Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Gefinn plús fyrir erlenda peninga“

Eng­inn er­lend­ur banki kom að kaup­un­um á Bún­að­ar­banka Ís­lands. Ólaf­ur Ólafs­son setti ekki krónu af eig­in fé í fjár­fest­ing­una en hagn­að­ist þó gríð­ar­lega á henni.

„Gefinn plús fyrir erlenda peninga“
Ólafur Ólafsson Var sagður „prímusmótorinn“ að baki tilboði S-hópsins.

Ólafur Ólafsson kom ekki með neitt eigið fé inn í viðskiptin um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Honum tókst að blekkja ríkið á þann veg að erlendur banki ætlaði að taka þátt í fjárfestingunum, og hagnaðist að lokum gríðarlega á fléttunni. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans.

Frá upphafi söluferlis íslensku bankanna, seint á árinu 2002, var ljóst að kæmi erlendur aðili að kaupunum væri líklegt að viðkomandi kaupendur væru séðir í jákvæðu ljósi. Eins og formaður framkvæmdanefndar um sölu bankanna sagði á einkafundi með fulltrúum S-hópsins, væri „gefinn plús fyrir erlenda peninga“.

Ólafur safnaði saman nokkrum íslenskum fyrirtækjum með nægt fjármagn til þess að geta staðið að kaupunum. En hann þurfti einnig að fá erlent nafn með sér í hópinn til þess að gera tilboðið það allra vænlegasta, og þannig kemur til að starfsmenn franska bankans Societe General voru fengnir með í fléttuna.

Þeirra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár