Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Báðust afsökunar en snúa aftur með milljarða bónusa

Stjórn­end­ur Straums-Burða­ráss ætl­uðu að greiða sér millj­arða í bónusa ár­ið 2009, eft­ir gjald­þrot bank­ans, en báð­ust af­sök­un­ar eft­ir mót­mæli. Hvata­kerf­ið hef­ur ver­ið tek­ið upp að nýju. 20 til 30 ein­stak­ling­ar munu skipta með sér millj­örð­un­um.

Báðust afsökunar en snúa aftur með milljarða bónusa
Baðst afsökunar Óttar Pálsson, þáverandi forstjóri Straums, skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2009 og baðst afsökunar á hugmyndinni, hún hefði ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum.

Bónusgreiðslur upp á 3,4 milljarða króna verða greiddar út til á milli 20 og 30 starfsmanna eignaumsýslufélagsins ALMC, áður Straums-Burðaráss. DV greinir frá þessu í dag. Bónusarnir eru fyrir umsýslu með eignir ALMC. Meðal þeirra sem fá bónusana eru núverandi stjórnarmenn ALMC og fyrrverandi og núverandi starfsmenn fjárfestingarbankans Straums, meðal annars núverandi forstjóri hans Jakob Ásmundsson og fyrrverandi forstjóri, Óttar Pálsson, sem jafnframt er stjórnarmaður í ALMC í dag.

Helsti eigandi ALMC er félagið Thingvellir B.V. sem stýrt af Deutsche Bank í Amsterdam. Ekki liggur fyrir hver á það félag en bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner hefur verið nefndur til sögunnar sem einn af stærri hluthöfunum. 

Ákveðið 2011

Í ásreikningi ALMC fyrir árið 2014 eru 22,831 milljónir evra bókfærðar undir skýringunni „langtíma hvatakerfi“. Í texta sem fylgir skýringunni er rakið hvernig hvatakerfið var ákveðið á hluthafafundi ALMC árið 2011. Þar segir: „Fyrirtækið ákvað hvatakerfi til langs tíma árið 2011, eftir að aðalfundur hluthafa fyrirtækisins heimilaði það. Markmið hvatakerfisins endurheimtur skiptanlegra skuldabréfa með því að hvetja og halda í lykilstjórnendur og starfsmenn.“

Tveimur árum áður, síðsumars 2009, kom fram í fjölmiðlum að Straumur ætlaði að greiða lykilstjórnendum sínum milljarða króna í bónusa fyrir umsýslu með eignir bankans. Þá var talað um að bónusarnir gætu orðið allt að tíu milljarðar króna. Mikil umræða skapaðist um það mál í fjölmiðlum

Forstjórinn fær bónusa
Forstjórinn fær bónusa Núverandi forstjóri fjárfestingarbankans Straums, Jakob Ásmundsson, er einn þeirra sem fær bónus samkvæmt kaupaukakerfinu. Hann var áður fjármálastjóri ALMC. Fleiri starfsmenn Straums fá bónusa frá ALMC en einhverjir þeirra hafa einnig unnið fyrir AlMC.

Baðst afsökunar

Eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum árið 2009 skrifaði þáverandi forstjóri Straums, Óttar Pálsson, aðsenda grein í Morgunblaðið og baðst afsökunar á hugmyndinni. Hann sagði að hugmyndin hefði ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum.

„Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar“

Orðrétt kom fram í grein Óttars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga er ég ekki í nokkrum vafa um að ég og aðrir sem að endurskipulagningunni koma hefðum átt að gefa aðstæðum hér á landi betri gaum. Ég tel einnig mikilvægt að fram komi að aldrei hefur staðið til að ég verði þátttakandi í eignaumsýslu Straums að endurskipulagningu lokinni og hef ég því engra persónulegra hagsmuna að gæta í tengslum við launafyrirkomulag þeirrar starfsemi. Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar, fyrir eigin hönd og félagsins, á að þær forsendur sem áætlanir mínar og annarra stjórnenda voru reistar á hafi einblínt um of á erlendar aðstæður og ekki verið í nægjanlegum tengslum við þann veruleika sem við Íslendingar búum nú við sem þjóð. Framhald málsins verður í höndum nýrrar stjórnar og nýrra eigenda bankans. Það er þeirra að meta hvernig hagsmunir þeirra verða best tryggðir.“

Hugmyndin aftur á kortið

Hugmyndin um bónusgreiðslurnar komst hins vegar aftur á kortið tveimur árum síðar þrátt fyrir umrædda afsökunarbeiðni fyrir hönd Straums. Nú er hins vegar sama félag, það er að segja sama kennitalan, búið að ákveða slíkar bónusgreiðslur sem byggja á nokkurn veginn sömu forsendum og hvatakerfið sem greint var frá árið 2009.

Viðbrögðin við bónusgreiðslunum eru hins vegar hörð í dag, að minnsta kosti að hluta til á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem leggja orð í belg er fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson segir orðrétt: „Er ekki hægt að gera þetta lið útlægt? Það virðist hvort sem er búa í öðrum heimi en við hér.“

Miðað við afsökunarbeiðni Óttars árið 2009 þá telja hluthafar og aðstandendur ALMC að bónusgreiðslurnar feli ekki í sér rangt veruleikamat árið 2014 líkt og gilti fyrir fimm árum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár