Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Milljörðum varið í bónusa til starfsmanna föllnu bankanna

Á síð­asta ári hafa fé­lög tengd föllnu bönk­un­um eyrna­merkt millj­arða króna í bón­us­greiðsl­ur til starfs­manna fé­lag­anna. Laga­frum­varp sem hefði sett þak á bón­us­greiðsl­urn­ar var ekki tek­ið til um­ræðu á Al­þingi í fyrra.

Milljörðum varið í bónusa til starfsmanna föllnu bankanna
Kolbeinn Árnason, stjórnarmaður í LBI. Fær greiddar um 90 milljónir króna í bónus fyrir störf sín hjá LBI ehf. sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Mynd: mbl/Golli

Fjórir stjórnendur eignarhaldsfélagsins LBI fá greiddar samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir króna í bónus.

LBI heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði með Fréttablaðinu í dag. Á rúmu ári hefur milljörðum króna verið varið í bónusgreiðslur til starfsmanna föllnu bankanna.

LandsbankinnFjórir stjórendur LBI fá greiddar samanlagt á bilinu 350-370 milljónir króna í bónus.

Bónusgreiðslurnar til stjórnenda LBI koma til vegna þess að Landsbankinn ákvað að gera upp skuld sína við LBI þann 22. júní síðastliðinn, rúmum 9 árum fyrir lokagjalddaga. Þannig hefur ákvörðun bankans um að gera upp skuldina einhliða tryggt fjórmenningunum, Kolbeini Árnasyni, stjórnarmanni í LBI og fyrrverandi framkvæmdastjóra SFS, Ársæli Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LBI, Richard Katz, formanns stjórnar LBI og Christian Anders Digemose, dönskum ráðgjafa sem var lögmaður fyrir kröfuhafa föllnu bankanna, hundruð milljóna króna í bónusgreiðslur.

Ársæll var samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með rúmlega 23 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Þá var Kolbeinn var með rúmar 7 milljónir króna á mánuði.

Á aðalfundi LBI í apríl 2016 var kaupaukakerfi samþykkt og fengu fjórmenningarnir greiddan bónusinn á grundvelli þess kerfis. Þá áætlar Markaðurinn að bónuspotturinn fyrir stjórnendur LBI geti numið tveimur milljörðum króna, gangi tilteknar forsendur eftir um endurgreiðslur til skuldabréfaeigenda.

Einum og hálfum milljarði varið í bónusa hjá Kaupþing

Á síðasta aðalfundi eignarhaldsfélagsins Kaupþings sem fram fór í ágúst í fyrra var ákveðið að verja 1.500 milljónum í bónusgreiðslur til 20 lykilstarfsmanna. Þessir sömu starfsmenn hlutu tugi milljónir króna í bónusa um þarsíðustu áramót þegar Kaupþing lauk nauðasamningum. Fregnir af bónusgreiðslum Kaupþings vöktu mikla athygli og kepptust þingmenn við að gagnrýna greiðslurnar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, sagði bónusana „lykta af sjálftöku“ í viðtali við Rúv í fyrrasumar.

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður FramsóknarVildi leggja 90-98 prósenta skatt á bónusgreiðslur.

Málið var rætt af miklum þunga á Alþingi í lok ágúst í fyrra. Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi leggja 90-98 prósenta skatt á bónusgreiðslur. „Glaður vil ég að slitabúin skili aftur peningum til Íslands eins og þarna er ráð fyrir gert. Ég kæri mig bara ekki um að þeir lendi í fjögurra til fimm manna höndum. Þannig að ég myndi bara leggja til að við yrðum fljót að setja lög um það að 90-98% skattur yrði lagður á slíkar bónusgreiðslur þannig að við getum tryggt að þessi framlög slitabúanna sem eru að koma til Íslands lendi ekki í fjögurra til fimm manna hóp heldur hjá þjóðinni allri,“ sagði Þorsteinn.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar tóku undir orð Þorsteins og mæltu með sérstakri skattlagningu á bónusa. „Þessa nöktu birtingarmynd nýfrjálshyggjugræðgiskapítalismans viljum við ekki sjá aftur á Íslandi. Það er nóg komið af því. Og við þurfum að taka til þeirra ráða sem eru tiltæk gagnvart þessu,“ sagði Steingrímur.

Lagafrumvarp sem hefði takmarkað bónusgreiðslur fékk ekki afgreiðslu

Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður SamfylkingarinnarHefði frumvarp hans verið leitt í lög hefðu bónusgreiðslur starfsmanna föllnu bankanna lækkað umtalsvert.

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi síðasta haust um þak á bónusgreiðslur fyrirtækja sem fara með eignir föllnu fjármálafyrirtækjanna. Helgi Hjörvar flutti frumvarpið en það var ekki tekið til umræðu á Alþingi. Í frumvarpinu var lagt til að þak sem gildir um bónusa starfsmanna fjármálafyrirtækja næði einnig til fjármálafyrirtækja sem tekin hefðu verið til slitameðferðar og félaga sem voru í eigu slíka félagra eða fara með eignir þess. Í lögunum er áskilið að bónusar megi ekki fara yfir 25 prósent af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Frumvarpið sem varð ekki að lögum hefði haft það að verkum að Kaupþing, LBI, Glitnir og ALMC sem áður var Straumur Burðarás gætu ekki greitt starfsfólki sínu bónusa umfram kaupaukaþakið. Öll þessi félög hafa lýst því yfir að þau ætli að greiða starfsfólki sínu bónusa. 

Laun Kolbeins hjá LBI eru um 200 þúsund dollarar á ári eða um 21 milljón króna. Hefði frumvarp Helga Hjörvars verið leitt í lög og náð yfir tilfellið hefði LBI einungis getað greitt honum rúmar 5 milljónir króna í bónus á ári – en ekki um 90 milljónir eins og félagið stefnir að í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár