Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum

Per­sónu­vernd úr­skurð­ar aft­ur um vinnu­brögð lög­regl­unn­ar í skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Yf­ir­strik­un per­sónu­upp­lýs­inga mistókst.

Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum
Birtu viðkvæmar persónuupplýsingar Í Búsáhaldaskýrslunni birtust viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem meðal annars var greint frá fjölskyldutengslum, geðrænum vandamálum og stjórnmálaskoðunum einstaklinga. Mynd: OddurBen

Vinnsla upplýsinga í skýrslu um skipulag lögreglu í mótmælunum 2008-2011 samrýmdist ekki kröfum um öryggi persónuupplýsinga. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar vegna skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um Búsáhaldabyltinguna. Brotið var gegn mótmælendum bæði við gerð skýrslunnar og með birtingu hennar. Geir Jón Þórisson var yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu og vann skýrsluna árið 2012 en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, bar ábyrgð á birtingu hennar. 

Samkvæmt úrskurði Persónuverndar var skráning persónuupplýsinga mótmælenda í þágu samantektarinnar óheimil. Þá lagði stofnunin fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að setja sér verklagsreglur um hvernig öryggis og trúnaðar væri gætt við meðferð persónuupplýsinga í málaskrárkerfi lögreglu, LÖKE, í samræmi við persónuverndarlög. Hefur lögreglan frest til 31. maí næstkomandi til að skila þeim reglum til Persónuverndar. Loks var miðlun persónuupplýsinga um kvartendur, sem bar að afmá samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, ekki talin samrýmast lögum.

Yfirstrikun mistókst

Forsaga málsins er sú að árið 2012 vann Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýrslu um aðgerðir lögreglunnar í Búsáhaldabyltingunni árið 2009. Skýrslan ber heitið „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“.

Geir Jón Þórisson
Geir Jón Þórisson Stýrði gerð skýrslunnar um mótmælendur.

Skýrslan varð ekki opinber fyrr en 24. október síðastliðinn þegar hún var afhent fjölmiðlum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að yfirstrikun á persónuupplýsingum hafði misfarist. Hægt var að lesa textann sem strikað hafði verið yfir, bæði í pappírs- og stafrænni útgáfu skýrslunnar. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskyldutengslum einstaklinga, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum svo eitthvað sé nefnt. Þá var fjöldi fólks borinn röngum sökum. 

Persónuvernd óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sá um að afmá texta í skrýslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingu skýrslunnar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir Núverandi lögreglustjóri bar ábyrgð á birtingu skýrslunnar um mótmælendur, en hún var birt með þeim hætti að unnt var að greina persónuupplýsingar um einstaka mótmælendur.

Vinnubrögð lögreglu aftur til athugunar

Þetta er í annað skipti á innan við viku sem Persónuvernd úrskurðar í máli er varða vinnubrögð lögreglunnar. Á föstudag komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefði brotið lög um persónuvernd þegar hún, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, endi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos. Gísli Freyr var í kjölfarið dæmdur fyrir að leka persónuupplýsingum, sem byggðu meðal annars á rannsóknargögnum frá Suðurnesjum, í fjölmiðla. 

Á mánudag sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar bera fullt traust til Sigríðar Bjarkar í embætti hennar sem lögreglustjóri þrátt fyrir úrskurð Persónuverndar. Sagði hún Sigríði Björk hafa sent upplýsingarnar til aðstoðarmanns ráðherra í góðri trú. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár