„Ég er eiginlega bara hvergi,“ segir Eze Okafor, hælisleitandi frá Nígeríu, sem er í miklu áfalli eftir að Útlendingastofnun synjaði honum um dvalarleyfi af mannúðarástæðum jafnvel þótt hann eigi unnustu og nána vini á Íslandi og að lífi hans sé ógnað verði hann sendur aftur til heimalandsins. „Ég veit ekki hvað ég á að gera á þessum tímapunkti, ég er svo ráðvilltur, ég veit ekki hvert ég á að fara,“ segir Eze sem hefur látið lítið fyrir sér fara í Svíþjóð alveg síðan honum var vísað frá Íslandi í maí í fyrra.
Sjá einnig: Ofsóttur af Boko Haram en Útlendingastofnun telur öruggt að senda hann til Nígeríu
Líkt og Stundin greindi frá á miðvikudag hefur Útlendingastofnun synjað umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin telur að honum sé ekki hætta búin í heimalandinu. Eze flúði Nígeríu árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna höfðu veitt honum alvarlegt stungusár …
Athugasemdir