Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt fjarlægði færslu um dómaramálið

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, birti færslu á Face­book í gær þar sem hann stað­festi að þing­flokk­ur Við­reisn­ar hefði stað­ið í vegi fyr­ir því að um­sækj­end­urn­ir sem dóm­nefnd mat hæf­asta væru skip­að­ir við Lands­rétt. Hann fjar­lægði færsl­una eft­ir að fram kom gagn­rýni á um­mæli hans.

Benedikt fjarlægði færslu um dómaramálið

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, birti færslu á Facebook í gær þar sem fram kom að dómsmálaráðherra hefði verið undir þrýstingi frá þingflokki Viðreisnar um að endurskoða tilnefningar til dómara Landsréttar á grundvelli kynjasjónarmiða. Hann fjarlægði færsluna eftir að fram kom hörð gagnrýni á fullyrðingar hans. 

Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hélt Benedikt því fram í færslunni að Viðreisn hefði aldrei samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar vegna þess að þá hefði hallað á konur. Þá hrósaði hann flokknum sínum fyrir  jafnréttisáherslur. 

Það hvernig Benedikt réttlætti hrókeringar Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra með vísan til kynjasjónarmiða, hlaut hörð viðbrögð á Facebook. Fólst sú gagnrýni meðal annars í því að kynjasjónarmiðin réttlættu ekki að tveimur körlum var skipt út fyrir tvo aðra karla. Þeirra á meðal var Jón Finnbjörnsson sem hafnaði í 30. sæti hæfnismats dómnefndarinnar en hann er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur, fyrrvarandi yfirmanns Sigríðar á Lex lögmannsstofu. Jón var valinn fram yfir fimm aðrar konu sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár