„Jeremy Corbyn er vinstrisinnaðasti leiðtogi Verkamannaflokksins frá upphafi.“ Þetta fullyrðir Tariq Ali, pakistanskur rithöfundur, blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður í pistli sem birtist í The Independent um helgina eftir að Corbyn sigraði með yfirburðum í formannskjöri breska Verkamannaflokksins.
Nýr formaður boðar meðal annars þjóðnýtingu breska lestarkerfisins, hærri skatta á stóreignafólk, afnám háskólagjalda og stórauknar fjárfestingar hins opinbera á sviði orku- og umhverfismála, húsnæðis, samgangna og tækniþróunar. Hann vill að Bretland biðjist afsökunar á Íraksstríðinu og er mótfallinn loftárásum á Sýrland.
Fyrir nokkrum mánuðum hefði fáa órað fyrir að hinn 66 ára gamli þingmaður ætti eftir að gegna forystuhlutverki í Verkamannaflokknum. Fulltrúar hins Nýja Verkamannaflokks (e. New Labour) sem þrýstu flokknum til hægri undir lok 20. aldar, hömuðust gegn Jeremy Corbyn af mikilli hörku, meðal annars Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra, sem fullyrti að sinn gamli flokkur ætti á hættu að þurrkast út ef Corbyn næði kjöri.
Athugasemdir