Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Allir forsetaframbjóðendur andvígir stóriðju

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við ann­arri spurn­ing­unni: „Hvað finnst þér um stefnu stjórn­valda und­an­farna ára­tugi varð­andi stór­iðju?“

Allir forsetaframbjóðendur andvígir stóriðju
Frambjóðendurnir. Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við fyrstu spurningunni:

Hvað finnst þér um stefnu stjórnvalda undanfarna áratugi varðandi stóriðju?


Andri Snær Magnason 

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

Ég sé bara mjög skýrt hvernig sagnfræðingar munu skrifa um tímabilið frá maí 1997, þegar stóriðjustefnan hófst fyrir alvöru. Eftir það þurfti aktívisma og í rauninni grasrótarhreyfingu til að tala fyrir nýsköpun. Við þurfum að skapa grasrótarhreyfingu til að fá að vera milljónamæringar eins og í Sílikondal. Leiðtogar okkar töluðu alls ekki fyrir þeirri framtíðarsýn á löngu tímabili, töluðu það jafnvel bara niður og gerðu lítið úr því. Ef einhver hefði sagt fyrir 20 árum: „Hvað eigum við að gera í framtíðinni?“ og ég hefði sagt: „Af hverju búum við ekki til lappir fyrir fótalausa svo þeir geti keppt á Ólympíuleikunum?“ þá hefði fólk sagt að ég væri vitleysingur. Þessi 0,1% sem er álframleiðsla heimsins fyllti rýmið okkar. Fyllti blöðin okkar. Við vorum með 0,1% af möguleikum heimsins sem fyllti samfélagsumræðuna, blöðin, dalina uppá hálendi. Klufu okkur í herðar niður sem þjóð. Stóriðjustefnan var hörmung, raunverulega. Segjum sem svo að það að hafa eitt iðjuver á landinu sé eðlilegur hluti af 300 þúsund manna samfélagi, en stóriðjustefnan sem stefndi raunverulega að eyðileggingu hálendis Íslands, hún á eftir að vera dæmd mjög hart í framtíðinni. En það fer líka eftir því hver fær að skrifa söguna, hvort það verður ég eða einhver annar.


Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar kemur að óafturkræfum mannvirkjum og starfsemi sem skaðar náttúruna. Ein af okkar stærstu og mest vaxandi atvinnugreinum byggist á hreinni náttúru.

Ég vil virkja forsetaembættið á alþjóðavettvangi og tala fyrir að hér rísi aþjóðleg miðstöð friðar, lýðræðisumbóta, mannréttinda og náttúruverndar. Þetta gæti aukið landsframleiðslu okkar um 600 milljarða á ári og skapað þúsundir starfa. Ég tel sterkar líkur á því að fá höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og tengdar stofnanir til Íslands. Þegar er mikil undiralda erlendis að flytja höfuðstöðvarnar frá New York á hlutlausari stað. Ísland gæti orðið álitlegur kostur í þeirri umræðu sé unnið að því markvisst.

Fyrir 30 árum var Reykjavík valin sem fundarstaður valdamestu manna heims sem markaði upphaf að lokum kalda stríðsins. Ísland var valið undir eitt þekktasta friðarmerki heims, Lennon friðarljósið. Ísland hefur nú tækifæri að verða valið sem framtíðarheimili S.Þ. ef við beitum okkur af krafti í því máli.


Elísabet Jökulsdóttir

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Ég er bara á móti stóriðju. Soldið fanatísk með það. Mér finnst það ætti að vera heildarstefna að hafa ekki stóriðju í landinu. Nú er RioTinto að rassskella verkfallsmenn. Þeir hafa ekki borgað skatta. Landflæmi eru eyðilögð til að þessir auðjöfrar komi hér með fabrikkurnar sínar. Þetta er ekki virðingu okkar samboðið. Við sem Íslendingasagnaþjóð, og þjóð sem er búin að þrauka hérna í þúsund ár, hljótum að geta fundið upp á einhverju öðru.


Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Þegar Kristján Eldjárn vígði Búrfellsvirkjun vorið 1970 þá minntist hann á það að hér værum við sem þar voru á mörkum hins byggða lands á Íslandi. Þarna hefðu íbúar hrakist á brott við Heklugos og náttúran hefði haft yfirhöndina. Nú værum við að beisla hana, nú hefðu Íslendingar vinninginn yfir náttúrunni, en yrðu um leið að bera virðingu fyrir henni. Ég vann uppi í Búrfellsvirkjun nokkur sumur og fátt er eins fögur náttúrusýn og þegar geislar sólarinnar leika um þetta fallega stöðvarhús undir Sámstaðamúla, en við erum að vakna til vitundar um það að fossar og gæði landsins eru ekki mæld í megawöttum eingöngu og nýir tímar eru að renna upp. Stóriðjuskeiðið er að ég hygg að breytast. Við Íslendingar viljum ekki eingöngu hugsa sem svo að hér geti komið álver og það skapi ákveðið mörg störf og þess vegna þurfi að virkja einhvers staðar. Svona hugsunarháttur er liðinn og ég held að stjórnvöld geri sér grein fyrir því, og ef þau gera það ekki þá þarf forsetinn náttúrlega að vera á vaktinni.


Guðrún Margrét Pálsdóttir

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Hún hefur verið atvinnuskapandi en jafnframt raskað náttúrunni á viðkvæmum svæðum. Ég held að ætti að fara varlega í stóriðjuframkvæmdir og meta vel hver umhverfisáhrifin verða til að forða náttúruslysum sem frekast er unnt. Við þurfum einnig að gæta þess að mengun sé í algjöru lágmarki og framkvæmdir séu arðbærar fyrir þjóðina. Við þurfum að vera vandfýsin á hvers konar starfsemi er um að ræða og hafa ekki öll eggin í sömu körfu.


Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Ég tel að þetta sé eitt af þeim málum sem þjóðin þarf að ræða, hún þarf að setja sér  langtíma markmið og vega og meta ávinning á móti fórnarkostnaði. Ég er fylgjandi fjölbreytni í atvinnusköpun og vara við því að ein atvinnugrein vegi mun þyngra en aðrar. Við þurfum að dreifa áhættunni. Einnig þarf að skilgreina áhrif á náttúru, landslag og loftslag mun betur en gert hefur verið til þessa   og búa svo um hnútana að þær auðlindir sem ákveðið er að nýta skili sem mestum verðmætum til samfélagsins. 


Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Mér finnst þetta bara orðið ágætt. Finnst við eigum að veita meiri athygli núna smærri fyrirtækjum og nýsköpun. Við höfum staðið okkur vel í því en gætum gert enn betur. Fara að hugsa smærra, á micro leveli. Hafa lítil fyrirtæki í heimabyggðum í staðinn fyrir að þurfa alltaf að sameina stór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Halda litlu byggðunum í byggð með litlum úrræðum, eins og það er búið að vera mikil uppbygging á Höfn í Hornafirði sem hefur ekkert með stóriðju að gera. Humarhótelið og allt í kringum það, veitingastaðir og fleira. Þetta er dæmi um nýsköpun sem hjálpaði heilu byggðarlagi. Þeir veiða humar þegar veiðitíminn er og svo geyma þeir hann lifandi í hólfunum og selja hann svo þegar hæsta verðið fæst fyrir hann, þannig virkar það. Allar svona góðar hugmyndir eru eitthvað sem við eigum að leggja alúð og rækt við. Stjórnvöld eiga miklu frekar að setja pening í þetta. Líka að setja peninga í að rækta grænmeti svo við getum verið sjálfbær í grænmetisframleiðslu, og leyfa grænmetisbændum frekar að fá álversraforkuverð, frekar en að láta þá punga öllu út af því við þurfum að hafa grænmetisframleiðslu í landinu. Miklu umhverfisvænna er að rækta grænmeti heldur en að bræða ál.


Sturla Jónsson

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Ég er ekki sáttur við hana. En hins vegar er það þannig að þegar maður er kominn í sætið getur maður ekki gert það að einleik að tala það niður, og þá komum við aftur að því, að fólkið getur haft áhrif á þetta, því stóriðjan fer ekki í gang nema með lagasetningu. Þá getum við komið þessu valdi til fólksins. Við sem þjóð náum ekki að nota 10% af því rafmagni sem verið er að framleiða. Af hverju erum við ekki með smáiðnað sem við gætum nýtt rafmagnið í?


* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár