Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Formaður Íslandsdeildar Amnesty ritstýrir vefriti sem gagnrýnir druslugönguna og vill leggja niður mannréttindaráð

Hörð­ur Helga­son er ann­ar af rit­stjór­um Vef­þjóð­vilj­ans. „Ég er ekki hér að lýsa mín­um per­sónu­legu skoð­un­um, ekki frek­ar en nein­ir aðr­ir úr stjórn sam­tak­anna,“ seg­ir hann frá Dublin, þar sem al­þjóða­þing Am­nesty fer fram.

Formaður Íslandsdeildar Amnesty ritstýrir vefriti sem gagnrýnir druslugönguna og vill leggja niður mannréttindaráð

Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, hefur ritstýrt Vefþjóðviljanum, vefriti áhugamannafélagsins Andríkis, frá árinu 1997. Vefritið hefur gagnrýnt druslugönguna harðlegahvatt til þess að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sé lagt niðurkvartað undan útþynntri mannréttindaumræðu og hæðst að þeim sem vilja að löggjafinn leggi stein í götu vændis

Aðspurður hvort hann skrifi sjálfur á vefinn segir Hörður: „Ég held nú að það sé ekkert gefið upp hverjir skrifa þarna. Þannig var það allavega fyrir einhverjum árum síðar.“ En er hann sammála flestu sem stendur á síðunni? „Ég held að ég ætli ekkert að gefa upp um það hverju ég er sammála og hverju ekki. Menn myndu bara fara að mistúlka það“ segir Hörður sem telur að ósanngjarnt væri að tengja skrifin á Vefþjóðviljanum við þau störf sem hann gegnir.

Hörður er staddur á alþjóðaþingi Amnesty International í Dublin um þessar mundir. „Ég er ekki hér að lýsa mínum persónulegu skoðunum, ekki frekar en neinir aðrir úr stjórn samtakanna eða aðrir fulltrúar hér,“ segir hann. Fyrir þinginu liggur meðal annars umdeild tillaga um að Amnesty beiti sér fyrir afglæpavæðingu vændis. Í viðtali í Morgunútgáfunni á Rás 1 um helgina sagði Hörður mikilvægt að fram færi yfirveguð umræða um hag vændiskvenna. Sjö íslensk kvennasamtök hafa ályktað gegn tillögunni og hvatt Íslandsdeildina til að leggjast gegn henni. Vefþjóðviljinn hefur hins vegar talað fyrir lögleiðingu vændis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár