Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Guðni: „Guðni Ágústsson er ekki á leiðinni á Bessastaði“

Guðni Ág­ústs­son svar­ar því af­drátt­ar­laust að hann muni ekki bjóða sig fram til for­seta. Hann þver­tek­ur fyr­ir að fylgj­ast með Gesti Val­garðs­syni úr fjar­lægð.

Guðni: „Guðni Ágústsson er ekki á leiðinni á Bessastaði“

Guðni Ágústsson er afdráttarlaus hvað það varðar að hann muni ekki bjóða  sig fram til forseta. Hann segist sömuleiðis ekkert hafa rætt við Gest Valgarðsson, verkfræðing og fyrrverandi formann Framsóknarfélags Kópavogs, sem vinnur að því að taka púlsins á möguleika framboðsins hans. Í frétt DV um málið sagði Gestur að Guðni fylgdist gaumgæfilega með úr fjarlægð. Guðni sagðist hins vegar ekkert kannast við undirbúning Gests. Stundin náði tali af Guðna Ágústssyni þar sem hann var á göngu á strönd á Kanarí í „sólskyni og sunnan vindi“ eins og hann komst að orði. „Hafðu það alveg á hreinu að Guðni Ágústsson er ekki á leiðinni á Bessastaði,“ segir Guðni.

Hann segist ekki vilja velta fyrir sér hvor fari með rétt mál, hann eða Gestur. „Við skulum ekkert vera að velta því fyrir okkur. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við vin minn, Gest. Þó menn nefni forsetann við mig og hafi gert árum saman, þá hef ég aldrei mátað mig við það embætti og ég er ekkert á leið í framboð. Þannig að þetta er allt á hreinu af minni hálfu. Ég þakka þeim fyrir að nefna nafn mitt í svo stórt embætti. Það er heiður og þökk sé þeim fyrir það en þeir eiga ekki að eyða tíma í þetta. Nú þarf að finna öflugan forseta sem fullnægir þessu mikilvæga embætti og þeim skilyrðum sem gerð eru til forseta Íslands,“ segir Guðni.

Guðni segist ekki hafa neinn sérstakan einstakling í huga sem arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar og býst hann við því að vænlegur kostur komi í ljós í marsmánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár