Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bónusgreiðslur gamla Straums: FME athugar öll meint brot á reglum

ALMC var eig­andi Straums þeg­ar bón­us­greiðsl­urn­ar voru ákveðn­ar. Að minnsta kosti fimm starfs­menn Straums fá bónusa frá fyrr­ver­andi að­aleig­anda bank­ans. Regl­ur kveða á um að bónus­ar banka­manna megi ein­ung­is nema 25 pró­sent­um af árs­laun­um.

Bónusgreiðslur gamla Straums: FME  athugar öll meint brot á reglum
Átti Straum þegar kaupaukakerfið var ákveðið ALMC átti Straum þegar kaupaukakerfið var ákveðið 2011 en meðal þeirra sem njóta bónusanna eru núverandi starfsmenn Straums. Mynd: PressPhotos

„Fjármálaeftirlitið getur ekki veitt upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. Hins vegar skal þess getið að ef Fjármálaeftirlitið fær ábendingu um greiðslu kaupauka sem virðist vera í ósamræmi við ákvæði laga og reglna tekur stofnunin málið til athugunar,“ segir í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, aðspurður um hvort 3,4 milljarða króna bónusgreiðslur sem eignaumsýslufélagið ALMC, gamli Straumur-Burðarás, hyggst greiða út til hóps einstaklinga sem hefur séð um umsýslu eigna fyrirtækisins.  DV greindi frá bónusgreiðslunum í forsíðufrétt sinni á þriðjudaginn. 

Í gildi eru reglur um bónusgreiðslur sem kveða á um að fjármálafyrirtæki megi einungis greiða út sem nemur 25 prósent af árstekjum starfsmanns í bónusgreiðslur til viðkomandi. ALMC er hins vegar eignaumsýslufélag og ekki lengur fjármálafyrirtæki þar sem starfsleyfi þess var afturkallað árið 2012.  Stofnaður var ný fjárfestingarbanki Straumur á grunni Straums-Burðaráss og fluttust ýmsir lykilstarfsmenn gamla bankans yfir í þann nýja og starfa þar í dag.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár