Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni telur Kastljós vega að Sjálfstæðisflokknum og eiginkona hans kallar fólk „vanvita“

Sjálf­stæð­is­menn hafa brugð­ist harka­lega við af­hjúp­un Kast­ljóss og Bjarni Bene­dikts­son seg­ir rang­lega að þar hafi ekk­ert nýtt kom­ið fram. „Heyrðu þú "amma Pírati" vertu ann­ars stað­ar!“ seg­ir eig­in­kona hans við eldri konu sem gagn­rýn­ir flokk­inn.

Bjarni telur Kastljós vega að Sjálfstæðisflokknum og eiginkona hans kallar fólk „vanvita“

Ýmsir sjálfstæðismenn telja að þáttur Kastljóss um símtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde hafi þjónað þeim tilgangi að koma höggi á flokkinn í aðdraganda kosninga. Í þættinum var þó einungis fjallað um háttsemi fyrrverandi forystumanna í flokknum en ekki um mál sem varða núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins með beinum hætti. 

Fyrstu viðbrögð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við umfjöllun Kastljóss var að deila frétt frá því í sumar á Facebook, en þar kom fram að samkvæmt rannsókn tveggja hagfræðinga næmu endurheimtur ríkissjóðs umfram kostnað vegna hrunsins um 76 milljörðum króna. Í gær mætti svo Bjarni í viðtal á Bylgjunni og sagði meðal annars: „Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því síðan núna í miðja kosningabaráttuna til að rugla menn í ríminu og setja anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar.“ Bætti hann því við að ekkert nýtt hefði komið fram í þættinum. 

Þetta er rangt, því í umfjöllun Kastljóss var greint frá vitnaskýrslu sem hefur að geyma nýjar vísbendingar um að Davíð og Geir hafi vitað fyrirfram að 77,5 milljarða lán Seðlabankans til Kaupþings myndi ekki fást endurgreitt. Sem kunnugt er tapaði ríkissjóður um 35 milljörðum á láninu. Þá var einnig greint frá því í Kastljósi að Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, hefði gengist við því að hafa brotið trúnað þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda neyðarlaganna. 

Áhyggjur af umræðuhefðinni

Með gagnrýni sinni á Kastljós tekur Bjarni undir kenningar sem Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur sett fram um að einungis vaki fyrir Kastljósi að „koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn“. 

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar sem Illugi Gunnarsson skipaði í stjórn Íslandsstofu snemma á þessu kjörtímabili, deilir viðtalinu við Bjarna á Facebook og lýsir yfir áhyggjum af því að „við sem þjóð missum tökin á kosningabaráttunni og endum með sömu hörmungum og hún hefur þróast í Bandaríkjunum“.

Nokkrir þeirra sem gera athugasemdir við málflutning Baldvins fá kaldar kveðjur. Hólmfríður Bjarnadóttir, sem látið hefur til sín taka á Pírataspjallinu, segist telja að umfjöllun Kastljóss hafi varpað ljósi á spillingu og að rannsaka verði málið. „Heyrðu þú "amma Pírati" vertu annars staðar!“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, undir athugasemd hennar. Þá skrifar Hólmfríður: „það vill svo til að ég á FULLT erindi í þessar umræður - eitt af markmiðum okkar Pírata er að TÆKLA SPILLINGU í samfélaginu okkar - af henni er ÞVÍ MIÐUR svo mikið að hún vellur út hvar sem opnað er og skoðað - bak við tjöld eða undir teppi - Eva Joly hefur boðið fram aðstoð sína - ekki mun af veita !!!“ Og Þóra svarar að bragði: „Hólmfríður Bjarnadóttir farðu með þína umræðu annað!“ 

„Eva Joly er vinstri græn“

Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona Illuga Gunnarssonar, blandar sér einnig í umræðurnar og skrifar: „Að Píratar tali um upprætingu á spillingu eftir að hafa skoðað hvert atkvæði í prófkjöri í Norðvestur kjördæmi og kosið aftur er náttúrulega bara brandari. Eva Joly er vinstri græn og ekki hlutlaus aðili, langt því frá.“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hefur Eva Joly lýst yfir stuðningi við Pírata, en ekki Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Bjarni Benediktsson gerði einnig lítið úr Evu Joly í sjónvarpsumræðum á Stöð 2 á dögunum þegar Jón Þór Ólafsson, frambjóðandi Pírata, sagði hana tilbúna að aðstoða Íslendinga við að uppræta spillingu. „Þetta er konan sem fékk 1 prósent í Frakklandi,“ sagði þá Bjarni.

„Þetta er konan sem fékk 1 prósent í Frakklandi“

Þóra Margrét hvetur föður sinn til að taka til á Facebook-síðu sinni. „Taka til á Facebook Baldvin. Of margir vanvitar!“ skrifar hún.

Magnús Júlíusson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og tengdasonur Bjarna Benediktssonar, tekur undir gagnrýnina á Kastljós. „Það að ríkisfjölmiðillinn sé að fjalla um mál sem áður hefur fengið langa umfjöllum rúmri viku fyrir kosningar er auðvitað mjög sérstakt og vekur upp spurningar. Sér í lagi þegar kona Helga Seljan er innmúruð í VG og var til að mynda upplýsingafulltrúi flokksins eftir hrun,“ skrifar hann og bætir við: „Annars beinist þetta tiltekna mál ekki að Bjarna heldur er verið að koma höggi á XD. Hann er bara að benda á hið augljósa í þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár