Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hagfræðingar fagna skynsamlegri áætlun um losun fjármagnshafta

„Áætl­un­in vernd­ar hag­kerf­ið og er um leið sann­gjörn í garð er­lendra kröfu­hafa,“ segja hag­fræð­ing­arn­ir Ás­dís Kristjáns­dótt­ir og Jón Daní­els­son

Hagfræðingar fagna skynsamlegri áætlun um losun fjármagnshafta

„Áformum Íslendinga um losun fjármagnshafta ber að fagna. Nú er rétti tíminn, enda teljast höftin efnahagslega skaðleg og eru afar óvinsæl. Áætlunin um losun haftanna er skynsamleg og mun að öllum líkindum heppnast vel,“ segir í grein eftir hagfræðingana Ásdísi Kristjánsdóttur og Jón Daníelsson sem birtist á vefnum VoxEU.com í gær. Ásdís er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Jón Daníelsson er prófessor við London School of Economics.

Í greininni útskýra þau hvers vegna gjaldeyrishöftin voru lögð á í upphafi og hvers vegna reynst hefur erfitt að losa þau. Ásdís og Jón benda á að helsta hindrunin á vegi þess hafi tengst uppgjöri á eignum föllnu bankanna. Nú virðist kröfuhafarnir hafa fallist á að greiða stöðugleikaframlag fremur en stöðugleikaskatt.

„Áætlunin verndar hagkerfið og er um leið sanngjörn“

„Áætlunin verndar hagkerfið og er um leið sanngjörn í garð erlendra kröfuhafa, sem munu eftir að hafa greitt út stöðugleikaframlagið, þó hafa hagnast vel á fjárfestingum sínum á Íslandi á hápunkti kreppunnar,“ segja þau. 

Þá benda þau á að hrun íslenska bankakerfisins er þriðja stærsta fyrirtækjahrun sögunnar, á eftir Lehman Brothers og Washington Mutual. Hins vegar er verg landsframleiðsla á Íslandi aðeins 0,1 prósent af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Umfang fjármálakerfisins var tíu sinnum meira en landsframleiðslan þegar bankarnir fór á hliðina árið 2008.

Grein Ásdísar og Jóns er á ensku, en textinn sem hér birtist er lausleg þýðing blaðamanns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár