Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árásir á samkynhneigða í Bretlandi margfölduðust í kjölfar Brexit

Bar­áttu­fólk krefst hertr­ar lög­gjaf­ar eft­ir að hat­urs­glæp­um gegn LG­BT fólki fjölg­aði um meira en helm­ing í kjöl­far kosn­inga um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu

Árásir á samkynhneigða í Bretlandi margfölduðust í kjölfar Brexit
Ofbeldi vegna kynhneigðar er enn vandamál víða á byggðu bóli

Árásum á samkynhneigða fjölgaði meira en tvöfalt á þremur mánuðum í kjölfar kosninganna um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Áður hefur verið fjallað um aukningu á ofbeldi vegna kynþátta og trúarbragða.

Hatursglæpum gegn lesbíum, hommum, tvíkynhneigðum og transfólki (LGBT) jukust um 147% í júlí, ágúst og september, samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt samtökunum Galop, sem berjast gegn ofbeldi í garð LGBT fólks.

Einnig sýna gögn frá lögreglunni mikla aukningu á hatursglæpum gegn fólki af kynþáttum sem eru í minnihluta í landinu, sem og fólki af erlendum uppruna. Galop aðstoðaði 187 LGBT einstaklinga sem höfðu orðið fyrir hatursglæpum á þriggja mánaða tímabili í kjölfar kosninganna, samanborið við 72 einstaklinga á sama tímabili árið 2015. Þessi aukning er hlutfallslega hærri en í hatursglæpum hjá öðrum minnihlutahópum í kjölfar Brexit.

Þessi skilaboð
Þessi skilaboð Nigel Farage um að Bretland væri að bugast vegna straums flóttafólks voru tilkynnt til lögreglu fyrir að ýta undir fordóma.

Rúmlega 3.000 ásakanir um hatursglæpi bárust til bresku lögreglunnar vikuna fyrir og eftir kosningarnar, sem fóru fram þann 23. júní. Er það aukning um 42% á milli ára. Í dag munu bresk yfirvöld gefa út skýrslu um hatursglæpi frá apríl 2015 til apríl 2016, en sagt er að þar verði einnig sérstakur viðauki þar sem fjallað verður um mikla aukningu á glæpum í kjölfar Brexit kosninganna.

Dómar byggja á fórnarlambinu, ekki glæpnum

Nik Noone, framkvæmdarstýra Galop, sagði: „Viðbrögð Bretlands við hatursglæpum eru meðal þeirra  bestu í heiminum, en löggjöfin um hatursglæpi er langt frá því að vera fullkomin. Lengstu fangelsisdómana sem hægt er að fella fyrir árásir byggða á fordómum gagnvart samkynhneigðum, transfólki og fötluðum, eru sex mánuðir. Það er aðeins fjórðungurinn af þeim tveimur árum sem er hámarkið fyrir sambærilegar árásir vegna trúarbragða eða kynþátta. Þennan mun þarf að laga.“ Þannig byggja dómar á stöðu fórnarlambsins en ekki glæpnum sem það er beitt. 

Nik Noone
Nik Noone er ósátt við hvernig stjórnvöld mismuna fórnarlömbum hatursglæpa

David Isaac, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um jöfnuð og mannréttindi, sagði: „Eins og er þá skapar löggjöfin goggunarröð hatursglæpa sem sendir þau skilaboð að sumir hópar eigi meiri rétt á vernd en aðrir. Þetta grefur undan trausti fórnarlambanna gagnvart lögunum - og getur gert það af verkum að glæpirnir eru síður tilkynntir. Við hvetjum því stjórnvöld til þess að taka þessi mál til algjörrar endurskoðunar.“

Fjórir af hverjum fimm sem svöruðu Galop skýrslunni, sem kom út síðasta laugardag, sögðust hafa lent í hatursglæp. Þrátt fyrir það hafði aðeins fjórðungur þeirra tilkynnt síðasta hatursglæp sem þeir urðu fyrir til lögreglu, sem bendir til þess að mikið vanti upp á til að gögnin sem lögregla og yfirvöld hafa undir höndum gefi rétta mynd af ástandinu. Skýrslan, sem byggði á svörum 467 LGBT fólks, sýnir litla ánægju með störf lögreglu þar sem helmingur þeirra sem tilkynntu hatursglæp til lögreglu var ósáttur með útkomuna úr því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bresk stjórnmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár