
Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um Berry.En síðastliðinn miðvikudag hefur einn helsti talsmaður vörunnar á Íslandi, útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson, brugðist illa við og gagnrýnt Stundina fyrir „æsisölumennsku“ þegar greint var frá gagnrýni læknis þess efnis að virka efnið í vörunni sem Heimir selur er í raun „hálfmelt matarlím“.
Björn Geir Leifsson skurðlæknir hefur ítarlega gagnrýnt vöruna og sagt hana vitagagnslausa. Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir segist í samtali við Stundina vera sammála Birni Geir í megindráttum. Hann segir að ekki hafi verið sýnt fram á að bandvefsefnið kollagen-hýdrólýsat, sem Heimir segir að hjálpi gigtarsjúklingum, hjálpi við liðvandamál.
Miðað við það sem kemur fram á Facebook-hóp vörunnar kostar mánaðarskammtur um tíu þúsund krónur.
Athugasemdir