Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamannaspurningin: Gunnar Bragi lofaði engri ákveðinni tölu

Ut­an­rík­is­ráð­herra fund­aði með öðr­um ut­an­rík­is­ráð­herr­um Norð­ur­landa og Eystra­salts­ríkja á mið­viku­dag­inn og fimmtu­dag­inn. Fyr­ir Ís­lands hönd und­ir­strik­aði hann tví­þætta nálg­un sem fæl­ist í stuðn­ingi við fólk á stríðs­hrjáð­um svæð­um sem og mót­töku fleira flótta­fólks.

Flóttamannaspurningin: Gunnar Bragi lofaði engri ákveðinni tölu
Vill ekki taka þátt í „pissukeppni“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt í viðtali að hann vilji ekki taka þátt í pissukeppni í umræðunni um flóttamannaspurninguna og nefni því engar tilteknar tölur þegar hann ræðir um hversu mörgum flóttamönnum Íslendingar muni taka við á næstunni.

„Gunnar Bragi [Sveinsson] sagði að íslensk stjórnvöld og íslenska þjóðin hefðu brugðist hratt við og mikil undirbúningsvinna væri nú í gangi víðs vegar um landið,“ segir í svari frá upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, Urði Gunnarsdóttur, þegar hún er spurð hvað Ísland hefði lagt til málanna sem sitt innlegg í umræðum og aðgerðum til bregðast við komu flóttamanna til Evrópu á fundi sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat með öðrum utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á miðvikudaginn og fimmtudaginn í síðustu viku. 

Greint var frá fundinum á vefsíðu utanríkisráðuneytisins og var fleira rætt á honum en flóttamannaspurningin. „Flóttamannavandinn, loftslagsmál, samskipti við Rússland og þróun mála í Úkraínu voru meðal þess sem rætt var á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í gær og í dag.“

Í svarinu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Gunnar Bragi hafi á fundinum einnig undirstrikað mikilvægi þess að ríki Evrópu myndu leggja sitt af mörkum til að styrkja það starf sem unnið er til að hjálpa flóttamönnunum í þeim löndum sem þeir koma frá. „Fyrir utan móttöku flóttamanna til Íslands og annarra ríkja væri afar brýnt að Evrópuríki styrktu þróunaraðstoð og mannúðarstarf á þeim stríðshrjáðu svæðum sem flóttafólk streymi nú frá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu