Ekkert formlegt erindi hefur borist innanríkisráðherra um upptöku á málum ástandskvenna og mun ráðuneytið því ekki skoða þau sérstaklega, að svo stöddu.
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við spurningum blaðamanns frá í síðustu viku.
Meyjarhaftsrannsóknir á stúlkum
Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað sérstaklega um „ástandið“ og fjallað er um þá hörku og óhóflegu valdbeitingu sem konur urðu fyrir af hendi yfirvalda. Í stuttu máli segir þar frá þeim umfangsmiklu persónunjósnum og þvingunum sem konur sættu af hendi lögreglukonunnar, Jóhönnu Knudsen og ungdómseftirliti hennar.
Umfjöllunin styðst við heimildir frá yfirheyrslum, dómum og rannsóknaraðferðum sem draga upp afar svarta mynd af meðferð ungra kvenna. Meðal annars er þar um að ræða afar grófar lýsingar á yfirheyrslum auk málsmeðferða Ungmennaeftirlitsins á nafngreindum konum.
Dæmi eru um þvinganir þar sem stúlkurnar/konurnar voru sendar nauðugar í læknisskoðanir til að athuga hvort meyjarhaft þeirra væri rofið til að sanna eða afsanna mætti „sekt“ þeirra.
Athugasemdir