Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fámennt í niðurgreiddri glæsiveislu þingsins

Mót­mæl­end­ur sátu fyr­ir skart­klædd­um þing­mönn­um. Vel fór á með hóp­un­um.

Fámennt í niðurgreiddri glæsiveislu þingsins
Forseti og mótmælendur Ólafur Ragnar Grímsson spjallar við mótmælendur í anddyri Bændahallarinnar. Myndir: pressphotos.biz Mynd: pressphotos.biz

Fáir mættu í þingveislu sem boðað var til í Bændahöllinni í kvöld. Rúmlega 50 þingmenn og makar höfðu boðað komu sína en heimildamaður Stundarinnar taldi að mun færri hefðu mætt til samkomunnar sem hófst klukkan 19 í kvöld. Nokkrir mótmælendur sátu fyrir spariklæddum gestunum sem skörtuðu sínu besta.

Umdeild
Umdeild Varaþingmaðurinn og borgarfulltrúinn, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, geislaði af gleði og þokka. Hjá henni er stund milli stríða eftir harkaleg átök í borgarstjórn.

Fyrrverandi og núverandi
Fyrrverandi og núverandi Hjónin Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra, og Sigrún Magnúsdóttir, núverandi ráðherra. Einsdæmi að hjón gegni ráðherraembættum.

Vel fór þó á með hópunum sem spjölluðu saman í góðu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, gaf sig á tal við mótmælendur sem vildu að hann beitti sér fyrir lýðræðisumbótum með vísan til framgöngu utanríkisráðherra.

Forsetinn tók ábendingunni vel en áréttaði að hann hefði í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til lýðræðisumbóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár