Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Greining ógnarinnar og óttinn sem fylgir

Ólöf Nor­dal vill opna um­ræð­una um for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir. Um­ræð­an hef­ur stað­ið yf­ir í ára­tug.

Greining ógnarinnar og óttinn sem fylgir
Löng barátta Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur lengi talað fyrir því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir.

Greiningardeild ríkislögreglustjóra kallar eftir því í nýju „mati ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum“ að íslenska lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir. Með forvirkum rannsóknar­heimildum gæti lögreglan rannsakað hugsanleg eða ætluð brot áður en þau eru framin, til dæmis með símahlerunum, án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem greiningardeild ríkislögreglustjóra leggur til að íslenska lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir. Raunar lagði deildin slíkt til í fyrsta hættumati sínu árið 2008 og hefur gert það árlega síðan þá. Hjá ríkislögreglustjóra hafa menn nefnt ýmsar ólíkar ástæður fyrir nauðsyn þess að útvíkka rannsóknarheimildir sínar, þar á meðal skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn en einnig fjölgun hælisleitenda og ferðalög Íslendinga til fjarlægra landa.

Íslenska leyniþónustan

Rekja má áhuga íslenskra lögregluyfirvalda á forvirkum rannsóknarheimildum áratug aftur í tímann þegar Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, bauð sérfræðingum Evrópusambandsins í lögreglu- og hryðjuverkamálum hingað til lands vorið 2006 í þeim tilgangi að vinna sérstaka matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Á meðal tillagna var að nýrri þjóðaröryggisdeild, einskonar leyniþjónustu með 25 til 30 starfsmenn og forvirkar rannsóknarheimildir, yrði komið á koppinn.

Stuttu síðar var frumvarp dóms- og kirkjumálaráðherra um greiningardeild hjá embætti ríkislögreglustjóra samþykkt á alþingi. Tók hún til starfa í upphafi árs 2007 og hefur þann tilgang að rannsaka „landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess“ og leggja „mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi“. Deildin kemst nálægt því að vera þjóðaröryggisdeild en ræður ekki yfir rannsóknarheimildum umfram almennu lögregluna og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að fá forvirkar rannsóknarheimildir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár