Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björt sagðist ætla að „vernda miðhálendið“ fyrir kosningar en nú vill hún virkjanaframkvæmdir

„Við í Bjartri fram­tíð vilj­um um­fram allt vernda mið­há­lend­ið og hafa þjóð­garð þar,“ sagði Björt Ólafs­dótt­ir rétt fyr­ir kosn­ing­ar. Hún gagn­rýndi þá sem væru „áfjáð­ir“ í að virkja. Nú er Björt orð­in um­hverf­is­ráð­herra og vill gefa grænt ljós á Skrok­köldu­virkj­un á mið­há­lend­inu.

Björt sagðist ætla að „vernda miðhálendið“ fyrir kosningar en nú vill hún virkjanaframkvæmdir

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggur til í þingsályktun sinni um rammaáætlun að Skrokkalda á Suðurlandi verði færð úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk svo unnt verði að ráðast þar í virkjanaframkvæmdir á næstu árum. Skrokkalda er á miðhálendinu og samkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar mun fylgja virkjuninni hlaðhús, spennir, 1 kílómetra skurður vestan við Sprengisandsleið og jarðstrengur. 

 

Í aðdraganda síðustu þingkosninga lofaði Björt Ólafsdóttir, og flokkur hennar Björt framtíð, að standa vörð um miðhálendið og beita sér gegn því að þar yrði ráðist í virkjanaframkvæmdir.

Þegar rætt var um umhverfis- og auðlindamál á RÚV þann 14. október var Björt spurð hvort flokkurinn hennar styddi hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð. 

„Við styðjum það svo sannarlega. Það er mikilvægt að við varðveitum þessi ósnortnu víðerni sem 80 prósent erlendra ferðamanna koma hingað til Íslands til að sjá. Þetta er mikil auðlind,“ svaraði hún. „Stærðin vefst fyrir mönnum og það er alveg rétt, en það er út af því að þarna við og innan eru virkjanir sem fólk er áfjáð um að fara í og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. En við í Bjartri framtíð viljum umfram allt vernda miðhálendið og hafa þjóðgarð þar.“ 

Björt framtíð auglýsti sérstaklega ummæli Bjartar á Twitter:


Eftir kosningar var Björt skipuð umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þann 28. febrúar lagði hún fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun.

Tillagan er sam­hljóða tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem lögð var fram í fyrra en dagaði uppi á þinginu. Farið er í einu og öllu eftir tillögum verkefnastjórnar um rammaáætlun og lagt til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá séu sett­ar í nýt­ing­ar­flokk ásamt Aust­urgils­virkj­un, Aust­ur­engj­um í Krýsu­vík, tveim­ur jarðvarma­virkj­un­um á Hengils­svæðinu og vindorkug­arðinum Blönd­u­lundi. Þá er lagt til að Skrokkalda verði flutt í nýtingarflokk.

Virkjunarkostur á miðhálendinu í nýtingarflokk

Nýlega skilaði nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins áfangaskýrslu um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þar er sérstaklega bent á að Skrokkölduvirkjun sé eini virkjunarkosturinn á Miðhálendinu sem lagt hefur verið til að sé færður í nýtingarflokk rammaáætlunar.

„Uppbygging mannvirkja þar með tilheyrandi virkjanabyggingum, vegagerð og línu- og pípulögnum myndi höggva stórt skarð í hjarta hálendisvíðerna landsins“

Þegar fjöldi náttúruverndarsamtaka skilaði umsögn um drög að rammaáætlun árið 2011 var bent á að Skrokkalda væri nærri miðju hálendisins. Uppbygging mannvirkja þar með tilheyrandi virkjanabyggingum, vegagerð og línu- og pípulögnum myndi „höggva stórt skarð í hjarta hálendisvíðerna landsins“. Þá kom fram að virkjunin væri einungis upp á 30 mw og skipti því ein og sér litlu máli í orkubúskap landsins. „Á hinn bóginn þyrfti að leggja um 60 km af háspennumöstrum og línum nálægt Sprengisandsvegi suður til Vatnsfells með tilheyrandi veglagningu, sjónrænum áhrifum og eyðileggingu fyrir heildarsvip hálendisins.“ Auk þess var fullyrt að með virkjunum á þessu svæði myndu ekki einungis mikil víðerni hverfa, heldur yrði miðhálendi Íslands skipt upp í austur og vestur með línulögnum. Jafnvel þótt línurnar yrðu grafnar í jörð yrði jarðraskið óbætanlegt. 

Spennir, jarðstrengur og eins kílómetra skurður

Í rökstuðningi sem fylgir þingsályktunartillögu Bjartar um rammaáætlun er tekið fram að virkjunin sé vissulega á miðhálendinu, en í ljósi þess að þegar hafi verið gert miðlunarlón, stíflur og tilraunaborholur á svæðinu sé ekki lengur um óraskað svæði að ræða. „Mannvirki virkjunarinnar verða að mestu neðanjarðar og því lítt sýnileg, að frátöldu hlaðhúsi, spenni og 1 km löngum skurði vestan við núverandi Sprengisandsleið. Ekki er gert ráð fyrir umfangsmikilli vegagerð vegna framkvæmdarinnar og auðvelt ætti að vera að afmá að mestu sýnilegt rask að framkvæmd lokinni. Í greinargerð virkjunaraðila kemur fram að raforka verði flutt með jarðstreng og því ætti þar ekki að vera um að ræða sýnileg áhrif vegna raforkuflutnings.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár