Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Geriði það, bjargið sálum okkar

Ólétt tveggja barna móð­ir stend­ur nú fyr­ir fram­an al­þingi og biðl­ar til þing­manna að vera ekki flutt úr landi ásamt börn­un­um sín­um. Lækn­ir hef­ur stað­fest að hún muni þurfa á keis­ara­skurði að halda þeg­ar barn­ið henn­ar fæð­ist, en Út­lend­inga­stofn­un tók ekki til­lit til þess þeg­ar hún synj­aði þeim um hæli.

Geriði það, bjargið sálum okkar
Regina og synir hennar Regina stóð fyrir utan alþingishúsið fyrr í dag og mótmælti þeirri meðferð sem hún og synir hennar tveir hafa þurft að sæta hér á landi. Mynd: Jón Bjarki

Þessa stundina stendur Reginu Osaramaese, ólétt tveggja barna móðir, fyrir framan Alþingi. Þar biðlar hún til fólks að vera ekki flutt úr landi ásamt börnunum sínum. Stundin hefur áður fjallað um mál hennar, en samkvæmt vottorði frá lækni mun Regina þurfa á keisaraskurði að halda þegar barn hennar fæðist, en hún á von á sér í janúar.

Regina stóð fyrir utan Alþingi með sonum sínum tveim, Daniel og Felix. Daniel er 4 ára síðan í mars og Felix verður tveggja ára í október, en hann er einmitt fæddur á Íslandi. Þýðing á textanum sem stendur á skilti Reginu er eitthvað á þessa leið:

Langþreytt
Langþreytt Regina er orðinn langþreytt á því að lifa í stanslausri óvissu en lögmaður hennar hefur ekki enn fengið svar við því hvort réttaráhrifum verður frestað.

Regina flúði Nígeríu þegar hún var 6 ára gömul. Hún komst til Ítalíu í gegnum Lýbíu og svo til Ísland. Hún fæddi Daniel með keisaraskurði á Ítalíu árið 2012 og Felix á Landspítalanum árið 2014. Staðfestir læknirinn í vottorði sínu að hún muni einnig þurfa á slíkri aðgerð að halda við næstu fæðingu. 

Stundin greindi frá því í byrjun júlí að Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Reginu, hefði óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun hennar og barna hennar yrði frestað á meðan á meðgöngu stendur og höfðað yrði mál til ógildingar á ákvörðun stjórnvalda. Gísli staðfesti í samtali við Stundina fyrr í dag að hann hefði ekki fengið svar við erindinu og því hafi ekki komið til frestunar réttaráhrifa. Regina þarf því áfram að bíða á milli vonar og ótta um það hvort hún hún fái að fæða barn sitt hér á landi. 

Regina segir lögmann sinn vilja hjálpa sér að koma máli sínu fyrir dómstóla. „Hann gæti leyft mér að vera áfram á íslandi til að sjá um börnin mín. Ég bið bara um að mér sé leyft að vera á Íslandi. Ég vil vera hér svo börnin mín geti lifað eðlilegu lífi.“

Samkvæmt Reginu hefur verið ákveðið að senda hana aftur til Nígeríu, en engin dagsetning hefur verið sett. Útilokað má telja að Regina geti fengið sæmilega læknisþjónustu í Nígeríu, en þar er dánartíðni við barnsburð með því hæsta sem gerist í heiminum.

Hún segist vera að mótmæla fyrir utan Alþingi til þess að vekja athygli þingmanna á máli sínu. „Ég vil bara biðja þingmenn um að leyfa mér að vera áfram á Íslandi. Það er það eina sem ég vil.“

Önnur umfjöllun Stundarinnar um mál Reginu:

Útlendingastofnun vill senda ólétta konu og börn
til Nígeríu: Biður um að fá að fæða barnið hér

Læknir staðfestir að Regina þarf keisaraskurð
en Útlendingastofnun vill senda hana til Nígeríu

„Ég kom hingað í leit að
góðu lífi fyrir börnin mín“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár