Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bretland fór leiðina sem Kjartan boðar: „Drekkjum flóttamanni til að bjarga flóttamanni“

Breska rík­is­stjórn­in ákvað í fyrra að hætta að styðja björg­un­ar­að­gerð­ir á Mið­jarð­ar­hafi. Tal­ið var að björg­un­ar­að­gerð­ir væru hvati fyr­ir frek­ari til­raun­ir flótta­fólks að fara yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið. Stefnu­breyt­ing­in virð­ist ekki hafa haft áhrif.

Bretland fór leiðina sem Kjartan boðar: „Drekkjum flóttamanni til að bjarga flóttamanni“
Hefur verið reynt Sú tilgáta, sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi ræddi á miðvikudaginn, að frekara björgunstarf á Miðjarðarhafinu ýti undir tilraunir flóttamanna til að reyna að komast yfir til Evrópu, virðist ekki halda. Bretland ákvað að fara þessa leið í fyrra svo dæmi sé tekið.

Breska ríkisstjórnin ákvað í fyrrahaust að fara sams konar leið við að bregðast við straumi flóttamanna yfir Miðjarðhafið sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi reifaði að Ísland ætti að fara í umræðum um málið í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrradag. Þá hætti breska ríkisstjórnin að styðja björgunaraðgerðir á Miðjarðarhafi með þeim rökum að slíkar björgunaraðgerðir virkuðu sem hvatning fyrir aðra flóttamenn til að reyna að flýja sjóleiðina til Evrópu. Sú ákvörðun vakti hörð viðbrögð.

Eins og einn af talsmönnum stjórnarinnar bresku sagði í haust: „Við styðjum ekki skipulagðar leitar- og björgunaraðgerðir á Miðjarðarhafinu.[…]Ríkisstjórnin telur að árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að flóttamenn og hælisleitendur reyni að fara þessa hættulegu sjóleið sé að einbeita okkur heimalöndum þeirra eða þeim löndum sem fólkið kemur frá, sem og að grípa til aðgerða til að berjast gegn þeim sem smygla fólkinu í ósjófærum döllum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár