Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framsóknarmenn gagnrýna fréttaflutning af fjárkúgun

„Í hvernig sam­fé­lagi vilj­um við búa?“ spyrja fram­sókn­ar­menn sem gagn­rýna frétta­flutn­ing af fjár­kúg­un. Full­trúi fram­sókn­ar vill um­ræðu um mál­ið á næsta stjórn­ar­fundi RÚV. Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar seg­ir að áhersl­an sé lögð á sam­særi og dylgj­ur.

Framsóknarmenn gagnrýna fréttaflutning af fjárkúgun
Kristinn Dagur Gissurarson Mynd: Getty

Fréttaflutningur af tilraun systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur til að kúga fé af forsætisráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur af bæði framsóknarmönnum og hægri mönnum í gær og í dag.

Kristinn Dagur Gissurarson
Kristinn Dagur Gissurarson

Á meðal þeirra sem gagnrýna fréttaflutninginn er fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn RÚV, Kristinn  Dagur Gissurarson. Kjarninn greinir frá vilja hans til að stjórn ræði málið á næsta stjórnarfundi. Þetta kemur fram í athugasemd hans við Facebook færslu Kristins Jónssonar. „Það verður að segjast eins og er að hér er ekki vönduð fréttamennska á ferðinni af hálfu RÚV - Fréttir. Mun hvetja til þess að þetta verði rætt á næsta fundir stjórnar. Stjórnin ber nefnilega ábyrgð á því að RÚV starfi eftir þeim lögum sem um þá stofnun hafa verið sett af Alþingi,“ skrifar Kristinn Dagur. 

Dylgjur, spuni og samsæri

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa einnig tjáð sig um fréttaflutninginn á Facebook-síðum sínum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði til að mynda að í nágrannalöndum hefði kastljósið beinst að glæpnum, fjárkúgunni.

Hér hafi hins vegar verið staldrað við efni bréfsins, hótun um að upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við útgefanda DV.

„Umræðan í fjölmiðlum um fjárkúgun á forsætisráðherra landsins snýst ekki um hið glæpsamlega athæfi sem var framið af ásettu ráði - heldur dylgjur, spuna og samsæri,“ skrifaði Vigdís.

Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi ÍNN skrifaði við þá færslu: „Sennilega eitt skýrasta dæmi seinni tíma um „Hell hath no fury like a woman scorned“.“

Aðgát í nærveru sálar

Jóhanna María Sigmundsdóttir
Jóhanna María Sigmundsdóttir

Björn Ingi Hrafnsson óskaði eftir því í stöðuuppfærslu að aðskyld yrði höfð í nærveru sálar. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir orð hans á Facebook-síðu sinni: „Fjárkúgunarmálið er allt hið undarlegasta og læt ég það liggja í hlut lögreglu að greiða úr því. Þó verð ég að segja að viðbrögð fjölmiðla hafa verið til skammar. Til dæmis æsifréttamennska RÚV í kvöld í þessu máli sem er að sjálfsögðu erfitt fyrir þá sem að málinu koma og þá sem þeim næst standa. Og það á meðan verið er að rannsaka málið. Fjölskyldur stjórnmálamanna þurfa að þola nóg áreiti og umtal þó ekki berist bréf inn á heimili þeirra á borð við það sem eiginkona forsætisráðherra fékk.

Og sorglegt er að heyra að samstarfsmenn sem eiga að vita upp á hár hversu erfitt svona lagað getur verið þurfi að reyna nýta sér stöðuna til að vinna sér inn pólitísk prik í stað þess að sýna ögn af stuðningi. Nei frekar eru getgátur, hálfkæringur og sögusagnir látnar stýra ummælum þeirra. Þarna er um að ræða lögreglurannsókn og mögulegan fangelsisdóm, það er ekki mál sem á að nýta sér til framdráttar – frekar að leyfa því að eiga eðlilegan farveg hjá lögreglu. 

Geymum getgáturnar og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ skrifar Jóhanna.

Ætlaði að krefjast svara

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Vísaði hún þar til þess að Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sagðist ætla að krefjast svara við því hvernig hugsanlegum tengslum og eignarhaldi forsætisráðherra á fjölmiðlum væri háttað. „Mér finnst nauðsynlegt að fá svör við þessu og ætla að leita leiða til að gera það í gegnum stjórnskipunar og eftirlitsnefnd eða í fyrirspurnartíma,“ sagði Birgitta í gær. Seinna um daginn sagðist hún hins vegar hafa bakþanka. „ Eftir á að hyggja þá tel ég ekki að nefndin sé rétti vettvangurinn. Fjölmiðlanefnd er sú nefnd sem fer með þessi mál og samkvæmt lögum þeim sem nefndin starfar eftir er ekki kallað eftir upplýsingum um hvaðan stofnfé á uppruna sinn. Því munum við sennilega aldrei fá upplýsingar um þetta mál sem mun leiða málið algerlega til lykta. En samkvæmt nýjustu fréttum telur fjölmiðlanefnd að ekkert sé athugavert við eignarhaldið. Því mun ég ekki gera meira í málinu.“

Fleiri höfðu hins vegar tekið í svipaðan streng og Birgitta. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir skrifaði til að mynda á Facebook: „Sé sagan sönn er þetta býsna alvarlegt mál og leiðir hugann að Berlusconi: auðmaður í stóli forsætisráðherra fjármagnar kaup á krítískasta fjölmiðli landsins til að þagga niður í þeirri rödd og eignast enn eitt málgagnið.“

Fjárkúgunin mergur málsins

Þórunn Egilsdóttir
Þórunn Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknar, vísaði hins vegar til barnanna. „Nú er ég verulega hugsi. Hvert stefnum við sem samfélag? Eigum við ítrekað að leyfa illmælgi og lágkúrulegum málflutningi að stjórna umræðunni?

Fréttir af mögulegu tilefni kúgunarbréfsins til forsætisráðherra og hugsanlegu innihaldi þess hafa dregið athyglina frá alvarleika málsins. Það er grafalvarlegt að forsætisráðherra þjóðarinnar skuli verða fyrir tilraun til fjárkúgunar. Það er mergur málsins.

Margar skrítnar fréttir hafa birst í dag. Hótunarbréfið hefur hvergi birst, en fjölmiðlar hafa verið ófeimnir við að birta getgátur um innihaldið og draga af því ýmsar ályktanir. Þar er farið út á hálan ís og dapurlegt þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tekur undir hótanir fjárkúgara og reynir að nýta þær í pólitískum tilgangi. Hvernig væri nú að staldra við og ígrunda í hvernig samfélagi við við viljum búa? Hvað viljum við hafa fyrir börnum okkar og hverju viljum við dreifa? Eigum við ekki bara að hlú aðeins hvert að öðru?“

Ljótur leikur RÚV

Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson

Páll Vilhjálmsson, bloggari sem Morgunblaðið vitnar ítrekað í í Staksteinum skrifaði þrjár bloggfærslur um málið. Ein þeirra varð til þess að Kristinn Dagur lét fyrrnefnd ummæli falla.

Páll velti upp tengslum Malínar við RÚV. „Fréttastofa RÚV gerir Framsóknarflokkinn að skotmarki í fjárkúgunarmálinu. Fréttastofan fullyrðir að Björn Ingi Hrafnsson sé flokksbróðir forsætisráðherra. Björn Ingi á ekki aðild að málinu, sem snýst um tilraun systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand að kúga fé úr forsætisráðherra.

Í frétt RÚV er ekki tekið fram að Malín var til skamms tíma fréttamaður RÚV. Hún sat til dæmis á sakabekk með fyrrverandi fréttastjóra RÚV, Óðni Jónssyni.

Hafi RÚV minnsta áhuga að upplýsa baksvið fjárkúgunarmálsins er nærtækara að segja frá störfum Malínar Brand fyrir RÚV fremur en að draga framsóknarmennsku Björns Inga inn í málið. En RÚV stundar ekki fréttamennsku heldur áróður þegar kemur að fréttum um stjórnmál,“ skrifar Páll.

Í annarri færslu spyr Páll hvort Malín sjálf sé heimildarmaður RÚV. „Þessi ljóti leikur RÚV er því siðlausari að annar gerendanna, Malín Brand, var fréttamaður RÚV til skamms tíma,“ skrifar Páll.

Vill gamla góða Ísland

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson

Maðurinn sem Framsókn ætlaði að tilnefna sem sinn fulltrúa í mannréttindaráð Reykjavíkur, Gústaf Níelsson, sagnfræðingur, tjáði sig einnig um málið út frá „nýja Íslandi“.

„Það leynir sér ekki að „Nýja Ísland" er í mótun. Auðvitað var við því að búast að hinn nýi leiðtogi skoðanakannana um stjórnmálastyrk tæki frumkvæðið og héldi áfram að þoka sér út á glerhált svell stjórnmálanna. Nú bíður maður spenntur eftir því hvort að hann fari nógu langt, þannig að hyldýpið eitt taki við þegar ísinn brestur.

Nú er þessi elska, kapteinn Píratanna, nýbúinn að aka sínum skítadreifara um Skagafjörðinn í krafti valds skoðanakannana og fá skömm fyrir,“ skrifaði Páll.  

„En það skrítnasta í þessu máli öllu er hlutur fjölmiðla og svokallaðs fjölmiðlafólks. Það er að koma betur og betur í ljós að fjölmiðlar á Íslandi lúta ekki ritstjórn og skiptir þá engu máli hvort þeir séu í opinberri eigu. „Fjölmiðlabörnin" ganga sjálfala um gáttir. Ef þessi háttsemi túlkar „Nýja Ísland" allt frá Birgittu Jónsdóttur til Guðmundar Andra vil ég frekar þetta gamla góða Ísland,“ skrifar Gústaf.

„Skúrkatíð og gúrku“

Jóhannes Þór Skúlason
Jóhannes Þór Skúlason

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jóhannes Þór Skúlason, tók í annan streng. Hann endurbirti kvæði þetta kvæði af Twitter:

„Stóðu tvær í hrauni.
Tóku Hlín ok Malín
höndum löggr ok bundu.
Títt var um tróðu twittað.
Gárungar stafrænt pára.
Harmleikr mannlegr, hvarmar
þingmanns vökna og Binga.
Skúrkatíð og gúrku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár