Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hagfræðingar fagna skynsamlegri áætlun um losun fjármagnshafta

„Áætl­un­in vernd­ar hag­kerf­ið og er um leið sann­gjörn í garð er­lendra kröfu­hafa,“ segja hag­fræð­ing­arn­ir Ás­dís Kristjáns­dótt­ir og Jón Daní­els­son

Hagfræðingar fagna skynsamlegri áætlun um losun fjármagnshafta

„Áformum Íslendinga um losun fjármagnshafta ber að fagna. Nú er rétti tíminn, enda teljast höftin efnahagslega skaðleg og eru afar óvinsæl. Áætlunin um losun haftanna er skynsamleg og mun að öllum líkindum heppnast vel,“ segir í grein eftir hagfræðingana Ásdísi Kristjánsdóttur og Jón Daníelsson sem birtist á vefnum VoxEU.com í gær. Ásdís er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Jón Daníelsson er prófessor við London School of Economics.

Í greininni útskýra þau hvers vegna gjaldeyrishöftin voru lögð á í upphafi og hvers vegna reynst hefur erfitt að losa þau. Ásdís og Jón benda á að helsta hindrunin á vegi þess hafi tengst uppgjöri á eignum föllnu bankanna. Nú virðist kröfuhafarnir hafa fallist á að greiða stöðugleikaframlag fremur en stöðugleikaskatt.

„Áætlunin verndar hagkerfið og er um leið sanngjörn“

„Áætlunin verndar hagkerfið og er um leið sanngjörn í garð erlendra kröfuhafa, sem munu eftir að hafa greitt út stöðugleikaframlagið, þó hafa hagnast vel á fjárfestingum sínum á Íslandi á hápunkti kreppunnar,“ segja þau. 

Þá benda þau á að hrun íslenska bankakerfisins er þriðja stærsta fyrirtækjahrun sögunnar, á eftir Lehman Brothers og Washington Mutual. Hins vegar er verg landsframleiðsla á Íslandi aðeins 0,1 prósent af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Umfang fjármálakerfisins var tíu sinnum meira en landsframleiðslan þegar bankarnir fór á hliðina árið 2008.

Grein Ásdísar og Jóns er á ensku, en textinn sem hér birtist er lausleg þýðing blaðamanns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár