Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árásir á samkynhneigða í Bretlandi margfölduðust í kjölfar Brexit

Bar­áttu­fólk krefst hertr­ar lög­gjaf­ar eft­ir að hat­urs­glæp­um gegn LG­BT fólki fjölg­aði um meira en helm­ing í kjöl­far kosn­inga um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu

Árásir á samkynhneigða í Bretlandi margfölduðust í kjölfar Brexit
Ofbeldi vegna kynhneigðar er enn vandamál víða á byggðu bóli

Árásum á samkynhneigða fjölgaði meira en tvöfalt á þremur mánuðum í kjölfar kosninganna um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Áður hefur verið fjallað um aukningu á ofbeldi vegna kynþátta og trúarbragða.

Hatursglæpum gegn lesbíum, hommum, tvíkynhneigðum og transfólki (LGBT) jukust um 147% í júlí, ágúst og september, samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt samtökunum Galop, sem berjast gegn ofbeldi í garð LGBT fólks.

Einnig sýna gögn frá lögreglunni mikla aukningu á hatursglæpum gegn fólki af kynþáttum sem eru í minnihluta í landinu, sem og fólki af erlendum uppruna. Galop aðstoðaði 187 LGBT einstaklinga sem höfðu orðið fyrir hatursglæpum á þriggja mánaða tímabili í kjölfar kosninganna, samanborið við 72 einstaklinga á sama tímabili árið 2015. Þessi aukning er hlutfallslega hærri en í hatursglæpum hjá öðrum minnihlutahópum í kjölfar Brexit.

Þessi skilaboð
Þessi skilaboð Nigel Farage um að Bretland væri að bugast vegna straums flóttafólks voru tilkynnt til lögreglu fyrir að ýta undir fordóma.

Rúmlega 3.000 ásakanir um hatursglæpi bárust til bresku lögreglunnar vikuna fyrir og eftir kosningarnar, sem fóru fram þann 23. júní. Er það aukning um 42% á milli ára. Í dag munu bresk yfirvöld gefa út skýrslu um hatursglæpi frá apríl 2015 til apríl 2016, en sagt er að þar verði einnig sérstakur viðauki þar sem fjallað verður um mikla aukningu á glæpum í kjölfar Brexit kosninganna.

Dómar byggja á fórnarlambinu, ekki glæpnum

Nik Noone, framkvæmdarstýra Galop, sagði: „Viðbrögð Bretlands við hatursglæpum eru meðal þeirra  bestu í heiminum, en löggjöfin um hatursglæpi er langt frá því að vera fullkomin. Lengstu fangelsisdómana sem hægt er að fella fyrir árásir byggða á fordómum gagnvart samkynhneigðum, transfólki og fötluðum, eru sex mánuðir. Það er aðeins fjórðungurinn af þeim tveimur árum sem er hámarkið fyrir sambærilegar árásir vegna trúarbragða eða kynþátta. Þennan mun þarf að laga.“ Þannig byggja dómar á stöðu fórnarlambsins en ekki glæpnum sem það er beitt. 

Nik Noone
Nik Noone er ósátt við hvernig stjórnvöld mismuna fórnarlömbum hatursglæpa

David Isaac, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um jöfnuð og mannréttindi, sagði: „Eins og er þá skapar löggjöfin goggunarröð hatursglæpa sem sendir þau skilaboð að sumir hópar eigi meiri rétt á vernd en aðrir. Þetta grefur undan trausti fórnarlambanna gagnvart lögunum - og getur gert það af verkum að glæpirnir eru síður tilkynntir. Við hvetjum því stjórnvöld til þess að taka þessi mál til algjörrar endurskoðunar.“

Fjórir af hverjum fimm sem svöruðu Galop skýrslunni, sem kom út síðasta laugardag, sögðust hafa lent í hatursglæp. Þrátt fyrir það hafði aðeins fjórðungur þeirra tilkynnt síðasta hatursglæp sem þeir urðu fyrir til lögreglu, sem bendir til þess að mikið vanti upp á til að gögnin sem lögregla og yfirvöld hafa undir höndum gefi rétta mynd af ástandinu. Skýrslan, sem byggði á svörum 467 LGBT fólks, sýnir litla ánægju með störf lögreglu þar sem helmingur þeirra sem tilkynntu hatursglæp til lögreglu var ósáttur með útkomuna úr því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bresk stjórnmál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár