Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Formaður Íslandsdeildar Amnesty ritstýrir vefriti sem gagnrýnir druslugönguna og vill leggja niður mannréttindaráð

Hörð­ur Helga­son er ann­ar af rit­stjór­um Vef­þjóð­vilj­ans. „Ég er ekki hér að lýsa mín­um per­sónu­legu skoð­un­um, ekki frek­ar en nein­ir aðr­ir úr stjórn sam­tak­anna,“ seg­ir hann frá Dublin, þar sem al­þjóða­þing Am­nesty fer fram.

Formaður Íslandsdeildar Amnesty ritstýrir vefriti sem gagnrýnir druslugönguna og vill leggja niður mannréttindaráð

Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, hefur ritstýrt Vefþjóðviljanum, vefriti áhugamannafélagsins Andríkis, frá árinu 1997. Vefritið hefur gagnrýnt druslugönguna harðlegahvatt til þess að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sé lagt niðurkvartað undan útþynntri mannréttindaumræðu og hæðst að þeim sem vilja að löggjafinn leggi stein í götu vændis

Aðspurður hvort hann skrifi sjálfur á vefinn segir Hörður: „Ég held nú að það sé ekkert gefið upp hverjir skrifa þarna. Þannig var það allavega fyrir einhverjum árum síðar.“ En er hann sammála flestu sem stendur á síðunni? „Ég held að ég ætli ekkert að gefa upp um það hverju ég er sammála og hverju ekki. Menn myndu bara fara að mistúlka það“ segir Hörður sem telur að ósanngjarnt væri að tengja skrifin á Vefþjóðviljanum við þau störf sem hann gegnir.

Hörður er staddur á alþjóðaþingi Amnesty International í Dublin um þessar mundir. „Ég er ekki hér að lýsa mínum persónulegu skoðunum, ekki frekar en neinir aðrir úr stjórn samtakanna eða aðrir fulltrúar hér,“ segir hann. Fyrir þinginu liggur meðal annars umdeild tillaga um að Amnesty beiti sér fyrir afglæpavæðingu vændis. Í viðtali í Morgunútgáfunni á Rás 1 um helgina sagði Hörður mikilvægt að fram færi yfirveguð umræða um hag vændiskvenna. Sjö íslensk kvennasamtök hafa ályktað gegn tillögunni og hvatt Íslandsdeildina til að leggjast gegn henni. Vefþjóðviljinn hefur hins vegar talað fyrir lögleiðingu vændis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár