Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ummæli Bjarna um mál Jóhönnu standast ekki skoðun

For­sæt­is­ráð­herra full­yrti ný­lega að Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir hefði hvorki við­ur­kennt bind­andi gildi úr­skurð­ar kær­u­nefnd­ar um jafn­rétt­is­mál né leit­að sátta við kær­anda eft­ir að kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála taldi hana hafa brot­ið jafn­rétt­is­lög. Hvor­ugt stenst skoð­un. Jó­hanna seg­ir for­sæt­is­ráð­herra beita „röng­um og vill­andi upp­lýs­ing­um í mátt­lausri vörn fyr­ir eig­in gjörð­ir“.

Ummæli Bjarna um mál Jóhönnu standast ekki skoðun

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór með rangt mál í gagnrýni sinni á Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar brot þeirra beggja á jafnréttislögum komust í hámæli í byrjun mánaðar. 

Bjarni sagði að Jóhanna hefði ekki viljað „viðurkenna bindandi gildi úrskurðar kærunefndarinnar“ á sínum tíma og að hún hefði hvorki reynt að hnekkja úrskurði kærunefndar fyrir dómstólum né leitað sátta við þann sem á var brotið.

Hvorug fullyrðing Bjarna stenst skoðun. Hið rétta er að Jóhanna lýsti því yfir á Alþingi á sínum tíma að hún teldi úrskurðinn bindandi. Deilt var um þýðingu þess að úrskurðurinn hefði bindandi gildi þegar málið kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá liggur fyrir að ráðuneytið leitaði sátta og bauð kæranda miskabætur í kjölfar úrskurðar kærunefndar. 

Jóhanna Sigurðardóttir tjáir sig um málflutning Bjarna á Facebook og segist finna sig knúna til að svara ítrekuðum rangfærslum forsætisráðherra. „Bjarni hefur reynt að drepa málinu á dreif og, það sem verst er, beitt röngum og villandi upplýsingum í máttlausri vörn fyrir eigin gjörðir,“ skrifar hún. 

Vildi að Jóhanna segði af sér og braut svo sjálfur jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála komst nýlega að þeirri niðurstöðu að Bjarni Bene­dikts­son hefði brotið jafn­rétt­is­lög í starfi sínu sem fjár­málaráðherra þegar hann skipaði karl­mann en ekki konu í embætti skrif­stofu­stjóra skrif­stofu op­in­berra fjár­mála þann 31. ág­úst í fyrra.

Bent hefur verið á að þegar kærunefnd jafnréttismála taldi Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, hafa brotið jafnréttislög árið 2011 spurði Bjarni Benediktsson hana ítrekað hvort hún teldi ekki tilefni til afsagnar.

Í tilviki Jóhönnu hafði karl verið metinn hæfastur en konan sem kærði var í fimmta sæti samkvæmt hæfnismati. Í tilviki Bjarna voru hins vegar kona og karl metin jafnhæf og karlinn samt ráðinn, þvert á reglur jafnréttislaga.

Jóhanna fjallaði um málið á Facebook og spurði: „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ 

Bjarni brást við með ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook:

Rangt að Jóhanna hafi ekki
viðurkennt bindandi gildi úrskurðarins 

Kjarninn í færslu Bjarna er sá að Jóhanna hafi sjálf mælt fyrir frumvarpi til laga um að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi á sínum tíma en ekki viljað viðurkenna bindandi gildi úrskurðar kærunefndar um eigin brot á jafnréttislögum.

„Jóhanna, þá sem forsætisráðherra, vildi ekki viðurkenna bindandi gildi úrskurðar kærunefndarinnar, að því er virðist eingöngu vegna þess að niðurstaðan var henni ekki að skapi,“ skrifar Bjarni.

Hið rétta er að Jóhanna viðurkenndi bindandi gildi úrskurðar kærunefndarinnar, meðal annars í þingræðu þann 31. mars 2011 þar sem hún sagði „alveg rétt að úrskurður kærunefndar er bindandi nema málið fari fyrir dómstóla.“ Eftir því sem Stundin kemst næst þrætti Jóhanna aldrei fyrir að úrskurðurinn væri bindandi.

Deilt var um þýðingu þess að úrskurðurinn væri bindandi og túlkun lagaákvæðis þess efnis þegar málið kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dóminum kemur fram að með bréfi, dagsettu 4. maí 2011, hafi forsætisráðuneytið tilkynnt kærunefnd jafnréttismála að „ráðuneytið teldi erfitt að festa hönd á það með hvaða hætti úrskurður kærunefndar jafnréttismála í málinu væri bindandi að lögum“. Þá kom fram að jafnframt teldi „ráðuneytið að úrskurðurinn hefði ekki þau áhrif að til bótaréttar stefnanda hefði stofnast“.

Héraðsdómur tók undir það mat ráðuneytisins að úrskurðurinn um brot á jafnréttislögum hefði ekki stofnað til bótaréttar gagnvart kæranda. Síðar vakti umboðsmaður Alþingis athygli Alþingis á þeirri óvissu sem ríkti um þýðingu þess að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála væru bindandi. 

Ríkislögmaður taldi að túlka ætti ákvæði
um „bindandi gildi“ úrskurðarins þröngt

Þegar deilt var um þýðingu þess að úrskurðurinn væri bindandi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hélt ríkislögmaður, Einar Karl Hallvarðsson, því fram að úrskurður kærunefndarinnar gæti ekki talist bindandi á þann hátt að þegar væru skilyrði til að taka kröfur stefnanda um miskabætur að einhverju eða öllu leyti til greina. 

„Í fyrsta lagi telji stefndi að dómstólar séu ekki bundnir af úrskurði kærunefndarinnar um hvort brotið hafi verið gegn lögum nr. 10/2008, enda sé sakarefni um það ekki undanskilið úrlausnarvaldi dómstóla í lögunum, sbr. 60. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í ljósi þess ákvæðis stjórnarskrár beri að túlka ákvæði laga nr. 10/2008 um bindandi gildi úrskurðarins þröngt,“ segir í dóminum.

Niðurstaða Héraðsdóms var sú að í ljósi þess að íslenska ríkið hefði ekki borið úrskurð kærunefndar jafnréttismála undir dómstóla innan þess málshöfðunarfrests sem gefinn var yrði talið að úrskurðinn hafi orðið bindandi fyrir aðila málsins. „Verður því lagt til grundvallar í málinu að við skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu hafi forsætisráðherra brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“

Einnig ósatt að ekki hafi verið leitað sátta við kæranda

Í gagnrýni sinni á Jóhönnu Sigurðardóttur skrifar Bjarni Benediktsson einnig: „Bindandi gildi úrskurðar hefur þá þýðingu að í máli Jóhönnu átti ráðuneytið fyrst og fremst tvo valkosti. Annað hvort að eiga frumkvæði að því að hnekkja úrskurðinum fyrir dómstólum eða eftir atvikum að leita sátta við þann sem taldi á sér brotið. En hvort gerði Jóhanna? Svarið er hvorugt.“

Hið rétta er að eftir að kærunefnd jafnréttismála kvað upp úrskurð sinn fór forsætisráðuneytið yfir málið með ríkislögmanni og bauð kæranda til fundar í ráðuneytinu. Jóhanna greinir frá því á Facebook-síðu sinni að ríkislögmaður hafi reynt, fyrir hönd forsætisráðuneytisins, að leita sátta en það hafi ekki tekist. „Forsætisráðuneytið bauð 500 þúsund krónur en því var hafnað,“ skrifar Jóhanna. 

Ummæli Jóhönnu eru í samræmi við frásögn sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar segir meðal annars:

„Ríkislögmaður sendi stefnanda bréf 9. maí 2011 en í því var upplýst að til skoðunar væri hjá forsætisráðuneytinu hvort skjóta bæri úrskurði kærunefndarinnar til dómstóla. Jafnframt var stefnanda boðið til viðræðna um greiðslu miskabóta. Stefnandi svaraði bréfinu 26. maí sama ár með boði um að ljúka málinu með greiðslu fébóta og miskabóta. Með bréfi 16. júní 2011 ítrekaði stefndi boð sitt um miskabætur. Stefnandi hafnaði boði stefnda og hefur höfðað mál þetta til innheimtu bóta.“ 

Viðbrögð Jóhönnu við gagnrýni Bjarna Benediktssonar má sjá í heild hér að neðan: 

Stundin hefur áður fjallað um ósannindi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sjá ítarlega umfjöllun sem birtist á vefnum þann 11. mars síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár