Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum

Stjórn­end­ur Ís­lands­banka vilja eign­ast 1 pró­senta hlut í bank­an­um, eða and­virði 2 millj­arða, seg­ir í frétt Morg­un­blaðs­ins. Stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­banka kann­ast ekki við að far­ið hafi ver­ið fram á þetta.

Bankamenn vilja meira en hundrað milljónir á mann - Friðrik kemur af fjöllum

„Ég hef ekki hugmynd um það hvaðan þetta kemur. Það eru engar fyrirliggjandi tillögur um þetta. Það hefur margoft verið rætt um bónusa án þess að neinar tillögur séu uppi um það mál," segir Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, vegna fréttar Morgunblaðsins um að Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, auk framkvæmdastjóra og stjórnarmanna bankans, hafi farið fram á kaupauka í tengslum við gerð nauðasamnings og mögulega sölu hans. 

Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur skrifar fréttina, en þar kemur fram að gerð hafi verið tillaga um að 1 prósenta hlutur í bankanum renni hópnum í skaut. Friðrik þvertekur fyrir að nokkrar tillögur, hvað þá ákvarðandir, liggi fyrir um málið. Þá segist hann hafa allar sínar upplýsingar um þetta úr fjölmiðli. Fréttin í morgun hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég las þetta í Morgunblaðinu. Meira hef ég ekki um þetta mál að segja," segir Friðrik sem vill ekki tjá sig um hvort eðlilegt sé að æðstu stjórnendur bankans eignist hlut í bankanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár