Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rætt við áberandi rasista: „Já! Þeir nauðga!“

Við­tal þar sem Bjart­mar Odd­ur Þeyr Al­ex­and­ers­son ræð­ir við Mar­gréti Frið­riks­dótt­ur, fyrr­um próf­kjörs­fram­bjóð­anda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Örv­ar Harð­ar­son, virk­an með­lim Pírata­spjalls­ins inni­hélt nokkr­ar áhuga­verð­ar og vafa­sam­ar full­yrð­ing­ar.

Rætt við áberandi rasista: „Já! Þeir nauðga!“
Bjartmar, Margrét og Örvar takast á. Höndum var miskunarlaust fórnað í gegnum viðtalið.

Viðtal þar sem Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson ræðir við Margréti Friðriksdóttur og Örvar Harðarson birtist á vefnum nutiminn.is fyrr í dag. Í myndbandinu, sem er rúm þrjú korter á lengd, er tekist á um málefni flóttamanna og hælisleitenda, en fyrst og fremst hættuna sem þau vilja meina að Íslandi stafi af múslimum.

Í viðtalinu kom ýmislegt fróðlegt fram, þar sem Margrét og Örvar hentu stöðugt frá sér órökstuddum fullyrðingum sem Bjartmari tókst í hvert einasta skipti að reka aftur ofan í þau. Viðtalið, sem birtist fyrst í fullri lengd á nutiminn.is, má sjá hér fyrir neðan.

Nokkrar fullyrðingar sem héldur ekki vatni

Eitt af því sem Margrét hélt fram var að í sharía lögum Sadí-Arabíu kæmi fram að samkynhneigðir væru réttdræpir og að þeim ætti að henda fram af byggingum eða kveikja í þeim. Bjartmar benti henni á þá staðreynd að þetta væri rangt, að ekkert í lands- eða hegningarlögum Sádí-Arabíu væri á þessa leið. Var Margrét ósammála því, en sagði Bjartmar henni að það skemmtilega við staðreyndir væri að það þýddi ekkert að vera ósammála þeim, því þær væru einfaldlega til staðar. „Ég er að segja staðreyndir líka“ sagði Margrét þá.

Reyndi Bjartmar ítrekað að fá upp úr þeim hver hin raunverulega hætta væri hér á landi, og hvernig hún myndi birtast. Sagði Margrét þá að um leið og múslimar eru orðnir þrjú prósent þjóðar fari þeir að valda vandamálum. Benti Bjartmar þá á að um 3.000 múslimar væru nú þegar á landinu, og spurði hvort þeim mætti þá fjölga um 7.000 svo þeir næðu upp í 3% sem Margrét talaði um. Sagði Margrét að það væri í lagi, en ef þeir yrðu fleiri þá yrði það stórt vandamál.

„Ég er að segja staðreyndir líka“

Einnig sagði hún að múslimar í Danmörku, sem eru um 5.2% væru að hirða 50% af öllu velferðarkerfinu þar í landi, og á þá líklega við að þeir taki til sín um helming fjárhagsaðstoðar danska ríkisins í velferðarmálum. Rak Bjartmar þessa fullyrðingu, sem sjálfstæðismaðurinn Gústaf Adolf hélt áður fram, ofan í Margréti, þar sem engin gögn eru til staðar sem styðja þessa staðhæfingu. Væri hún sönn hefði hver einasti múslimi í Danmörku tekjur frá ríkinu upp á rúmar 28 milljónir, sem þeir hafa ekki.

Vill afnema trúfrelsi

Þegar talið barst að þeirri fullyrðingu að flóttamenn og hælisleitendur væru líklegri til að nauðga, hrópaði Margrét „Já! Þeir nauðga!“ Fór Bjartmar þá yfir tölur frá Sameinuðu Þjóðunum sem sýndu fram á að ekkert væri til í þeim staðhæfingum. Í kjölfarið sagði Margrét þá að Sameinuðu Þjóðirnar hefur ekkert rétt fyrir sér í einu og öllu.

„Já! Þeir nauðga!“

Fór Bjartmar svo yfir könnun MMR sem sýndi fram á að 85% íslendinga vildu taka á móti flóttafólki. Tóku Margrét og Örvar slælega í þá fullyrðingu, vildu að spurt yrði sérstaklega um múslima, og settu spurningamerki við stærð könnunarinnar. Hélt Margrét svo áfram að fullyrða um vandamálin sem fylgdu múslimum, og nefndi klæðaburð í sundi sem dæmi, að konur væru að fara í búrkum ofan í laugarnar. Engin dæmi eru um það á íslandi að konur hafi farið í búrkum í sund, en hinsvegar er konum heimilt að fara í sundfatnað sem hylur mjög stóran hluta líkamans.

„Fokk mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, fokk mannréttindasáttmáli Evrópu...“

Bjartmar reyndi svo að fá fleiri ummæli frá Örvari, sem varð í gegnum viðtalið ítrekað mjög harkalega undir orðaflaumi Margrétar.

Spurði Bjartmar út í frægar færslur hans inn á Pírataspjallinu, þar sem Örvar hefur dælt inn hlekkjum á misvafasamar fréttasíður þar sem ágæti múslima er dregið í efa, og Youtube myndbönd með svipuðu efni. Sagðist Örvar hafa stundað þessa iðju til þess að „taka umræðuna.“ Margir væru ómálefnalegir en hann vildi opna á þessi mál, og ræða múslima.

Fór Bjartmar þá yfir nokkur ummæli Örvars, þar sem hann sagði meðal annars „Fokk mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, fokk mannréttindasáttmáli Evrópu, það ætti mögulega að endurskoða stjórnarskránna og afnema trúfrelsi í landinu.“ Brosti Örvar við þessum ummælum sínum, og gekk enn lengra með því að segja að hann teldi að það ætti ekki að vera trúfrelsi í landinu, til þess að ríkið gæti bannað byggingu mosku á Íslandi.

Mótmæla byggingu mosku

Varðandi moskuna þá sagðist Margrét ekki vilja sjá hana byggða, vegna þess að henni myndi fylgja frekari öfgar og hryðjuverk. Þegar Bjartmar benti henni á að engar rannsóknir sýndu fram á að þau ummæli stæðust, sagði Margrét að verið væri að loka annaðhvort 20 eða 200 moskum í Frakklandi vegna þess að þar væri stöðugt verið að skipuleggja hryðjuverk. Bjartmar tók þá fram að þessar lokanir væru vegna neyðarlaga sem sett hefðu verið í Frakklandi, og að þau lög hefðu mætt mikilli andstöðu vegna augljósra mannréttindabrota sem þau fælu í sér.

Aðspurður sagðist Örvar ekki vilja svara spurningunni um moskuna, en fór Bjartmar þá yfir ummæli hans fyrr í viðtalinu þar sem hann sagðist vilja fá stjórnvöld til þess að stöðva bygginguna, og opnaðist viðmælandi við það. Örvar sagði þá: „Ég vil persónulega ekki sjá þetta í íslensku samfélagi, þetta bara hefur ekkert að gera hérna í íslensku samfélagi, af því þetta stangast allt of mikið á við okkar gildi og leiðir til árekstra.“

„Sameinuðu Þjóðirnar stunda gyðingahatur. Ég get sannað það!“

Í umræðunni um glæpi sem múslimar myndu fremja á Íslandi vegna trúar sinnar, tókst Bjartmari að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri sambærilegt við Ísrael, sem fremdi stríðsglæpi og landtöku sem brýtur fjölda alþjóðlegra laga. Var Margréti þá nóg boðið og sagði „Nú ertu farinn að tala eins og UN gyðingahatari, þannig ég ætla ekki að svara þessu. Við förum út í annað.“ Henni tókst þó ekki að fara út í annað því hún gat ekki staðist að bæta við „þetta er pjúra rasismi sem þú ert að segja núna,“ og svo seinna „Sameinuðu Þjóðirnar stunda gyðingahatur. Ég get sannað það!“

Hér er svo viðtalið í fullri lengd, en það má einnig finna, þar sem það birtist upprunalega, á vefnum nutiminn.is

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu