Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björt sagðist ætla að „vernda miðhálendið“ fyrir kosningar en nú vill hún virkjanaframkvæmdir

„Við í Bjartri fram­tíð vilj­um um­fram allt vernda mið­há­lend­ið og hafa þjóð­garð þar,“ sagði Björt Ólafs­dótt­ir rétt fyr­ir kosn­ing­ar. Hún gagn­rýndi þá sem væru „áfjáð­ir“ í að virkja. Nú er Björt orð­in um­hverf­is­ráð­herra og vill gefa grænt ljós á Skrok­köldu­virkj­un á mið­há­lend­inu.

Björt sagðist ætla að „vernda miðhálendið“ fyrir kosningar en nú vill hún virkjanaframkvæmdir

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggur til í þingsályktun sinni um rammaáætlun að Skrokkalda á Suðurlandi verði færð úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk svo unnt verði að ráðast þar í virkjanaframkvæmdir á næstu árum. Skrokkalda er á miðhálendinu og samkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar mun fylgja virkjuninni hlaðhús, spennir, 1 kílómetra skurður vestan við Sprengisandsleið og jarðstrengur. 

 

Í aðdraganda síðustu þingkosninga lofaði Björt Ólafsdóttir, og flokkur hennar Björt framtíð, að standa vörð um miðhálendið og beita sér gegn því að þar yrði ráðist í virkjanaframkvæmdir.

Þegar rætt var um umhverfis- og auðlindamál á RÚV þann 14. október var Björt spurð hvort flokkurinn hennar styddi hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð. 

„Við styðjum það svo sannarlega. Það er mikilvægt að við varðveitum þessi ósnortnu víðerni sem 80 prósent erlendra ferðamanna koma hingað til Íslands til að sjá. Þetta er mikil auðlind,“ svaraði hún. „Stærðin vefst fyrir mönnum og það er alveg rétt, en það er út af því að þarna við og innan eru virkjanir sem fólk er áfjáð um að fara í og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. En við í Bjartri framtíð viljum umfram allt vernda miðhálendið og hafa þjóðgarð þar.“ 

Björt framtíð auglýsti sérstaklega ummæli Bjartar á Twitter:


Eftir kosningar var Björt skipuð umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þann 28. febrúar lagði hún fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun.

Tillagan er sam­hljóða tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem lögð var fram í fyrra en dagaði uppi á þinginu. Farið er í einu og öllu eftir tillögum verkefnastjórnar um rammaáætlun og lagt til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá séu sett­ar í nýt­ing­ar­flokk ásamt Aust­urgils­virkj­un, Aust­ur­engj­um í Krýsu­vík, tveim­ur jarðvarma­virkj­un­um á Hengils­svæðinu og vindorkug­arðinum Blönd­u­lundi. Þá er lagt til að Skrokkalda verði flutt í nýtingarflokk.

Virkjunarkostur á miðhálendinu í nýtingarflokk

Nýlega skilaði nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins áfangaskýrslu um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þar er sérstaklega bent á að Skrokkölduvirkjun sé eini virkjunarkosturinn á Miðhálendinu sem lagt hefur verið til að sé færður í nýtingarflokk rammaáætlunar.

„Uppbygging mannvirkja þar með tilheyrandi virkjanabyggingum, vegagerð og línu- og pípulögnum myndi höggva stórt skarð í hjarta hálendisvíðerna landsins“

Þegar fjöldi náttúruverndarsamtaka skilaði umsögn um drög að rammaáætlun árið 2011 var bent á að Skrokkalda væri nærri miðju hálendisins. Uppbygging mannvirkja þar með tilheyrandi virkjanabyggingum, vegagerð og línu- og pípulögnum myndi „höggva stórt skarð í hjarta hálendisvíðerna landsins“. Þá kom fram að virkjunin væri einungis upp á 30 mw og skipti því ein og sér litlu máli í orkubúskap landsins. „Á hinn bóginn þyrfti að leggja um 60 km af háspennumöstrum og línum nálægt Sprengisandsvegi suður til Vatnsfells með tilheyrandi veglagningu, sjónrænum áhrifum og eyðileggingu fyrir heildarsvip hálendisins.“ Auk þess var fullyrt að með virkjunum á þessu svæði myndu ekki einungis mikil víðerni hverfa, heldur yrði miðhálendi Íslands skipt upp í austur og vestur með línulögnum. Jafnvel þótt línurnar yrðu grafnar í jörð yrði jarðraskið óbætanlegt. 

Spennir, jarðstrengur og eins kílómetra skurður

Í rökstuðningi sem fylgir þingsályktunartillögu Bjartar um rammaáætlun er tekið fram að virkjunin sé vissulega á miðhálendinu, en í ljósi þess að þegar hafi verið gert miðlunarlón, stíflur og tilraunaborholur á svæðinu sé ekki lengur um óraskað svæði að ræða. „Mannvirki virkjunarinnar verða að mestu neðanjarðar og því lítt sýnileg, að frátöldu hlaðhúsi, spenni og 1 km löngum skurði vestan við núverandi Sprengisandsleið. Ekki er gert ráð fyrir umfangsmikilli vegagerð vegna framkvæmdarinnar og auðvelt ætti að vera að afmá að mestu sýnilegt rask að framkvæmd lokinni. Í greinargerð virkjunaraðila kemur fram að raforka verði flutt með jarðstreng og því ætti þar ekki að vera um að ræða sýnileg áhrif vegna raforkuflutnings.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár