Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ég spurði hann mjög oft“

Grun­aði Gísla en full­yrti í út­varps­við­tali að eng­ar upp­lýs­ing­ar hefðu lek­ið úr ráðu­neyt­inu – Seg­ir allt hafa ver­ið á huldu um upp­runa minn­is­blaðs­ins

„Ég spurði hann mjög oft“

Þórey Vilhjálmsdóttir, sem var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra, segist hafa þráspurt Gísla Frey Valdórsson samstarfsmann sinn á sínum tíma hvort hann hefði lekið minnisblaðinu um hælisleitendurna Tony Omos og Evelyn Glory Joseph úr innanríkisráðuneytinu. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali sem birtist við Þóreyju í Sunnudagsmogganum í dag. „Auðvitað spurði ég hann og Hanna Birna spurði hann ítrekað að mér viðstaddri. Og hann sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki sent þetta minnisblað,“ er haft eftir henni. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði.“ 

Á fyrstu mánuðum lekamálsins hélt Þórey því hins vegar ítrekað fram að búið væri að staðfesta að engum gögnum um hælisleitendur hefði verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Í viðtali Morgunútvarps Rásar 2 við Þóreyju þann 17. janúar 2014 fullyrti hún að það væri „raunverulega búið að taka fyrir það að þessi gögn hafi farið, eða einhver gögn er varða þessa hælisleitendur hafi farið úr gögnum ráðuneytisins að minnisblaðinu hefði verið lekið úr innanríkisráðuneytinu“ og vísaði í athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins máli sínu til stuðnings.

Í kjölfarið kvartaði framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins til ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins og gerði athugasemdir við málflutning Þóreyjar sem hann taldi villandi. Hann hvatti ráðuneytisstjórann til að upplýsa starfsfólk ráðuneytisins um staðreyndir málsins, svo rétt væri um það fjallað. Ekki var orðið við þessari beiðni, því á næstu vikum og mánuðum gaf Hanna Birna Kristjánsdóttir ráðherra sams konar svör á Alþingi þegar hún var spurð um málið.

Í viðtalinu við Þóreyju kemur fram að í árdaga lekamálsins hafi enn allt verið „á huldu um hvaðan minnisblaðið títtnefnda hafi komið og hvers vegna upplýsingarnar hafi ratað í fjölmiðla“. Þetta er rangt, því líkt og fram kemur í dómsskjölum málsins fengu ráðherra, ráðuneytisstjóri og báðir aðstoðarmenn skjalið á pósthólfið sitt frá skrifstofustjóra í ráðuneytinu kl. 17:17 þann 19. nóvember árið 2013. Þá lá strax fyrir að skjalið, sem lekið hafði verið, ætti uppruna sinn í innanríkisráðuneytinu.

Dýpkaði margt í lífi Þóreyjar
Þórey tjáir sig um eitt og annað í viðtalinu við Morgunblaðið og segir lekamálið hafa verið með miklum ólíkindum. „Ég held að ef ég sæi bíómynd um það þá myndi mér finnast hún ótrúleg. Í þessu máli er sannleikurinn ótrúlegri en nokkur lygasaga,“ er haft eftir henni. Um Gísla Frey, sem dæmdur var fyrir trúnaðarbrotið í innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra, segir Þórey: „Við unnum gríðarlega náið saman á hverjum degi og hann vissi mjög mikið um mitt líf og það sem ég var að ganga í gegnum á þessum tíma – það særði mig mikið að hugsa til þess eftirá að hann skyldi ekki stíga fram fyrr.“ Fram kemur að þótt reynslan af lekamálinu hafi verið sársaukafull hafi hún dýpkað margt í lífi Þóreyjar. 

Erfitt fyrir Hönnu Birnu
Þórey segir að sér hafi þótt erfiðast að horfa upp á það sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þurfti að ganga í gegnum. Segir hún að erfitt hafi verið að „sjá hvað var gengið nærri henni í þessu máli bæði pólitískt og persónulega.“

Líkt og fram hefur komið fól innanríkisráðuneytið lögmannsstofunni LEX að kanna hvort umfjöllun fjölmiðla um lekamálið gæfi tilefni til höfðunar meiðyrðamáls sumarið 2014. Í kjölfarið höfðaði Þórey mál gegn blaðamönnum DV, en að því er fram kemur í viðtalinu við Morgunblaðið ákvað hún þetta eftir samtal við ömmu sína. Alls fékk LEX um 860 þúsund krónur frá hinu opinbera. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár