Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra Bretlands segist ekki hika við að drepa hundruð þúsunda með kjarnavopnum

Th­eresa May er fyrsti for­sæt­is­ráð­herra í sögu Bret­lands til þess að svara því af­ger­andi að hún ætli að nota kjarn­orku­vopn, telji hún það nauð­syn­legt.

Forsætisráðherra Bretlands segist ekki hika við að drepa hundruð þúsunda með kjarnavopnum
Theresa May Hinn nýi forsætisráðherra virðist, miðað við sína fyrstu daga á embætti, ekki ætla að sitja á neinum friðarstóli.

Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, segist ekki myndi hika við að nota kjarnavopn til þess að drepa hundruð þúsunda, teldi hún það nauðsynlegt.

Forsætisráðherrann gaf þetta svar í umræðum á þinginu, þar sem tekist var á um hina umdeildu Trident kjarnorkuvopna stefnu stjórnvalda. Sögðu stjórnarandstæðingar umræðurnar vera setta á svið til þess að draga athygli frá klofningi sem hefur orðið á milli Jeremy Corbyn og bróðurparts þingmanna Verkamannaflokksins.

Theresa May var spurð af þingmanni Skoska þjóðarflokksins, SNP, George Kerevan: „Ert þú tilbúin að leyfa notkun kjarnorkuvopna sem gætu drepið hundruð þúsunda manna, kvenna og barna?“ Svaraði Teresa spurningunni með aðeins einu orði:

„Já.“

Sagði hún einnig að það væri gríðarlega óábyrgt fyrir Bretland að loka fyrir notkun kjarnorkuvopna og sakaði hún andstæðing Trident stefnunnar um að vera „þá fyrstu til að vernda óvini landsins.“ 

Fyrri forsætisráðherrar hafa forðast að svara spurningunni um hvort þeir myndu hugsanlega nota kjarnavopn. Geoffrey Howe, sem var utanríkisráðherra í lok kalda stríðsins sagði að þetta væri spurning sem enginn forsætisráðherra ætti nokkurn tíman að svara með nei eða já svari.

„Ég lít ekki svo á að hótun um fjöldamorð sé eðlileg leið til þess að fást við alþjóða samskipti.“

En Theresa er talin hafa vitað að Jeremy Corbin, hennar helsti andstæðingur, myndi vera óhræddur við að lýsa yfir sinni skoðun, sem er á öndverðu meiði við hennar eigin. Án þess að vera spurður lýsti Corbyn því yfir að „Ég mun ekki taka ákvörðun sem myrðir milljón saklausar manneskjur.“ Hann bætti einnig við: „Ég lít ekki svo á að hótun um fjöldamorð sé eðlileg leið til þess að fást við alþjóða samskipti.“

Trident
Trident Nafnið vísar í þrífork sjávarguðsins Póseidons, úr grískri goðafræði.

Það var David Cameron, fyrrum forsætisráðherra, sem tók ákvörðunina um að þetta mál væri á dagskrá þingsins. Sat hann í þriðju sætaröð fyrir aftan Teresu May á meðan á umræðum stóð og tók ekki þátt.

Þingið var beðið að samþykkja 30 milljarða punda aukafjár aukningu til þess að endurnýja Trident kafbátaflota landsins. Kafbátarnir eru allir útbúnir kjarnavopnum, og hverja einustu klukkustund er ávallt að minnsta kosti einn kafbátur frá þeim á hafi úti.

Trident var upphaflega keypt frá Bandaríkjunum af Margréti Thatcher, þáverandi forsætisráðherra.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bresk stjórnmál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár