Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekki til skoðunar að biðja ástandskonur afsökunar vegna meyjarhaftsrannsókna

Ís­lensk­ar kon­ur voru beitt­ar harð­ræði í rann­sókn­um á mögu­legu sam­neyti þeirra við er­lenda her­mann á ástands­ár­un­um. Þær hafa ekki feng­ið af­sök­un­ar­beiðni eða bæt­ur, ólíkt Breiða­vík­ur­drengj­um.

Ekki til skoðunar að biðja ástandskonur afsökunar vegna meyjarhaftsrannsókna
Innanríkisráðherra Ólöf Nordal, eða innanríkisráðuneyti hennar, hafa ekki borist beiðnir um aðkomu að málum kvenna sem voru beittar harðræði í rannsóknum á mögulegu samneyti íslenskra kvenna við erlenda hermenn á stríðsárunum. Mynd: Pressphotos

Ekkert formlegt erindi hefur borist innanríkisráðherra um upptöku á málum ástandskvenna og mun ráðuneytið því ekki skoða þau sérstaklega, að svo stöddu. 

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við spurningum blaðamanns frá í síðustu viku.

Meyjarhaftsrannsóknir á stúlkum

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað sérstaklega um „ástandið“ og fjallað er um þá hörku og óhóflegu valdbeitingu sem konur urðu fyrir af hendi yfirvalda. Í stuttu máli segir þar frá þeim umfangsmiklu persónunjósnum og þvingunum sem konur sættu af hendi lögreglukonunnar, Jóhönnu Knudsen og ungdómseftirliti hennar. 

Umfjöllunin styðst við heimildir frá yfirheyrslum, dómum og rannsóknaraðferðum sem draga upp afar svarta mynd af meðferð ungra kvenna. Meðal annars er þar um að ræða afar grófar lýsingar á yfirheyrslum auk málsmeðferða Ungmennaeftirlitsins á nafngreindum konum.

Dæmi eru um þvinganir þar sem stúlkurnar/konurnar voru sendar nauðugar í læknisskoðanir til að athuga hvort meyjarhaft þeirra væri rofið til að sanna eða afsanna mætti „sekt“ þeirra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár