Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Davíð segir Guðna ófæran um að taka ákvarðanir - sýndi sjálfur vanrækslu og athafnaleysi

Dav­íð Odds­son, for­setafram­bjóð­andi og rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, hef­ur líkt sér við slökkvi­liðs­mann, en seg­ir að Guðni Th. Jó­hann­es­son taki ákvarð­an­ir „tutt­ugu ár­um síð­ar“ vegna þess að hann sé sagn­fræð­ing­ur. Dav­íð gagn­rýn­ir Guðna vegna orða hans um Ices­a­ve-mál­ið, en sjálf­ur sýndi Dav­íð van­rækslu með at­hafna­leysi í að­drag­anda banka­hruns­ins, að mati rann­sókn­ar­nefnd­ar Al­þing­is.

Davíð segir Guðna ófæran um að taka ákvarðanir - sýndi sjálfur vanrækslu og athafnaleysi
Davíð Oddsson Heldur hér ræðu á kosningaskrifstofu sinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson segir að Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi, sem mælist með yfirgnæfandi stuðning fyrir komandi forsetakosningar, taki ákvarðanir of seint, vegna þess að hann sé sagnfræðingur.

Davíð sagði í viðtali á útvarpsstöðinni FM 957 í morgun að reynsla hans myndi vega þyngst í forsetakosningunum. Hann sagði að upp gæti komið annað mál sambærilegt við Icesave-málið. Davíð, sem er lögfræðimenntaður, var sjálfur seðlabankastjóri þegar Icesave-málið og bankahrunið komu upp, eftir að hann ákvað með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, að hann skyldi taka stöðuna í september árið 2005. 

Guðni taki ákvarðanir 20 árum síðar

„Guðni er ágætur og ég kann vel við hann, en hann, út af fyrir sig, tekur bara ákvarðanir 20 árum síðar. Hann er sagnfræðingur. Og það er dálítið seint, ef eitthvað er að gerast,“ sagði Davíð um mótframbjóðanda sinn.

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson Sagnfræðingurinn nýtur yfirburðar fylgis, en mótframbjóðandi hans, Davíð Oddsson hefur gagnrýnt hann fyrir reynsluleysi og stuðning við samningaleiðina í Icesave-málinu.

Í nýlegum skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mælist Guðni með annars vegar 67% stuðning og hins vegar 70% stuðning, en Davíð 17% og 14%. Davíð hefur sagst sækja að Guðna sem nemur einu prósenti á dag og muni þannig vinna forsetakosningarnar 25. júní næstkomandi. Þá hefur rithöfundurinn Andri Snær Magnason mælst með litlu minna fylgi en Davíð, eða 8% og 11%.

„Færi ekki bara í kleinu“

Davíð hefur lagt áherslu á reynsluleysi Guðna í stjórnmálum og hefur gagnrýnt að Guðni hafi stutt samningaleið í Iceasve-málinu í grein í Fréttablaðinu 2011. Hann segir þjóðina kalla eftir því að fá forseta sem „gæti brugðist við“.

„Ég held að það muni skera kannski úr, persónan, hver er persónan. Hvern getum við verið róleg með. Ég meina, það kom hérna Icesave upp. Icesave kemur ekki upp aftur, en það kemur upp eitthvað annað sem er eins og Icesave. Þannig er lífið. Og þá viljum við kannski hafa einhvern þarna sem gæti brugðist við. En færi ekki bara í einhvern pata, og í hringi, og í kleinu. Og það myndi ég aldrei gera,“ sagði Davíð í morgun.

„Og það myndi ég aldrei gera“

Meðal niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið var að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði sýnt vanrækslu í aðdraganda hrunsins, meðal annars þegar hún brást við erindi Landsbanka Íslands um aðstoð við flutning Icesave-innlánsreikninga úr útibúi yfir í dótturfélag. Davíð var formaður bankastjórnarinnar þegar vanrækslan átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar var að „meta [yrði] framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt vanrækslu í skilningi [laganna um rannsóknarnefndina]“.

Davíð og Halldór
Davíð og Halldór Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson einkavæddu bankana og gerðu Davíð að formanni bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Davíð segist hæfastur til að standa vaktina, en rannsóknarnefnd Alþingis segir hann hafa sýnt vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins.

Segir vanta mótvægi við unga fólkið

Útvarpsmaður FM tók undir með orðum Davíðs um meinta vangetu Guðna Th. til að taka ákvarðanir með knattspyrnulíkingu: „Ég held að enginn þekki sögu Manchester United betur heldur en ég, en ég er ekkert viss um að ég sé bestur til að stjórna Manchester United.“

Í kjölfarið líkti Davíð sér við Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann. „En svo, ef þú tekur þetta. Í erfiðum leik, þá viltu kannski hafa Eið Guðjohnsen inni á. Hann er ekki sá sprækasti. Hann hleypur ekki allan tímann. En ef það er kominn upp einhver ofboðslegur taugatitringur í liðin og boltinn kemur í teignum, þá er einn algerlega kúl, sem sennilega mun negla hann inn. Ég meina, þetta gæti verið svoleiðis,“ sagði Davíð.

Þegar útvarpsmaður FM vísaði til umræðna um að skipta um þá sem gegna æðstu stöðum svaraði Davíð því til að mótvægi vantaði við unga fólkið á Alþingi og að reynsla hans myndi skipta sköpum þegar liði á kosningabaráttuna:

„Ég held það, af því að þegar menn tala um yngra fólk, allt þingið er núna fullt af ungu fólki. Formenn flokkanna eru ungir menn, núna. Og þá kannski segja menn: Eigum við ekki að hafa einhvern ballans í þessu? Eigum við ekki að hafa meiri reynslu einhvers staðar?“ 

Líkt og slökkviliðsmaður

Davíð hefur lagt áherslu á að forseti geti brugðist við á vályndum tímum. Hann líkti því við stöðu slökkviliðsmanns í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, þar sem hann kynnti forsetaframboð sitt. „Það er verið að leita að manni sem getur brugðist við. Og þetta starf er ekkert ólíkt flestum öðrum störfum, eða mjög mörgum öðrum störfum. Mjög margir menn eru í starfi til að bregðast við. Þannig er með slökkviliðsmenn, þannig er með lögreglumenn, þannig er með fólkið á slysadeildunum, það er þarna til þess að bregðast við, heilmikilli vá oftast nær. Þess á milli gengur það í öðrum verkum, slökkviliðsmennirnir keyra sjúkrabíla, lögreglumennirnir halda uppi umferðarstjórn og þess háttar, en þeir eru þarna til þess að bregðast við. Læknarnir á slysadeildinni búa um lítil sár, en þeir eru þarna til að bregðast við. Og þá þurfa menn, á öllum þessum stöðum, og þá ekki síst á forsetasetrinu eða forsetaembættinu, þá verða þar að vera menn, sem þjóðin veit, að þegar virkilega á reynir, getur brugðist við.“

„Náttúrulega gúddí gæi“

Í viðtalinu við FM 957 lýsti Davíð því að fólk væri dónalegra nú en áður. Hann sagðist þó ekki hlusta á það. Aðaláhersla Davíðs var á að hann hefði karakterinn sem hæfði forsetanum sem þjóðin þyrfti og vildi, að hann væri maður sem gæti tekið ákvarðanir byggðar á reynslu og þori, en jafnframt segist hann geta sameinað þjóðina og stillt til friðar.

„Eins og þið sjáið, þá er ég náttúrulega gúddí gæi. En svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. En um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman á fjórtanda ár sem forsætisráðherra. Þú gerir það ekki ef þú ert einhver veifiskati.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár