Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum

Per­sónu­vernd úr­skurð­ar aft­ur um vinnu­brögð lög­regl­unn­ar í skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Yf­ir­strik­un per­sónu­upp­lýs­inga mistókst.

Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum
Birtu viðkvæmar persónuupplýsingar Í Búsáhaldaskýrslunni birtust viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem meðal annars var greint frá fjölskyldutengslum, geðrænum vandamálum og stjórnmálaskoðunum einstaklinga. Mynd: OddurBen

Vinnsla upplýsinga í skýrslu um skipulag lögreglu í mótmælunum 2008-2011 samrýmdist ekki kröfum um öryggi persónuupplýsinga. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar vegna skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um Búsáhaldabyltinguna. Brotið var gegn mótmælendum bæði við gerð skýrslunnar og með birtingu hennar. Geir Jón Þórisson var yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu og vann skýrsluna árið 2012 en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, bar ábyrgð á birtingu hennar. 

Samkvæmt úrskurði Persónuverndar var skráning persónuupplýsinga mótmælenda í þágu samantektarinnar óheimil. Þá lagði stofnunin fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að setja sér verklagsreglur um hvernig öryggis og trúnaðar væri gætt við meðferð persónuupplýsinga í málaskrárkerfi lögreglu, LÖKE, í samræmi við persónuverndarlög. Hefur lögreglan frest til 31. maí næstkomandi til að skila þeim reglum til Persónuverndar. Loks var miðlun persónuupplýsinga um kvartendur, sem bar að afmá samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, ekki talin samrýmast lögum.

Yfirstrikun mistókst

Forsaga málsins er sú að árið 2012 vann Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýrslu um aðgerðir lögreglunnar í Búsáhaldabyltingunni árið 2009. Skýrslan ber heitið „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“.

Geir Jón Þórisson
Geir Jón Þórisson Stýrði gerð skýrslunnar um mótmælendur.

Skýrslan varð ekki opinber fyrr en 24. október síðastliðinn þegar hún var afhent fjölmiðlum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að yfirstrikun á persónuupplýsingum hafði misfarist. Hægt var að lesa textann sem strikað hafði verið yfir, bæði í pappírs- og stafrænni útgáfu skýrslunnar. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskyldutengslum einstaklinga, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum svo eitthvað sé nefnt. Þá var fjöldi fólks borinn röngum sökum. 

Persónuvernd óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sá um að afmá texta í skrýslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingu skýrslunnar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir Núverandi lögreglustjóri bar ábyrgð á birtingu skýrslunnar um mótmælendur, en hún var birt með þeim hætti að unnt var að greina persónuupplýsingar um einstaka mótmælendur.

Vinnubrögð lögreglu aftur til athugunar

Þetta er í annað skipti á innan við viku sem Persónuvernd úrskurðar í máli er varða vinnubrögð lögreglunnar. Á föstudag komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefði brotið lög um persónuvernd þegar hún, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, endi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos. Gísli Freyr var í kjölfarið dæmdur fyrir að leka persónuupplýsingum, sem byggðu meðal annars á rannsóknargögnum frá Suðurnesjum, í fjölmiðla. 

Á mánudag sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar bera fullt traust til Sigríðar Bjarkar í embætti hennar sem lögreglustjóri þrátt fyrir úrskurð Persónuverndar. Sagði hún Sigríði Björk hafa sent upplýsingarnar til aðstoðarmanns ráðherra í góðri trú. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár