Lögfræðingur og fyrrverandi lykilstarfsmaður Kaupþings hefur verið skipuð í fjölda nefnda af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Fasteignafélag hennar fékk nýlega verkefni án útboðs frá Garðabæ sem minnihluti bæjarstjórnar gagnrýndi.
FréttirViðskiptafléttur
Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
Ferðaþjónustufyrirtæki Hreiðars Más Sigurðssonar og tengdra aðila hefur síðastliðin ár verið í eigu Tortólafélags sem eiginkona hans á. Sjóður í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, var formlegur hluthafi en á bak við hann er Tortólufélag. Framkvæmdastjóri Stefnis segir að fyrirtækið hafi ekki vitað hver hluthafi sjóðsins var.
Fréttir
Lýður í Bakkavör gerði upp 250 milljóna lán við Kviku
Bakkavararbróðirinn færði fasteignir sínar á Íslandi inn í nýtt félag árið 2017. Eignarhaldið er í gegnum óþekktan erlendan sjóð.
FréttirDómsmál
Sagan af misnotkun Kaupþings á manni: „Þú verður að kannast við þetta félag “
Kaupþing í Lúxemborg lét fjársterkan viðskiptavin bankans, Skúla Þorvaldsson, eiga fyrirtæki sem notað var til að fremja lögbrot án þess að Skúli vissi af því. Í bókinni Kaupþthinking er þessi ótrúlega saga sögð en hún endaði á því að Skúli hlaut dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi.
FréttirEignarhald DV
Jón Steinar kom að kaupunum á DV og Pressunni
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur unnið að viðskiptunum með fjölmiðla Presssunnar ásamt Sigurði G. Guðjónssyni. Enn liggur ekki ljóst fyrir hverijr það eru sem kaupa fjölmiðla Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson var í persónulegum ábyrgðum fyrir yfirdrætti fjölmiðlanna í bankakerfinu.
Úttekt
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Björn Ingi Hrafnsson var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á meðan hann starfaði sem náinn samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem stjórnmálamaður í borginni og síðar blaðamaður hjá 365 miðlum. Það sem einkennir fjárhagslegar fyrirgreiðslur til Björns Inga á þessu tímabili er að alltaf eru aðilar tengdir Kaupþingi handan við hornið.
Fréttir
„Gefinn plús fyrir erlenda peninga“
Enginn erlendur banki kom að kaupunum á Búnaðarbanka Íslands. Ólafur Ólafsson setti ekki krónu af eigin fé í fjárfestinguna en hagnaðist þó gríðarlega á henni.
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi
Bjarni Benediktsson ánægður með kaup Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka
Bjarni Benediktsson segir það til marks um styrkleika íslensks efnahagslífs að bandaríski stórbankinn Goldman Sachs og vogunarsjóðir kaupi 30 prósenta hlut í Arion banka. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Frosti Sigurjónsson hafa gagnrýnt söluna. Frosti varar við því að arður af háum vaxtagreiðslum almennings renni úr landi.
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál
Kaupþingsmenn nota Guðmundar- og Geirfinnsmál í áróðursskyni
„Flest bendir til þess að stemmningin í samfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í báðum málum,“ segir í Facebook-færslu Dagsljóss, félags fyrrverandi Kaupþingmanna. Al-Thani málið er borið saman við Guðmundar- og Geirfinnsmál.
FréttirPanamaskjölin
Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, átti félag í skattaskjólinu Tortólu ásamt eiginkonu sinni. Benedikt stofnaði líka félag í Lúxemborg sem umtalsvert skattahagræði var af. Bjarni Benediktsson var fulltrúi föður síns í stjórnum margra fyrirtækja á árunum fyrir hrun, meðal annars skipafélagsins Nesskipa sem átti dótturfélög í Panama og á Kýpur.
ÚttektAuðmenn
Ólafur stýrir veldi sínu úr fangelsinu
Ólafur Ólafsson í Samskipum er stóreignamaður þrátt fyrir að hafa tapað hlutabréfum í Kaupþingi og HB Granda. Fasteignir hans eru verðmetnar á um 18 milljarða króna og hann á sjöunda stærsta fyrirtæki landsins sem veltir nærri 90 milljörðum króna. Hann staðgreiddi 175 fermetra íbúð í Skuggahverfinu í fyrra. Tók milljarða í arð til Hollands fyrir hrun og hefur haldið því áfram eftir hrun.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Hvað vantar hérna?
Hvers vegna er einn hópur dæmdra manna sem iðrast ekki og varpar ábyrgðinni yfir á aðra?
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.