Breska ríkisstjórnin ákvað í fyrrahaust að fara sams konar leið við að bregðast við straumi flóttamanna yfir Miðjarðhafið sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi reifaði að Ísland ætti að fara í umræðum um málið í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrradag. Þá hætti breska ríkisstjórnin að styðja björgunaraðgerðir á Miðjarðarhafi með þeim rökum að slíkar björgunaraðgerðir virkuðu sem hvatning fyrir aðra flóttamenn til að reyna að flýja sjóleiðina til Evrópu. Sú ákvörðun vakti hörð viðbrögð.
Eins og einn af talsmönnum stjórnarinnar bresku sagði í haust: „Við styðjum ekki skipulagðar leitar- og björgunaraðgerðir á Miðjarðarhafinu.[…]Ríkisstjórnin telur að árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að flóttamenn og hælisleitendur reyni að fara þessa hættulegu sjóleið sé að einbeita okkur heimalöndum þeirra eða þeim löndum sem fólkið kemur frá, sem og að grípa til aðgerða til að berjast gegn þeim sem smygla fólkinu í ósjófærum döllum.“
Athugasemdir