Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson ánægður með kaup Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það til marks um styrk­leika ís­lensks efna­hags­lífs að banda­ríski stór­bank­inn Goldm­an Sachs og vog­un­ar­sjóð­ir kaupi 30 pró­senta hlut í Ari­on banka. Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Frosti Sig­ur­jóns­son hafa gagn­rýnt söl­una. Frosti var­ar við því að arð­ur af há­um vaxta­greiðsl­um al­menn­ings renni úr landi.

Bjarni Benediktsson ánægður með kaup Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Segist ánægður með aukin umsvif erlendra aðila á fjármálamarkaði. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsir ánægju með kaup erlendra aðila á nær 30 prósenta hlut í Arion banka. Hann segir ekki enn komið í ljós hverjir fjárfestarnir séu, né hver sé þeirra framtíðarstefna. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segja að þörf sé á frekari upplýsingum um fjárfestana. Lilja Dögg hefur óskað eftir fundi með efnahags- og viðskiptanefnd. Frosti Sigurjónsson, fjármálahagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir að með sölunni muni arður íslenskra fyrirtækja og vaxtagreiðslur heimilanna renna úr landi, til erlendu fjárfestanna.  

Í gærkvöldi var tilkynnt um sölu á 29,18 prósenta hlut í Arion banka til fjögurra breskra og bandaríkra fjárfesta. Sjóðstýringafyrirtækin Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff og fjárfestingabankinn Goldman Sachs keyptu hluti upp á samtals 48,8 milljarða króna. Hlutu þeir einnig kauprétt að 21,9 prósenta hlut í bankanum. Um er að ræða ein umsvifamestu viðskipti erlendra aðila á íslenskum fjármálamarkaði. 

Hluthafi Hluti í Arion banka
Kaupskil ehf. 57,9 %
Bankasýsla ríkisins 13 %
Attestor Capital LLP í gegnum Trinity Investment Designated Activity Company 9,99 %
Taconic Capital Advisors UK LLP í gegnum TCA New Sidecar III s.a.r.l. 9,99 %
Sculptor Investments s.a.r.l., félag tengt Och-Ziff Capital Management Group 6,6 %
Goldman Sachs International í gegnum ELQ Investors II Ltd. 2,6 %

Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Bjarni viðskiptin ánægjuleg og að með þeim væri ákveðnum tímamótum náð í uppgjöri við efnahagshrunið árið 2008. „Þetta sýn­ir ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lend­is og það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Auðvitað á eft­ir að koma í ljós hvað þess­ir til­teknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjár­festa hér en viðskipt­in sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf,“ seg­ir Bjarni Benediktsson meðal annars í samtali við Morgunblaðið.

Katrín: Þurfum að vera á varðbergi

Katrín Jakobsdóttir sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að ástæða sé til þess að vera á varðbergi, salan veki upp ýmsar spurningar, til að mynda hvort fjárfestarnir ætli sér að byggja upp langtímastarfsemi hér á landi. Hún bendir á að tveir kaupenda hafi keypt 9,99 prósenta hlut sem sé rétt undir 10 prósenta viðmiði Fjármálaeftirlitsins um virkan eignarhlut. Með því að kaupa hlut sem er undir 10 prósentum komist kaupendur hjá því að verða skoðaðir af Fjármálaeftirlitinu.

„Mér finnst eðli­legt að ís­lensk­ur al­menn­ing­ur viti hverj­ir séu raun­veru­leg­ir kaupend­ur.“

„Mér finnst eðli­legt að ís­lensk­ur al­menn­ing­ur viti hverj­ir séu raun­veru­leg­ir kaupend­ur. Ekki síst í ljósi for­sög­unn­ar og hvernig mál­in þróuðust fyr­ir banka­hrunið. Ég tel ein­fald­lega að við þurf­um að vera á varðbergi í þess­um mál­um. Þó það geti verið já­kvætt að ein­hverju leyti að fá inn er­lenda aðila í ein­hverja starf­semi þá skipt­ir máli að við ger­um sömu kröf­ur til þeirra og annarra meðal ann­ars varðandi eign­ar­hald. Þannig að ég geld var­hug við þessu,“ sagði Katrín meðal annars.

Lilja Dögg: Þörf á gagnsæi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók í svipaðan streng í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þegar hún sagði mikilvægt að gagnsæi væri til staðar. Hún hefur óskað eftir fundi efnahags- og viðskiptanefndar, til að fá frekari upplýsingar um eignarhald bankanna, sem hún sagði nauðsynlegar til að byggja upp traust og trúverðugleika á fjármálamarkaði. Stjórnvöld þyrftu að hafa framtíðarsýn á fjármálamarkaði og sagðist hún hafa áhyggjur af því að ríkisstjórnin væri ekki nægilega vel undirbúin fyrir næstu skref. Hún sagðist hafa óskað eftir fundinum til þess „að fá upplýsingar og skapa traust og tiltrú og þverpólitíska sátt um hvernig við skoðum framtíðarskipan á íslenskum fjármálamarkaði“.  

Lilja Dögg sagði það sérstaklega mikilvægt í ljósi sögunnar að fá upplýsingar um það hverjir standa á bakvið kaupin: „Við þurfum upplýsingar um hvað þeir ætla sér með bankann og hver er framtíðaeigendarsýn eigendana og markmið með fjárfestingunni.“ 

Frosti :  Vaxtagreiðslur heimilanna renna úr landi

Frosti Sigurjónsson gagnrýnir forsætisráðherra á Facebook síðu sinni. Þar sagðist hann skilja að því væri fagnað ef erlendir aðilar stofnuðu hér banka til að auka samkeppni, en svo sé ekki. „Tímamótin miklu felast því miður einungis í því að nú fer arðurinn af bankanum og þar með vaxtagreiðslum heimilanna að renna úr landi.“

„Nú fer arðurinn af bankanum og þar með vaxtagreiðslum heimilanna að renna úr landi.“

Þá sagði hann: „Forsætisráðherra Íslands segir það „sannarlega góðar fréttir“ að útlendingar fjárfesti í íslenskum banka og þar með einu stærsta og arðbærasta fyrirtæki landsins. Arion á hátt í þriðjung allra lána til íslenskra heimila og atvinnulífs. Þessi útlán eru verulega arðbær og hér eftir mun arðurinn af þeim að miklu leiti renna úr landi. Forsætisráðherrann virðist samt ekki mjög upptekinn af slíkum smáatriðum, talar þess í stað um „tímamót“ og mikið „styrkleikamerki“. 

Ætla mætti af fagnaðarlátunum að erlendir aðilar væru að stofna hér nýjan banka til að efla samkeppni en svo er ekki. Þeir eru einfaldlega að kaupa hlutabréf á lágu verði og ætla sér að hámarka arðinn af þeim. Því meiri sem fákeppnin og gróðinn í bankarekstri þeim mun meiri arður,“ skrifaði Frosti á Facebook-síðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samn­ing­ur Rík­is­kaupa við Rapyd verði fram­lengd­ur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.
Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár