Fáir mættu í þingveislu sem boðað var til í Bændahöllinni í kvöld. Rúmlega 50 þingmenn og makar höfðu boðað komu sína en heimildamaður Stundarinnar taldi að mun færri hefðu mætt til samkomunnar sem hófst klukkan 19 í kvöld. Nokkrir mótmælendur sátu fyrir spariklæddum gestunum sem skörtuðu sínu besta.
Vel fór þó á með hópunum sem spjölluðu saman í góðu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, gaf sig á tal við mótmælendur sem vildu að hann beitti sér fyrir lýðræðisumbótum með vísan til framgöngu utanríkisráðherra.
Forsetinn tók ábendingunni vel en áréttaði að hann hefði í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til lýðræðisumbóta.
Athugasemdir