Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kostnaður vanáætlaður um milljarða

Fjár­lög árs­ins 2017 voru sam­þykkt í mikl­um flýti, en kostn­að­ur vegna al­manna­trygg­inga og heil­brigð­is- og hæl­is­mála virð­ist hafa ver­ið vanáætl­að­ur um á ann­an tug millj­arða.

Kostnaður vanáætlaður um milljarða
Fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram og samþykkt, en Haraldur Benediktsson var formaður fjárlaganefndar. Mynd: Alþingi

Kostnaður vegna útlendingamála var rúmum milljarði meiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt afkomugreinargerð ríkissjóðs sem fjármálaráðuneytið birti á dögunum voru fjárheimildir verulega „vanáætlaðar í fjárlagagerð í ljósi fordæmalausrar fjölgunar hælisumsókna á síðustu mánuðum ársins 2016“.

Útlendingastofnun birtir nákvæma tölfræði um fjölda hælisumsókna í hverjum mánuði. Þá fékk fjárlaganefnd Alþingis ítarlega kynningu frá fulltrúum innanríkisráðuneytisins á fjárþörf vegna hælisumsókna og þjónustu við hælisleitendur þann 12. desember síðastliðinn.

Dregnar voru upp þrjár sviðsmyndir. Í einni þeirra var áætlað að fjárvöntunin, miðað við frumvarpið sem þá lá fyrir, næmi meira en 2 milljörðum á árinu. Bjartsýnni spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljarða og 892 milljóna fjárvöntun. Nú er ljóst að framúrkeyrslan aðeins á fyrri hluta ársins er 1200 milljónir.

Kostnaður vegna almennrar sjúkrahússþjónustu, lyfjakaupa, innleiðingar nýs greiðsluþátttökukerfis sjúklinga og bóta til öryrkja og ellilífeyrisþega var einnig vanáætlaður um samtals 6 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2017 samkvæmt rekstraryfirliti Fjársýslu ríkisins. Út frá þeim upplýsingum sem gefnar eru má ætla að kostnaður hins opinbera vegna málaflokkanna hafi verið vanáætlaður um vel á annan tug milljarða á fjárlagaárinu í heild. 

Fjárlögin afgreidd í flýti

Eins og Stundin hefur áður bent á voru fjárlög ársins afgreidd í miklum flýti. Allar þrjár umræðurnar um fjárlagafrumvarp ársins 2017 tóku aðeins um 12 klukkustundir en rætt var um fjárlög síðasta árs í um það bil 100 klukkustundir. Venjulega er fjárlagafrumvarpi útbýtt annan þriðjudag í september en fjárlagafrumvarp ársins 2017 var ekki lagt fram fyrr en 6. desember vegna óvenjulegra aðstæðna í kjölfar þingkosninga. Þrátt fyrir þetta var ekki talin þörf á að þingið starfaði milli jóla og nýárs og ákvað fjárlaganefnd að takmarka mjög fundarhöld með fulltrúum stofnana.

 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var gríðarlegt kapp lagt á að rumpa þingstörfum og fjárlagavinnunni af svo þingmenn kæmust í langt frí og þyrftu ekki að mæta til vinnu milli jóla og nýárs. Fjárlögin voru samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins 22. desember en aðrir þingflokkar sátu hjá. 

Nú liggur fyrir að útgjöld ríkisins voru 12,6 milljörðum meiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir þegar Alþingi lögfesti fjárheimildir í desember. Skatttekjur og tryggingagjöld voru 4,7 milljörðum undir áætlun, einkum vegna neikvæðs fráviks í tekjuskatti einstaklinga upp á 8,7 milljörðum sem skýrist af endurgreiðslum vegna uppgjörs á tekjuskatti ársins 2016 sem voru í júní en ekki júlí eins og áætlun hafði gert ráð fyrir. Á móti kemur jákvætt frávik í virðisaukaskatti upp á 5,5 milljarða sem skýrist af miklum vexti einkaneyslu auk þess sem fjármagnstekjur hins opinbera voru 4,4 milljörðum yfir áætlun, aðallega vegna arðgreiðslna frá Landsbankanum og Íslandsbanka.

Gerðu ekki ráð fyrir stjórnarskiptum

Ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna ríkisstjórnarskipta þegar fjárlögin voru samþykkt þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður væru í gangi um það leyti sem frumvarpið var lagt fram og fyrir lægi að ný ríkisstjórn yrði mynduð hvað og hverju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
5
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár