Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Formaður Íslandsdeildar Amnesty ritstýrir vefriti sem gagnrýnir druslugönguna og vill leggja niður mannréttindaráð

Hörð­ur Helga­son er ann­ar af rit­stjór­um Vef­þjóð­vilj­ans. „Ég er ekki hér að lýsa mín­um per­sónu­legu skoð­un­um, ekki frek­ar en nein­ir aðr­ir úr stjórn sam­tak­anna,“ seg­ir hann frá Dublin, þar sem al­þjóða­þing Am­nesty fer fram.

Formaður Íslandsdeildar Amnesty ritstýrir vefriti sem gagnrýnir druslugönguna og vill leggja niður mannréttindaráð

Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, hefur ritstýrt Vefþjóðviljanum, vefriti áhugamannafélagsins Andríkis, frá árinu 1997. Vefritið hefur gagnrýnt druslugönguna harðlegahvatt til þess að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sé lagt niðurkvartað undan útþynntri mannréttindaumræðu og hæðst að þeim sem vilja að löggjafinn leggi stein í götu vændis

Aðspurður hvort hann skrifi sjálfur á vefinn segir Hörður: „Ég held nú að það sé ekkert gefið upp hverjir skrifa þarna. Þannig var það allavega fyrir einhverjum árum síðar.“ En er hann sammála flestu sem stendur á síðunni? „Ég held að ég ætli ekkert að gefa upp um það hverju ég er sammála og hverju ekki. Menn myndu bara fara að mistúlka það“ segir Hörður sem telur að ósanngjarnt væri að tengja skrifin á Vefþjóðviljanum við þau störf sem hann gegnir.

Hörður er staddur á alþjóðaþingi Amnesty International í Dublin um þessar mundir. „Ég er ekki hér að lýsa mínum persónulegu skoðunum, ekki frekar en neinir aðrir úr stjórn samtakanna eða aðrir fulltrúar hér,“ segir hann. Fyrir þinginu liggur meðal annars umdeild tillaga um að Amnesty beiti sér fyrir afglæpavæðingu vændis. Í viðtali í Morgunútgáfunni á Rás 1 um helgina sagði Hörður mikilvægt að fram færi yfirveguð umræða um hag vændiskvenna. Sjö íslensk kvennasamtök hafa ályktað gegn tillögunni og hvatt Íslandsdeildina til að leggjast gegn henni. Vefþjóðviljinn hefur hins vegar talað fyrir lögleiðingu vændis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu