Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum

Helstu leið­tog­ar IS­IS kynnt­ust í banda­rísku fanga­búð­un­um Bucca í Ír­ak. Fyrr­ver­andi her­for­ingj­ar úr her Saddams Hus­sein og öfga­full­ir íslam­ist­ar náðu sam­an í fang­els­inu og úr varð ban­vænn kokteill. Fyrr­ver­andi fangi lík­ir búð­un­um við verk­smiðju sem fram­leiddi hryðju­verka­menn. Fang­ar skrif­uðu síma­núm­er hvers ann­ars inn­an á am­er­ísk­ar boxer nær­bux­ur.

Margir af helstu leiðtogum Íslamska ríkisins, Isis, voru í haldi í bandarísku fangabúðunum Bucca í suðurhluta Írak og sumir þeirra kynntust einmitt þar. Þeirra á meðal var leiðtogi samtakanna Abu Bakr al-Baghdadi, yfirlýstur kalífi Íslamska ríkisins sem hefur verið lýst sem hættulegasta hryðjuverkamanni samtímans. Fyrrverandi fangi í Bucca og núverandi liðsmaður Isis-samtakanna hefur líkt fangabúðunum við verksmiðju sem framleiddi hryðjuverkamenn. Þar hafi fangarnir fengið skjól til þess að skipuleggja sig og ólíkir hópar náð saman. Aðrir hafa lýst búðunum sem einskonar „al-Qaeda“ skóla þar sem öfgafullir íslamistar fengu rými til að kenna hófsamari samföngum á sprengjur og sjálfsmorðsárásir. 

Yfir hundrað þúsund einstaklingar sátu í fangelsinu á meðan það var starfrækt. Sérfræðingar á sviði hermála, sagnfræðingar, greiningaraðilar, fyrrum fangar og fangaverðir í Bucca virðast margir sammælast um að Isis samtökin eins og við þekkjum þau í dag hafi orðið til í fangabúðunum. Þar hafi öfgavæðing (e. radicalization) farið fram; bókstafstrúaðir íslamistar hafi náð hófsamari föngum í lið með sér og það beint fyrir framan nefið á Bandaríkjamönnum. Fangabúðunum var lokað á haustmánuðum 2009 og föngunum sem eftir voru ýmist sleppt eða þeir færðir í hendur íraskra yfirvalda. Það leið hinsvegar ekki á löngu þar til margir þeirra voru komnir saman á nýjan leik; nú utan veggja fangelsisins. Þeir höfðu skrifað símanúmer hvers annars inn á amerískar boxer nærbuxur; þær sömu og þeir gengu í á leið sinni út úr fangelsinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár