Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, birti færslu á Facebook í gær þar sem fram kom að dómsmálaráðherra hefði verið undir þrýstingi frá þingflokki Viðreisnar um að endurskoða tilnefningar til dómara Landsréttar á grundvelli kynjasjónarmiða. Hann fjarlægði færsluna eftir að fram kom hörð gagnrýni á fullyrðingar hans.
Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hélt Benedikt því fram í færslunni að Viðreisn hefði aldrei samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar vegna þess að þá hefði hallað á konur. Þá hrósaði hann flokknum sínum fyrir jafnréttisáherslur.
Það hvernig Benedikt réttlætti hrókeringar Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra með vísan til kynjasjónarmiða, hlaut hörð viðbrögð á Facebook. Fólst sú gagnrýni meðal annars í því að kynjasjónarmiðin réttlættu ekki að tveimur körlum var skipt út fyrir tvo aðra karla. Þeirra á meðal var Jón Finnbjörnsson sem hafnaði í 30. sæti hæfnismats dómnefndarinnar en hann er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur, fyrrvarandi yfirmanns Sigríðar á Lex lögmannsstofu. Jón var valinn fram yfir fimm aðrar konu sem …
Athugasemdir