Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eftirminnilegustu ummæli ársins: „Það eru til alvarlegri brot en þessi gagnvart börnum“

Um­ræð­an um upp­reist æru-mál­ið, stjórn­arslit síð­ustu rík­is­stjórn­ar og mynd­un nú­ver­andi stjórn­ar setja sterk­an svip á yf­ir­lit yf­ir eft­ir­minni­leg­ustu um­mæli árs­ins 2017.

Eftirminnilegustu ummæli ársins: „Það eru til alvarlegri brot en þessi gagnvart börnum“
Eitt stærsta fréttamál ársins Uppreist æru-málið var eitt stærsta fréttamál ársins 2017 og leiddi til stjórnarslita ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson var í brennidepli í því máli. Mynd: Samsett: Stjórnarráðið / Facebook
Guðni Th. Jóhannesson

„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pitsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pitsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pitsu.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tjáir sig um ananas á pitsum sem honum býður við. Ummæli Guðna vöktu alþjóðlega athygli og var sagt frá þeim í mörgum erlendum fjölmiðlum. 


„Mér finnst alveg gersamlega óþolandi að þurfa að taka umræðu um það hver kjör þingmanna eigi að vera eða ráðherra ef því er að skipta.“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tjáir sig um umræðu um launahækkanir þingmanna. 


 

Theódóra Þorsteinsdóttir

„Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneyt­um í gegn­um rík­is­stjórn. Við þing­menn höf­um svo það hlut­verk að fjalla um þau en kom­um hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur.“

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, tjáir sig um þingstörfin í viðtali við Kópavogsblaðið þar sem hún greindi frá því að hún ætlaði að hætta þingmennsku um áramótin 2017–2018 og einbeita sér að störfum sínum í sveitarstjórn Kópavogsbæjar. Thedóra hafði verið í tveimur störfum og var það gagnrýnt harðlega að hún fengi tvöföld laun sem kjörinn fulltrúi og aldrei lagt fram þingmál en var meðflutningsmaður að einu lagafrumvarpi þann tíma sem hún sat á þingi. 


Ásmundur Friðriksson

„Þeir kosta okkur 3,8 milljónir að meðaltali hver hælisleitandi. Ég held að við þurfum að gera okkur grein fyrir því og taka þá viðmið af einhverju öðrum í samfélaginu sem við viljum gera betur í. Hvort við þurfum þá ekki að leggja meiri áherslu á okkar eigin innviði áður en við förum að sprengja þann fjölda sem við tökum á móti á Íslandi og erum greinilega komin langt yfir þau mörk sem við ráðum við.“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig um umræðu um móttöku hælisleitenda í grein í Morgunblaðinu og undirstrikaði mikilvægi þess að „taka umræðuna“ um málið. Ásmundur sagði ítrekað hug sinn um málaflokkinn á árinu.  


Brynjar Níelsson

„Þú ert ekki fátækur ef þú átt bíl og getur rekið hann.“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig um gagnrýni á þá hugmynd Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra að taka upp vegatolla. Bent hafði verið á að vegatollar gætu komið sér illa fyrir fátækt fólk og verið íþyngjandi fyrir það. 


 „Það eru til al­var­legri brot held­ur en þessi gagn­vart börn­um.“

Brynjar Níelsson tjáir sig um barnaníðingsbrot Róberts Árna Hreiðarssonar, sem síðar tók upp nafnið Róbert Downey, í uppreist æru-málinu, í viðtali við mbl.is.


Benedikt Sveinsson

„Öll hans framganga er til fyrirmyndar.“

 

Benedikt Sveinsson fjárfestir í meðmælabréfi með barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni þar sem hann mælti með því að hann fengi uppreist æru vegna brota sinna gegn stjúpdóttur sinni. 

 


 

Benedikt Jóhannesson

 „Það man varla nokkur hvað þetta er.“

Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, tjáir sig um uppreist æru-málið, sem snerist um barnaníð; ástæðu stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar haustið 2017. Benedikt baðst svo afsökunar á ummælum og sagði að sér þætti „leitt“ að hafa talað með þessum hætti. 


„Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem „prófílmynd“ á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“

Ragnar Önundarson

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, tjáði sig um prófílmynd varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, í miðri umræðunni um Metoo-herferðina og gaf í skyn að hún væri kynferðisleg og óviðeigandi fyrir stjórnmálakonu. Ragnar uppskar holskeflu gagnrýni fyrir vikið og dró í land. Í kjölfarið varð til myllumerkið #EkkiveraRagnar, sem notað var til að lýsa andstöðu við kvenfjandsamlega og gamaldags hugmyndafræði Ragnars sem mörgum þótti einkennast af karlrembu. 


Steingrímur J. Sigfússon

„Það yrði þægilegast að við og Samfylkingin myndum ná saman, en síðan horfum við til viðbótar til þeirra flokka sem eru næst okkur í litrófinu, af því að við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem nær af stað með sterkar uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því saman með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ í aðdraganda þingkosninganna og var gagnrýndur fyrir að gera lítið úr fötluðum. Vinstri græn mynduðu svo stjórn með þessum „fatlaða“ flokki eftir kosningarnar og Steingrímur var gerður að forseta Alþingis. 


 

Kolbeinn Ó. Proppé

 „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“

Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kallaði eftir uppgjöri við Sjálfstæðisflokkinn fyrir þingkosningarnar en mælti svo fyrir stjórnarsamstarfi við flokkinn eftir kosningarnar. 


 

Katrín Jakobsdóttir

 „Ég held að það séu vandamál í öllum flokkum.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tjáir sig um og gerði lítið úr spillingu og frændhygli í Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn í viðtali við Harmageddon.  


 

Agnes Sigurðardóttir

 „Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós.“

Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, tjáir sig um sýn sína á fjölmiðlun og gagnaleka í viðtali við Morgunblaðið eftir að lögbann hafði verið sett á Stundina út af umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og skyldmenna hans í Sjóði 9 og í Glitni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
6
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár