Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Grasrótarbylting í Verkamannaflokknum

Jeremy Cor­byn hef­ur lengi ver­ið einn rót­tæk­asti vinstri­mað­ur­inn á breska þing­inu og fyr­ir skemmstu hefði sig­ur hans í for­manns­kjöri þótt óhugs­andi.

Grasrótarbylting í Verkamannaflokknum
Jeremy Corbyn Nýkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi. Mynd: Wikimedia Commons

„Jeremy Corbyn er vinstrisinnaðasti leiðtogi Verkamannaflokksins frá upphafi.“ Þetta fullyrðir Tariq Ali, pakistanskur rithöfundur, blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður í pistli sem birtist í The Independent um helgina eftir að Corbyn sigraði með yfirburðum í formannskjöri breska Verkamannaflokksins. 

Nýr formaður boðar meðal annars þjóðnýtingu breska lestarkerfisins, hærri skatta á stóreignafólk, afnám háskólagjalda og stórauknar fjárfestingar hins opinbera á sviði orku- og umhverfismála, húsnæðis, samgangna og tækniþróunar. Hann vill að Bretland biðjist afsökunar á Íraksstríðinu og er mótfallinn loftárásum á Sýrland. 

Fyrir nokkrum mánuðum hefði fáa órað fyrir að hinn 66 ára gamli þingmaður ætti eftir að gegna forystuhlutverki í Verkamannaflokknum. Fulltrúar hins Nýja Verkamannaflokks (e. New Labour) sem þrýstu flokknum til hægri undir lok 20. aldar, hömuðust gegn Jeremy Corbyn af mikilli hörku, meðal annars Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra, sem fullyrti að sinn gamli flokkur ætti á hættu að þurrkast út ef Corbyn næði kjöri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bresk stjórnmál

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár