Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lögmannafélagið telur hert lög Sigríðar brjóta á mannréttindum flóttafólks

„Óheim­ilt er með öllu að rétt­læta brot á mann­rétt­ind­um með til­vís­un í fjár­skort,“ seg­ir í um­sögn Lög­manna­fé­lags Ís­lands um um­deilt frum­varp Sig­ríð­ar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem kveð­ur á um að hægt sé að vísa fólki strax úr landi sé um­sókn þeirra met­in „ber­sýni­lega til­hæfu­laus“ og um­sækj­andi komi frá „ör­uggu ríki“.

Lögmannafélagið telur hert lög Sigríðar brjóta á mannréttindum flóttafólks
Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill skerða möguleika hælisleitenda frá ákveðnum ríkjum til að kæra ákvarðanir Útlendingastofnunar. Mynd: xd.is

Laganefnd Lögmannfélags Íslands telur að frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem þrengir verulega að möguleikum hælisleitenda til að fá brottvísun sinni frestað, geti falið í sér brot á mannréttindum flóttafólks. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið

Í frumvarpinu er lögð til breyting sem kemur í veg fyrir að kærur hælisleitenda fresti réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun í tilvikum þar sem hælisumsókn hefur verið metin „bersýnilega tilhæfulaus“ og umsækjandi kemur frá landi sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Lagabreytingin myndi festa endanlega í sessi þá reglu sem lögfest var til bráðabirgða síðasta haust og Stundin fjallaði um. Samkvæmt henni kemur kæra hælisleitenda til kærunefndar útlendingamála ekki í veg fyrir að viðkomandi verði vísað úr landi, þó svo að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir í málinu. 

Laganefndin telur breytingarnar fela í sér mismunun á grundvelli þjóðernis og geta orðið til þess að umsóknir fólks frá svokölluðum „öruggum ríkjum“ verði ekki metnar einstaklingsbundið heldur verði umsókn metin á grundvelli fyrirfram mótaðra skoðana um að umsókn sé bersýnilega tilhæfulaus með vísan til þjóðernis umsækjanda. 

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur sömuleiðis lagst eindregið gegn breytingunni. 

Mannréttindasamtök og alþjóðastofnanir leggjast gegn hugtakinu „öruggt ríki“

Í greinargerð frumvarpsins er bent á að hælisumsóknum fólks frá öruggum ríkjum, einkum Makedóníu og Albaníu, hafi fjölgað umtalsvert. Með frumvarpinu sé stefnt að því að lágmarka dvalartíma fólksins á Íslandi. Laganefndin bendir hins vegar á að þrátt fyrir að sum lönd hafi verið álitin örugg heimaríki, þar með talin Albanía og Makedónía, sé ekki þar með sagt að allar umsóknir þaðan séu tilhæfulausar. „Vísað er í þessu samhengi til þess að hugtakið öruggt ríki hefur og er enn afar umdeilt og hafa virt mannréttindasamtök og alþjóðastofnanir, þar með talin Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, lagst gegn notkun hugtaksins.“ Þessu til stuðnings vísar laganefndin til álits evrópsku efnahags- og félagsmálanefndarinnar sem birt var í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á síðasta ári vegna tillögu að reglugerð þingsins um lista yfir örugg ríki. Í álitinu kemur fram að notkun og beiting hugtaksins „örugg ríki“ geti reynst erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að erfitt verður að auðkenna umsækjendur sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem málsmeðferðartími er afar stuttur og þá verður veiting alþjóðlegrar verndar til einstaklinga frá þessum ríkjum mjög erfið í framkvæmd vegna þess að meðferð umsókna er byggð á fyrirfram mótuðum skoðunum um að umsókn sé bersýnilega tilhæfulaus. 

„Það verður þannig vegabréf umsækjanda sem ræður úrslitum um það hvort hlýtt er á mál hans.“

„Þá ber jafnframt að nefna að mismunandi málsmeðferð á grundvelli þjóðernis getur falið í sér mismunun sem er í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951,“ segir í umsögn nefndarinnar.

Í nefndaráliti minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar segir einig að hugmyndin um svokölluð „örugg ríki“ sé í meira lagi vafasöm og engan veginn byggð á traustum grunni, sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum ýmissa minnihlutahópa í þeim löndum sem um ræðir. „Með því að beita skírskotuninni til „öruggra ríkja“ og nota hana til að senda fólk af landi brott án viðhlítandi málsmeðferðar er í raun verið að hafna því, á grundvelli ríkisfangs, að meta umsóknir stórra hópa umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það verður þannig vegabréf umsækjanda sem ræður úrslitum um það hvort hlýtt er á mál hans en ekki kringumstæður viðkomandi,“ segir í nefndarálitinu. 

Óheimilt að réttlæta brot á mannréttindum með tilvísun í fjárskort

Í greinargerð með frumvarpinu segir að gangi lögfesting frumvarpsins ekki eftir gæti sú réttaróvissa sem skapast leitt til þess að dvöl umsækjanda í þjónustu fari úr þremur vikum í tvo til þrjá mánuði með tilheyrandi kostnaðarauka. „Þess ber að geta að kostnaður við hvern umsækjanda í þjónustu er 8.000 kr. fyrir hvern dag sem þeir dvelja í þjónustu. Það gæti þýtt aukinn kostnað fyrir ríkissjóð á bilinu 200–300 m.kr. á ársgrundvelli en erfitt er þó að meta það með nákvæmum hætti,“ segir í greinargerð frumvarpsins. 

Í þessu samhengi ítrekar laganefnd Lögmannafélags Íslands að áhrif ákvæðisins muni leiða til skerðingar á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd til réttlátrar málsmeðferðar. „Þá ber að hafa í huga að óheimilt er með öllu að réttlæta brot á mannréttindum með tilvísun í fjárskort,“ segir í umsögn laganefndar Lögmannafélags Íslands. 

Rætt var um frumvarpið á Alþingi í gær:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár