Nígerísk fjölskylda verður að öllum líkindum send úr landi eftir að hafa fengið í tvígang synjun um hæli hér á landi. Fjölskyldan hefur verið á landinu í tæp tvö ár og fæddist yngra barn þeirra hjóna hér á landi. Fjölskyldufaðirinn, Eugene, hefur verið í hungurverkfalli í rúma viku og hefur legið inni á geðdeild Landspítalans í fimm daga. Eiginkona hans, Regina, segist í samtali við Stundina vera þreytt og buguð yfir stöðugri óvissu um framtíð barna sinna. „Ég kom hingað í leit að góðu lífi fyrir börnin mín,“ segir hún.
Þekkir ekkert annað heimaland
Regina hefur ekki farið til Nígeríu frá því hún flúði þaðan ásamt systur sinni einungis sex ára gömul. Fyrstu árin bjuggu þær í Líbíu, eða allt þar til borgarastyrjöld braust þar út árið 2008. Þá skildu leiðir þeirra
Athugasemdir