Dagsljós, félag sakborninga í Al Thani-málinu svonefnda, ber Guðmundar- og Geirfinnsmál saman við Al-Thani málið í Facebook-færslu. Tilefnið er niðurstaða endurupptökunefndar sem kynnt var í gær um að heimila að Guðmundar- og Geirfinnsmál yrðu tekin upp að nýju.
„Málin eru gjörólík í alla staði en eiga þó það sameiginlegt að dómstóll götunnar hafði dæmt í báðum þessum málum áður en þau komu fyrir dóm,“ segir í færslu Dagsljóss. „Flest bendir til þess að stemmningin í samfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í báðum málum eins og nú hefur í raun verið staðfest.“
Dagsljós var sett af stað í fyrra sem samstarfsverkefni fyrrverandi Kaupþingsmanna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Magnúsar Guðmundssonar og Ólafs Ólafssonar sem allir hlutu þunga dóma í Al-Thani málinu. Hæstiréttur sakfelldi þá fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en þeir kærðu niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur nú málið til athugunar. Freyr Einarsson, fyrrverandi yfirmaður sjónvarps, frétta og …
Athugasemdir