Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Milljörðum varið í bónusa til starfsmanna föllnu bankanna

Á síð­asta ári hafa fé­lög tengd föllnu bönk­un­um eyrna­merkt millj­arða króna í bón­us­greiðsl­ur til starfs­manna fé­lag­anna. Laga­frum­varp sem hefði sett þak á bón­us­greiðsl­urn­ar var ekki tek­ið til um­ræðu á Al­þingi í fyrra.

Milljörðum varið í bónusa til starfsmanna föllnu bankanna
Kolbeinn Árnason, stjórnarmaður í LBI. Fær greiddar um 90 milljónir króna í bónus fyrir störf sín hjá LBI ehf. sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Mynd: mbl/Golli

Fjórir stjórnendur eignarhaldsfélagsins LBI fá greiddar samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir króna í bónus.

LBI heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði með Fréttablaðinu í dag. Á rúmu ári hefur milljörðum króna verið varið í bónusgreiðslur til starfsmanna föllnu bankanna.

LandsbankinnFjórir stjórendur LBI fá greiddar samanlagt á bilinu 350-370 milljónir króna í bónus.

Bónusgreiðslurnar til stjórnenda LBI koma til vegna þess að Landsbankinn ákvað að gera upp skuld sína við LBI þann 22. júní síðastliðinn, rúmum 9 árum fyrir lokagjalddaga. Þannig hefur ákvörðun bankans um að gera upp skuldina einhliða tryggt fjórmenningunum, Kolbeini Árnasyni, stjórnarmanni í LBI og fyrrverandi framkvæmdastjóra SFS, Ársæli Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LBI, Richard Katz, formanns stjórnar LBI og Christian Anders Digemose, dönskum ráðgjafa sem var lögmaður fyrir kröfuhafa föllnu bankanna, hundruð milljóna króna í bónusgreiðslur.

Ársæll var samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með rúmlega 23 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Þá var Kolbeinn var með rúmar 7 milljónir króna á mánuði.

Á aðalfundi LBI í apríl 2016 var kaupaukakerfi samþykkt og fengu fjórmenningarnir greiddan bónusinn á grundvelli þess kerfis. Þá áætlar Markaðurinn að bónuspotturinn fyrir stjórnendur LBI geti numið tveimur milljörðum króna, gangi tilteknar forsendur eftir um endurgreiðslur til skuldabréfaeigenda.

Einum og hálfum milljarði varið í bónusa hjá Kaupþing

Á síðasta aðalfundi eignarhaldsfélagsins Kaupþings sem fram fór í ágúst í fyrra var ákveðið að verja 1.500 milljónum í bónusgreiðslur til 20 lykilstarfsmanna. Þessir sömu starfsmenn hlutu tugi milljónir króna í bónusa um þarsíðustu áramót þegar Kaupþing lauk nauðasamningum. Fregnir af bónusgreiðslum Kaupþings vöktu mikla athygli og kepptust þingmenn við að gagnrýna greiðslurnar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, sagði bónusana „lykta af sjálftöku“ í viðtali við Rúv í fyrrasumar.

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður FramsóknarVildi leggja 90-98 prósenta skatt á bónusgreiðslur.

Málið var rætt af miklum þunga á Alþingi í lok ágúst í fyrra. Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi leggja 90-98 prósenta skatt á bónusgreiðslur. „Glaður vil ég að slitabúin skili aftur peningum til Íslands eins og þarna er ráð fyrir gert. Ég kæri mig bara ekki um að þeir lendi í fjögurra til fimm manna höndum. Þannig að ég myndi bara leggja til að við yrðum fljót að setja lög um það að 90-98% skattur yrði lagður á slíkar bónusgreiðslur þannig að við getum tryggt að þessi framlög slitabúanna sem eru að koma til Íslands lendi ekki í fjögurra til fimm manna hóp heldur hjá þjóðinni allri,“ sagði Þorsteinn.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar tóku undir orð Þorsteins og mæltu með sérstakri skattlagningu á bónusa. „Þessa nöktu birtingarmynd nýfrjálshyggjugræðgiskapítalismans viljum við ekki sjá aftur á Íslandi. Það er nóg komið af því. Og við þurfum að taka til þeirra ráða sem eru tiltæk gagnvart þessu,“ sagði Steingrímur.

Lagafrumvarp sem hefði takmarkað bónusgreiðslur fékk ekki afgreiðslu

Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður SamfylkingarinnarHefði frumvarp hans verið leitt í lög hefðu bónusgreiðslur starfsmanna föllnu bankanna lækkað umtalsvert.

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi síðasta haust um þak á bónusgreiðslur fyrirtækja sem fara með eignir föllnu fjármálafyrirtækjanna. Helgi Hjörvar flutti frumvarpið en það var ekki tekið til umræðu á Alþingi. Í frumvarpinu var lagt til að þak sem gildir um bónusa starfsmanna fjármálafyrirtækja næði einnig til fjármálafyrirtækja sem tekin hefðu verið til slitameðferðar og félaga sem voru í eigu slíka félagra eða fara með eignir þess. Í lögunum er áskilið að bónusar megi ekki fara yfir 25 prósent af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Frumvarpið sem varð ekki að lögum hefði haft það að verkum að Kaupþing, LBI, Glitnir og ALMC sem áður var Straumur Burðarás gætu ekki greitt starfsfólki sínu bónusa umfram kaupaukaþakið. Öll þessi félög hafa lýst því yfir að þau ætli að greiða starfsfólki sínu bónusa. 

Laun Kolbeins hjá LBI eru um 200 þúsund dollarar á ári eða um 21 milljón króna. Hefði frumvarp Helga Hjörvars verið leitt í lög og náð yfir tilfellið hefði LBI einungis getað greitt honum rúmar 5 milljónir króna í bónus á ári – en ekki um 90 milljónir eins og félagið stefnir að í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár