Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ekki meirihluti á Alþingi fyrir grundvallarmáli ríkisstjórnarinnar

Tveir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins eiga hags­muna að gæta í ferða­þjón­ustu og ætla ekki styðja fjár­mála­áætl­un nema áform um skatta­hækk­un á ferða­þjón­ustu verði end­ur­skoð­uð.

Ekki meirihluti á Alþingi fyrir grundvallarmáli ríkisstjórnarinnar

Að minnsta kosti tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans munu ekki greiða atkvæði með fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, nema hún taki breytingum.

Þingsályktunartillagan er lögð er fram á grundvelli laga um opinber fjármál og felur í sér stefnumörkun um þróun tekna og gjalda hins opinbera næstu fimm árin. Þannig virðist sem eitt af grundvallarmálum ríkisstjórnarinnar njóti ekki stuðnings meirihlutans á Alþingi. 

Fram kom í kvöldfréttum RÚV að a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja fjármálaáætlunina nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð. Þetta eru þau Njáll Trausti Friðbertsson, sem er hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri, og Valgerður Gunnarsdóttir, en synir hennar reka gistiþjónustu á Norðurlandi.

Þrír aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir áhyggjum af hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu yfir í hið almenna þrep, en þetta eru þeir Óli Björn Kárason, Haraldur Benediktsson og Páll Magnússon. Óli, Haraldur, Páll og Valgerður eru formenn fastanefnda á Alþingi. 

„Þessar skattabreytingar eru ein megin forsendan fyrir því að fjármálaáætlun ríkistjórnarinnar standist,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Stundina. „Fæstir þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem nú leggjast gegn þeim, tóku til máls í umræðum um áætlunina og þeir sem það gerðu lýstu engum efasemdum. Þau verða að svara sjálf hvað fór að naga þau síðar.“

Hann segir ljóst að ríkisstjórnin sé í verulegum vanda. „Þau eru ekki einu sinni sammála um lykilatriði fjármálaáætlunarinnar.“

Að því er fram kemur í siðareglum Alþingismanna ber þeim skylda til að „forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar“. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, vekur athygli á þessu í pistli á vef sínum og veltir fyrir sér hvort forseti Alþingis muni skoða málið. Þá bendir hann á að ríkisfjármálaáætlunin felur í sér grunnstefnu ríkisstjórnarinnar. „Án þeirrar áætlunar er engin stefna, engin markmið og engin ríkisstjórn. Ríkisstjórnin er því í raun fallin,“ skrifar hann.

Þá leggur Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, orð í belg á Facebook. „Fjármálaáætlun er vafalaust eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar hverju sinni - stærri en fjárlögin sjálf með tilkomu laga um opinber fjármál,“ skrifar hún og bætir við: „Ríkisstjórn sem hefur ekki tök á því að leggja fram ríkisfjármálaáætlun sem þeirra eigin þingmenn geti samþykkt getur varla talist stjórntæk ríkisstjórn með umboð frá Alþingi. Minna fúsk takk!“

Þegar fjármálaáætlun og fjármálastefna Bjarna Benediktsson var samþykkt á Alþingi í fyrra sat Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hjá og gaf þá ástæðu að ekki væri hlúð nægilega að barnafjölskyldum, öldruðum og öryrkjum í áætluninni. Með þessu uppskar hún gríðarlega hörð viðbrögð frá þungavigtarfólki í Sjálfstæðisflokknum og líkti Bjarni Benediktsson framgöngu hennar við hegðun leikskólabarns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár