands og Tyrklands eftir nýju lífi.

Stríðsástandið í Mið-Austurlöndum er ekki bundið við það svæði.

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum, varar við því að áhrifin nái til Evrópu, í versta tilfelli í formi stríðsátaka.

Flóttamenn frá Mið-Austurlöndum eru rúmlega milljón manns og ef þetta heldur svona áfram kemur þetta fólk til með að finna sér griðland einhvers staðar og þá liggur Evrópa beinast við.

„Hvernig hófust heimsstyrjaldirnar? Þær tengdust ófriði á ákveðnum svæðum sem síðan breiddist út. Þetta gæti breiðst út með þessum hætti. Svo hafa stórveldi þarna ítök - Kína, Rússland, Bandaríkin og Bretland - og kannski færu þau að sinna hagsmunamálum sínum. Bandaríkjamenn hafa verið leiðandi í Mið-Austurlöndum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar en áhrif Kínverja og Rússa á svæðinu eru að færast í aukana. Ekki er vitað hvað geti gerst ef þessar þjóðir vilja koma í veg fyrir frekari áhrif Bandaríkjamanna á svæðinu. Rússar eru t.d. með herstöð í Sýrlandi og gætu gripið til aðgerða.

Þetta hefur ekki lengur bara með borgarastyrjöldina í Sýrlandi að gera. Þetta er það sem ég hef áhyggjur af.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslamska ríkið

Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum
Úttekt

Hvernig IS­IS varð til í banda­rísk­um fanga­búð­um

Helstu leið­tog­ar IS­IS kynnt­ust í banda­rísku fanga­búð­un­um Bucca í Ír­ak. Fyrr­ver­andi her­for­ingj­ar úr her Saddams Hus­sein og öfga­full­ir íslam­ist­ar náðu sam­an í fang­els­inu og úr varð ban­vænn kokteill. Fyrr­ver­andi fangi lík­ir búð­un­um við verk­smiðju sem fram­leiddi hryðju­verka­menn. Fang­ar skrif­uðu síma­núm­er hvers ann­ars inn­an á am­er­ísk­ar boxer nær­bux­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár