Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum

Stjórn­end­ur Ís­lands­banka vilja eign­ast 1 pró­senta hlut í bank­an­um, eða and­virði 2 millj­arða, seg­ir í frétt Morg­un­blaðs­ins. Stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­banka kann­ast ekki við að far­ið hafi ver­ið fram á þetta.

Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum

„Ég hef ekki hugmynd um það hvaðan þetta kemur. Það eru engar fyrirliggjandi tillögur um þetta. Það hefur margoft verið rætt um bónusa án þess að neinar tillögur séu uppi um það mál," segir Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, vegna fréttar Morgunblaðsins um að Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, auk framkvæmdastjóra og stjórnarmanna bankans, hafi farið fram á kaupauka í tengslum við gerð nauðasamnings og mögulega sölu hans. 

Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur skrifar fréttina, en þar kemur fram að gerð hafi verið tillaga um að 1 prósenta hlutur í bankanum renni hópnum í skaut. Friðrik þvertekur fyrir að nokkrar tillögur, hvað þá ákvarðandir, liggi fyrir um málið. Þá segist hann hafa allar sínar upplýsingar um þetta úr fjölmiðli. Fréttin í morgun hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég las þetta í Morgunblaðinu. Meira hef ég ekki um þetta mál að segja," segir Friðrik sem vill ekki tjá sig um hvort eðlilegt sé að æðstu stjórnendur bankans eignist hlut í bankanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár