Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum

Stjórn­end­ur Ís­lands­banka vilja eign­ast 1 pró­senta hlut í bank­an­um, eða and­virði 2 millj­arða, seg­ir í frétt Morg­un­blaðs­ins. Stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­banka kann­ast ekki við að far­ið hafi ver­ið fram á þetta.

Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum

„Ég hef ekki hugmynd um það hvaðan þetta kemur. Það eru engar fyrirliggjandi tillögur um þetta. Það hefur margoft verið rætt um bónusa án þess að neinar tillögur séu uppi um það mál," segir Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, vegna fréttar Morgunblaðsins um að Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, auk framkvæmdastjóra og stjórnarmanna bankans, hafi farið fram á kaupauka í tengslum við gerð nauðasamnings og mögulega sölu hans. 

Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur skrifar fréttina, en þar kemur fram að gerð hafi verið tillaga um að 1 prósenta hlutur í bankanum renni hópnum í skaut. Friðrik þvertekur fyrir að nokkrar tillögur, hvað þá ákvarðandir, liggi fyrir um málið. Þá segist hann hafa allar sínar upplýsingar um þetta úr fjölmiðli. Fréttin í morgun hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég las þetta í Morgunblaðinu. Meira hef ég ekki um þetta mál að segja," segir Friðrik sem vill ekki tjá sig um hvort eðlilegt sé að æðstu stjórnendur bankans eignist hlut í bankanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár