Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum

Per­sónu­vernd úr­skurð­ar aft­ur um vinnu­brögð lög­regl­unn­ar í skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Yf­ir­strik­un per­sónu­upp­lýs­inga mistókst.

Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum
Birtu viðkvæmar persónuupplýsingar Í Búsáhaldaskýrslunni birtust viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem meðal annars var greint frá fjölskyldutengslum, geðrænum vandamálum og stjórnmálaskoðunum einstaklinga. Mynd: OddurBen

Vinnsla upplýsinga í skýrslu um skipulag lögreglu í mótmælunum 2008-2011 samrýmdist ekki kröfum um öryggi persónuupplýsinga. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar vegna skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um Búsáhaldabyltinguna. Brotið var gegn mótmælendum bæði við gerð skýrslunnar og með birtingu hennar. Geir Jón Þórisson var yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu og vann skýrsluna árið 2012 en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, bar ábyrgð á birtingu hennar. 

Samkvæmt úrskurði Persónuverndar var skráning persónuupplýsinga mótmælenda í þágu samantektarinnar óheimil. Þá lagði stofnunin fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að setja sér verklagsreglur um hvernig öryggis og trúnaðar væri gætt við meðferð persónuupplýsinga í málaskrárkerfi lögreglu, LÖKE, í samræmi við persónuverndarlög. Hefur lögreglan frest til 31. maí næstkomandi til að skila þeim reglum til Persónuverndar. Loks var miðlun persónuupplýsinga um kvartendur, sem bar að afmá samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, ekki talin samrýmast lögum.

Yfirstrikun mistókst

Forsaga málsins er sú að árið 2012 vann Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýrslu um aðgerðir lögreglunnar í Búsáhaldabyltingunni árið 2009. Skýrslan ber heitið „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“.

Geir Jón Þórisson
Geir Jón Þórisson Stýrði gerð skýrslunnar um mótmælendur.

Skýrslan varð ekki opinber fyrr en 24. október síðastliðinn þegar hún var afhent fjölmiðlum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að yfirstrikun á persónuupplýsingum hafði misfarist. Hægt var að lesa textann sem strikað hafði verið yfir, bæði í pappírs- og stafrænni útgáfu skýrslunnar. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskyldutengslum einstaklinga, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum svo eitthvað sé nefnt. Þá var fjöldi fólks borinn röngum sökum. 

Persónuvernd óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sá um að afmá texta í skrýslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingu skýrslunnar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir Núverandi lögreglustjóri bar ábyrgð á birtingu skýrslunnar um mótmælendur, en hún var birt með þeim hætti að unnt var að greina persónuupplýsingar um einstaka mótmælendur.

Vinnubrögð lögreglu aftur til athugunar

Þetta er í annað skipti á innan við viku sem Persónuvernd úrskurðar í máli er varða vinnubrögð lögreglunnar. Á föstudag komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefði brotið lög um persónuvernd þegar hún, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, endi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos. Gísli Freyr var í kjölfarið dæmdur fyrir að leka persónuupplýsingum, sem byggðu meðal annars á rannsóknargögnum frá Suðurnesjum, í fjölmiðla. 

Á mánudag sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar bera fullt traust til Sigríðar Bjarkar í embætti hennar sem lögreglustjóri þrátt fyrir úrskurð Persónuverndar. Sagði hún Sigríði Björk hafa sent upplýsingarnar til aðstoðarmanns ráðherra í góðri trú. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár