Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forstjóri Mjólkursamsölunnar mótar landbúnaðarstefnu Sjálfstæðisflokksins

Í lands­fundarálykt­un at­vinnu­vega­nefnd­ar flokks­ins, þar sem Ari Edwald gegn­ir for­mennsku, er lögð áhersla á „eðli­lega“ sam­keppni og að land­bún­að­ur sé rek­inn á mark­aðs­for­send­um. Í síð­ustu viku var Mjólk­ur­sam­sal­an sekt­uð fyr­ir sam­keppn­is­brot og mis­notk­un á mark­aðs­ráð­andi stöðu.

Forstjóri Mjólkursamsölunnar mótar landbúnaðarstefnu Sjálfstæðisflokksins

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, er formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins, þeirrar málefnanefndar sem mótar stefnu flokksins í atvinnu-, auðlinda-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum á landsfundi. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna í síðustu viku vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brotin voru framin áður en Ari tók við sem forstjóri fyrirtækisins, en hann hefur tekið til varna fyrir fyrirtækið í fjölmiðlum og fullyrt að kostnaðurinn af sektinni muni lenda á neytendum. 

 

„MS misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu þetta hráefni á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. Var þetta til þess fallið að veita MS og tengdum aðilum verulegt samkeppnisforskot gagnvart keppinautum,“ segir í reifun á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti, en það er til þess fallið að skaða á endanum hagsmuni neytenda og bænda. Þá liggur fyrir að MS veitti Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og lét undir höfuð leggjast að upplýsa eftirlitið um mikilvæg gögn. Hefur það tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni.“

Tollvernd MS uppreiknuð

Í ályktun atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins frá landsfundi í október 2015, undir formennsku Ara, er lögð rík áhersla á heilbrigða og eðlilega samkeppni og sérstaklega tekið fram að landbúnaður skuli rekinn á markaðsforsendum. Þá hvatti atvinnuveganefnd til þess að gerð búvörusamninga yrði lokið sem fyrst til að eyða óvissu um starfsskilyrði landbúnaðarins. 

Nokkrum mánuðum síðar, þann 19. febrúar á þessu ári, voru umræddir búvörusamningar undirritaðir í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár