Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni: „Guðni Ágústsson er ekki á leiðinni á Bessastaði“

Guðni Ág­ústs­son svar­ar því af­drátt­ar­laust að hann muni ekki bjóða sig fram til for­seta. Hann þver­tek­ur fyr­ir að fylgj­ast með Gesti Val­garðs­syni úr fjar­lægð.

Guðni: „Guðni Ágústsson er ekki á leiðinni á Bessastaði“

Guðni Ágústsson er afdráttarlaus hvað það varðar að hann muni ekki bjóða  sig fram til forseta. Hann segist sömuleiðis ekkert hafa rætt við Gest Valgarðsson, verkfræðing og fyrrverandi formann Framsóknarfélags Kópavogs, sem vinnur að því að taka púlsins á möguleika framboðsins hans. Í frétt DV um málið sagði Gestur að Guðni fylgdist gaumgæfilega með úr fjarlægð. Guðni sagðist hins vegar ekkert kannast við undirbúning Gests. Stundin náði tali af Guðna Ágústssyni þar sem hann var á göngu á strönd á Kanarí í „sólskyni og sunnan vindi“ eins og hann komst að orði. „Hafðu það alveg á hreinu að Guðni Ágústsson er ekki á leiðinni á Bessastaði,“ segir Guðni.

Hann segist ekki vilja velta fyrir sér hvor fari með rétt mál, hann eða Gestur. „Við skulum ekkert vera að velta því fyrir okkur. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við vin minn, Gest. Þó menn nefni forsetann við mig og hafi gert árum saman, þá hef ég aldrei mátað mig við það embætti og ég er ekkert á leið í framboð. Þannig að þetta er allt á hreinu af minni hálfu. Ég þakka þeim fyrir að nefna nafn mitt í svo stórt embætti. Það er heiður og þökk sé þeim fyrir það en þeir eiga ekki að eyða tíma í þetta. Nú þarf að finna öflugan forseta sem fullnægir þessu mikilvæga embætti og þeim skilyrðum sem gerð eru til forseta Íslands,“ segir Guðni.

Guðni segist ekki hafa neinn sérstakan einstakling í huga sem arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar og býst hann við því að vænlegur kostur komi í ljós í marsmánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár