Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsætisráðherra Bretlands segist ekki hika við að drepa hundruð þúsunda með kjarnavopnum

Th­eresa May er fyrsti for­sæt­is­ráð­herra í sögu Bret­lands til þess að svara því af­ger­andi að hún ætli að nota kjarn­orku­vopn, telji hún það nauð­syn­legt.

Forsætisráðherra Bretlands segist ekki hika við að drepa hundruð þúsunda með kjarnavopnum
Theresa May Hinn nýi forsætisráðherra virðist, miðað við sína fyrstu daga á embætti, ekki ætla að sitja á neinum friðarstóli.

Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, segist ekki myndi hika við að nota kjarnavopn til þess að drepa hundruð þúsunda, teldi hún það nauðsynlegt.

Forsætisráðherrann gaf þetta svar í umræðum á þinginu, þar sem tekist var á um hina umdeildu Trident kjarnorkuvopna stefnu stjórnvalda. Sögðu stjórnarandstæðingar umræðurnar vera setta á svið til þess að draga athygli frá klofningi sem hefur orðið á milli Jeremy Corbyn og bróðurparts þingmanna Verkamannaflokksins.

Theresa May var spurð af þingmanni Skoska þjóðarflokksins, SNP, George Kerevan: „Ert þú tilbúin að leyfa notkun kjarnorkuvopna sem gætu drepið hundruð þúsunda manna, kvenna og barna?“ Svaraði Teresa spurningunni með aðeins einu orði:

„Já.“

Sagði hún einnig að það væri gríðarlega óábyrgt fyrir Bretland að loka fyrir notkun kjarnorkuvopna og sakaði hún andstæðing Trident stefnunnar um að vera „þá fyrstu til að vernda óvini landsins.“ 

Fyrri forsætisráðherrar hafa forðast að svara spurningunni um hvort þeir myndu hugsanlega nota kjarnavopn. Geoffrey Howe, sem var utanríkisráðherra í lok kalda stríðsins sagði að þetta væri spurning sem enginn forsætisráðherra ætti nokkurn tíman að svara með nei eða já svari.

„Ég lít ekki svo á að hótun um fjöldamorð sé eðlileg leið til þess að fást við alþjóða samskipti.“

En Theresa er talin hafa vitað að Jeremy Corbin, hennar helsti andstæðingur, myndi vera óhræddur við að lýsa yfir sinni skoðun, sem er á öndverðu meiði við hennar eigin. Án þess að vera spurður lýsti Corbyn því yfir að „Ég mun ekki taka ákvörðun sem myrðir milljón saklausar manneskjur.“ Hann bætti einnig við: „Ég lít ekki svo á að hótun um fjöldamorð sé eðlileg leið til þess að fást við alþjóða samskipti.“

Trident
Trident Nafnið vísar í þrífork sjávarguðsins Póseidons, úr grískri goðafræði.

Það var David Cameron, fyrrum forsætisráðherra, sem tók ákvörðunina um að þetta mál væri á dagskrá þingsins. Sat hann í þriðju sætaröð fyrir aftan Teresu May á meðan á umræðum stóð og tók ekki þátt.

Þingið var beðið að samþykkja 30 milljarða punda aukafjár aukningu til þess að endurnýja Trident kafbátaflota landsins. Kafbátarnir eru allir útbúnir kjarnavopnum, og hverja einustu klukkustund er ávallt að minnsta kosti einn kafbátur frá þeim á hafi úti.

Trident var upphaflega keypt frá Bandaríkjunum af Margréti Thatcher, þáverandi forsætisráðherra.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bresk stjórnmál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár