Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Læknir: Heilsuvörur Heimis gera sama gagn gegn gigt og appelsína

Mán­að­ar­skammt­ur af geli sem Heim­ir Karls­son sel­ur kost­ar um tíu þús­und krón­ur

Læknir: Heilsuvörur Heimis gera sama gagn gegn gigt og appelsína
Selur Berry.En Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson er einn helsti sölumaður Berry.En á Íslandi.

Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um Berry.En síðastliðinn miðvikudag hefur einn helsti talsmaður vörunnar á Íslandi, útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson, brugðist illa við og gagnrýnt Stundina fyrir „æsisölumennsku“ þegar greint var frá gagnrýni læknis þess efnis að virka efnið í vörunni sem Heimir selur er í raun „hálfmelt matarlím“.

Björn Geir Leifsson skurðlæknir hefur ítarlega gagnrýnt vöruna og sagt hana vitagagnslausa. Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir segist í samtali við Stundina vera sammála Birni Geir í megindráttum. Hann segir að ekki hafi verið sýnt fram á að bandvefsefnið kollagen-hýdrólýsat, sem Heimir segir að hjálpi gigtarsjúklingum, hjálpi við liðvandamál.

Miðað við það sem kemur fram á Facebook-hóp vörunnar kostar mánaðarskammtur um tíu þúsund krónur.

Heilsuvörurnar frá Berry.EN
Heilsuvörurnar frá Berry.EN Berry.En vörurnar sem Heimir Karlsson selur koma í mismunandi útgáfu. Í heilsustykkjunum er mjólkursúkkulaði, glúkósasýróp, kornflögur, frúktósasýróp og fleira, ásamt kollagen-hýdrólýsat, sem Heimir segir hjálpa við gigt, en læknir segir að sé í raun matarlím.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár