„Fjármálaeftirlitið getur ekki veitt upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. Hins vegar skal þess getið að ef Fjármálaeftirlitið fær ábendingu um greiðslu kaupauka sem virðist vera í ósamræmi við ákvæði laga og reglna tekur stofnunin málið til athugunar,“ segir í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, aðspurður um hvort 3,4 milljarða króna bónusgreiðslur sem eignaumsýslufélagið ALMC, gamli Straumur-Burðarás, hyggst greiða út til hóps einstaklinga sem hefur séð um umsýslu eigna fyrirtækisins. DV greindi frá bónusgreiðslunum í forsíðufrétt sinni á þriðjudaginn.
Í gildi eru reglur um bónusgreiðslur sem kveða á um að fjármálafyrirtæki megi einungis greiða út sem nemur 25 prósent af árstekjum starfsmanns í bónusgreiðslur til viðkomandi. ALMC er hins vegar eignaumsýslufélag og ekki lengur fjármálafyrirtæki þar sem starfsleyfi þess var afturkallað árið 2012. Stofnaður var ný fjárfestingarbanki Straumur á grunni Straums-Burðaráss og fluttust ýmsir lykilstarfsmenn gamla bankans yfir í þann nýja og starfa þar í dag.
Athugasemdir