Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Milljörðum varið í bónusa til starfsmanna föllnu bankanna

Á síð­asta ári hafa fé­lög tengd föllnu bönk­un­um eyrna­merkt millj­arða króna í bón­us­greiðsl­ur til starfs­manna fé­lag­anna. Laga­frum­varp sem hefði sett þak á bón­us­greiðsl­urn­ar var ekki tek­ið til um­ræðu á Al­þingi í fyrra.

Milljörðum varið í bónusa til starfsmanna föllnu bankanna
Kolbeinn Árnason, stjórnarmaður í LBI. Fær greiddar um 90 milljónir króna í bónus fyrir störf sín hjá LBI ehf. sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Mynd: mbl/Golli

Fjórir stjórnendur eignarhaldsfélagsins LBI fá greiddar samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir króna í bónus.

LBI heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði með Fréttablaðinu í dag. Á rúmu ári hefur milljörðum króna verið varið í bónusgreiðslur til starfsmanna föllnu bankanna.

LandsbankinnFjórir stjórendur LBI fá greiddar samanlagt á bilinu 350-370 milljónir króna í bónus.

Bónusgreiðslurnar til stjórnenda LBI koma til vegna þess að Landsbankinn ákvað að gera upp skuld sína við LBI þann 22. júní síðastliðinn, rúmum 9 árum fyrir lokagjalddaga. Þannig hefur ákvörðun bankans um að gera upp skuldina einhliða tryggt fjórmenningunum, Kolbeini Árnasyni, stjórnarmanni í LBI og fyrrverandi framkvæmdastjóra SFS, Ársæli Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LBI, Richard Katz, formanns stjórnar LBI og Christian Anders Digemose, dönskum ráðgjafa sem var lögmaður fyrir kröfuhafa föllnu bankanna, hundruð milljóna króna í bónusgreiðslur.

Ársæll var samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með rúmlega 23 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Þá var Kolbeinn var með rúmar 7 milljónir króna á mánuði.

Á aðalfundi LBI í apríl 2016 var kaupaukakerfi samþykkt og fengu fjórmenningarnir greiddan bónusinn á grundvelli þess kerfis. Þá áætlar Markaðurinn að bónuspotturinn fyrir stjórnendur LBI geti numið tveimur milljörðum króna, gangi tilteknar forsendur eftir um endurgreiðslur til skuldabréfaeigenda.

Einum og hálfum milljarði varið í bónusa hjá Kaupþing

Á síðasta aðalfundi eignarhaldsfélagsins Kaupþings sem fram fór í ágúst í fyrra var ákveðið að verja 1.500 milljónum í bónusgreiðslur til 20 lykilstarfsmanna. Þessir sömu starfsmenn hlutu tugi milljónir króna í bónusa um þarsíðustu áramót þegar Kaupþing lauk nauðasamningum. Fregnir af bónusgreiðslum Kaupþings vöktu mikla athygli og kepptust þingmenn við að gagnrýna greiðslurnar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, sagði bónusana „lykta af sjálftöku“ í viðtali við Rúv í fyrrasumar.

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður FramsóknarVildi leggja 90-98 prósenta skatt á bónusgreiðslur.

Málið var rætt af miklum þunga á Alþingi í lok ágúst í fyrra. Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi leggja 90-98 prósenta skatt á bónusgreiðslur. „Glaður vil ég að slitabúin skili aftur peningum til Íslands eins og þarna er ráð fyrir gert. Ég kæri mig bara ekki um að þeir lendi í fjögurra til fimm manna höndum. Þannig að ég myndi bara leggja til að við yrðum fljót að setja lög um það að 90-98% skattur yrði lagður á slíkar bónusgreiðslur þannig að við getum tryggt að þessi framlög slitabúanna sem eru að koma til Íslands lendi ekki í fjögurra til fimm manna hóp heldur hjá þjóðinni allri,“ sagði Þorsteinn.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar tóku undir orð Þorsteins og mæltu með sérstakri skattlagningu á bónusa. „Þessa nöktu birtingarmynd nýfrjálshyggjugræðgiskapítalismans viljum við ekki sjá aftur á Íslandi. Það er nóg komið af því. Og við þurfum að taka til þeirra ráða sem eru tiltæk gagnvart þessu,“ sagði Steingrímur.

Lagafrumvarp sem hefði takmarkað bónusgreiðslur fékk ekki afgreiðslu

Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður SamfylkingarinnarHefði frumvarp hans verið leitt í lög hefðu bónusgreiðslur starfsmanna föllnu bankanna lækkað umtalsvert.

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi síðasta haust um þak á bónusgreiðslur fyrirtækja sem fara með eignir föllnu fjármálafyrirtækjanna. Helgi Hjörvar flutti frumvarpið en það var ekki tekið til umræðu á Alþingi. Í frumvarpinu var lagt til að þak sem gildir um bónusa starfsmanna fjármálafyrirtækja næði einnig til fjármálafyrirtækja sem tekin hefðu verið til slitameðferðar og félaga sem voru í eigu slíka félagra eða fara með eignir þess. Í lögunum er áskilið að bónusar megi ekki fara yfir 25 prósent af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Frumvarpið sem varð ekki að lögum hefði haft það að verkum að Kaupþing, LBI, Glitnir og ALMC sem áður var Straumur Burðarás gætu ekki greitt starfsfólki sínu bónusa umfram kaupaukaþakið. Öll þessi félög hafa lýst því yfir að þau ætli að greiða starfsfólki sínu bónusa. 

Laun Kolbeins hjá LBI eru um 200 þúsund dollarar á ári eða um 21 milljón króna. Hefði frumvarp Helga Hjörvars verið leitt í lög og náð yfir tilfellið hefði LBI einungis getað greitt honum rúmar 5 milljónir króna í bónus á ári – en ekki um 90 milljónir eins og félagið stefnir að í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár