Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekki til skoðunar að biðja ástandskonur afsökunar vegna meyjarhaftsrannsókna

Ís­lensk­ar kon­ur voru beitt­ar harð­ræði í rann­sókn­um á mögu­legu sam­neyti þeirra við er­lenda her­mann á ástands­ár­un­um. Þær hafa ekki feng­ið af­sök­un­ar­beiðni eða bæt­ur, ólíkt Breiða­vík­ur­drengj­um.

Ekki til skoðunar að biðja ástandskonur afsökunar vegna meyjarhaftsrannsókna
Innanríkisráðherra Ólöf Nordal, eða innanríkisráðuneyti hennar, hafa ekki borist beiðnir um aðkomu að málum kvenna sem voru beittar harðræði í rannsóknum á mögulegu samneyti íslenskra kvenna við erlenda hermenn á stríðsárunum. Mynd: Pressphotos

Ekkert formlegt erindi hefur borist innanríkisráðherra um upptöku á málum ástandskvenna og mun ráðuneytið því ekki skoða þau sérstaklega, að svo stöddu. 

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við spurningum blaðamanns frá í síðustu viku.

Meyjarhaftsrannsóknir á stúlkum

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað sérstaklega um „ástandið“ og fjallað er um þá hörku og óhóflegu valdbeitingu sem konur urðu fyrir af hendi yfirvalda. Í stuttu máli segir þar frá þeim umfangsmiklu persónunjósnum og þvingunum sem konur sættu af hendi lögreglukonunnar, Jóhönnu Knudsen og ungdómseftirliti hennar. 

Umfjöllunin styðst við heimildir frá yfirheyrslum, dómum og rannsóknaraðferðum sem draga upp afar svarta mynd af meðferð ungra kvenna. Meðal annars er þar um að ræða afar grófar lýsingar á yfirheyrslum auk málsmeðferða Ungmennaeftirlitsins á nafngreindum konum.

Dæmi eru um þvinganir þar sem stúlkurnar/konurnar voru sendar nauðugar í læknisskoðanir til að athuga hvort meyjarhaft þeirra væri rofið til að sanna eða afsanna mætti „sekt“ þeirra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár