Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni Th. kosinn forseti Íslands

Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræð­ing­ur hlaut 39,1 pró­sent at­kvæða í for­seta­kosn­ing­un­um. Hyll­ing verð­ur fyr­ir ut­an heim­ili hans á Seltjarn­ar­nesi klukk­an fjög­ur. Hann á af­mæli í dag.

Guðni Th. kosinn forseti Íslands

Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn forseti Íslands með 39,1 prósenta atkvæða. Hylling verður fyrir utan heimili hans og Elizu Reid, eiginkonu hans, á Seltjarnarnesi klukkan fjögur í dag. Frá þessu er greint á vef Ríkissjónvarpsins.  

Guðni, sem lagðist undir feld og tilkynnti um framboð sitt á uppstigningardaginn, verður hylltur sem forseti á afmælisdaginn sinn. Hann fæddist þann 26. júní árið 1968 í Reykjavík og er því 48 ára í dag. Hann er með doktorspróf í sagnfræði og hefur starfað sem háskólakennari við Háskóla Íslands undanfarin ár. Hann tekur við sem forseti í byrjun ágúst.

Hann ræddi kosningabaráttuna, persónulegt líf og embættið í helgarútgáfunni á Rás 2 í morgun. „Því miður get ég ekki vænst þess að eiga jafnmargar stundir með börnunum og ég hef getað gert í öðru starfi,“ sagði hann.

Í þættinum kom fram að hann fer til Frakklands snemma í fyrramálið til að fylgjast með íslenska landsliðinu í knattspyrnu mæta Englendingum. „Ég leyfi mér að vona að úrslitin verði okkur hagstæð,“ sagði Guðni og kvaðst byggja von sína á staðreyndum, þar sem Englendingum hafi gengið illa á mótinu.

„Ég yrði ekki hissa þótt það væri annars konar exit á mánudaginn.“

Guðni kveðst ekki vilja vera forseti lengur en í þrjú kjörtímabil. Þar sem sitjandi forseti hefur ekki verið felldur fram að þessu er því vel mögulegt að Guðni verði forseti til ársins 2028.

Sjá einnig: Líf og drifkraftur Guðna: Feimni, föðurmissir, skilnaður og sköpun sögunnar

Niðurstaða kosninganna

Guðni Th. Jóhannesson 38,49%, 71.356 atkvæði

Halla Tóm­as­dótt­ir 27,51%, 50.995 atkvæði

Andri Snær Magna­son 14,04%, 26.037 atkvæði

Davíð Odds­son 13,54%, 25.108 at­kvæði

Sturla Jóns­son 3,48%, 6.446 at­kvæði

Aðrir fengu undir 1%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár