Skurðlæknirinn Björn Geir Leifsson heldur úti bloggsíðu þar sem hann afhjúpar reglulega ýmsar skottulækningar. Í september síðastliðnum lenti hann í ritdeilu við útvarpsmanninn Heimi Karlsson sem hófst með gagnrýni Björns Geirs á Berry.En Aktiv, vöru sem á að hjálpa gigtsjúklingum.
„Heilsufæði eða sælgæti?“
„Ég athugaði hvað væri í þessari merkilegu vöru og komst að því að samsvarandi vara hvað varðar innihaldsefni og áhrif á mannslíkamann fæst í sælgætisdeildum almennra verslana og er þar að auki iðulega seld á hálfvirði á laugardögum. Hér mun ég rökstyðja þessa fullyrðingu og fleira því tengt,“ skrifaði Björn Geir síðastliðinn ágústmánuð. Hann rökstyður þessa fullyrðingu meðal annars með því að með því að vitna í innihaldslýsingu Berry.En Aktiv, sem hljóðar svo: „Vatn, kollagen-hýdrólýsat (40%), frúktósi, sítrónusafaþykkni, vítamín C, náttúrulegt bragðefni, hleypiefni (xanthangúmmí, guargúmmí)“.
Athugasemdir