Ólafur Ólafsson fjárfestir á sjöunda stærsta fyrirtæki landsins, Samskip, sem veltir nærri 90 milljörðum króna á hverju ári. Samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar er fyrirtæki Ólafs á þessum stað á þessum lista yfir stærstu fyrirtæki landsins og þar með ofar en elsta skipafélag landsins, Eimskip. Frjáls verslun birti þennan lista í lok síðasta árs og eru upplýsingarnar um tekjur Samskipa teknar úr ársreikningi fyrirtækisins.
En þetta er bara stærsta fyrirtækið sem Ólafur Ólafsson á að hluta til eða að öllu leyti í dag því hann á stórt fasteignafélag, bifreiðaumboð, iðnfyrirtæki og stefnir á uppbyggingu í hótelbransanum á Íslandi. Þá er Ólafur stofnandi og fjárhagslegur bakhjarl tónlistarsjóðsins Kraums sem er veitur styrki til íslenskra tónlistarmanna. Fyrirtækjanet Ólafs teygir sig svo út fyrir landsteinana þar sem eignarhaldið á til dæmis Samskipum er í gegnum hollenskt eignarhaldsfélag en Ólafur hefur notað eignarhaldsfélög í því landi til að halda utan um fyrirtækjaeignir sínar á Íslandi.
„Ég held að við höfum allir nóg að gera“
Stýrir fyrirtækjaneti af Kvíabryggju
Ólafur Ólafsson stýrir Samskipum, sem og öðrum eignum fyrirtækjum sínum, frá fangelsinu Kvíabryggju á Snæfellsnesi þar sem hann afplánar nú fjögurra og hálfs árs dóm í markaðsmisnotkunarmálinu sem kennt er við sjeikinn Al-Thani frá Katar
Athugasemdir