Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Báðust afsökunar en snúa aftur með milljarða bónusa

Stjórn­end­ur Straums-Burða­ráss ætl­uðu að greiða sér millj­arða í bónusa ár­ið 2009, eft­ir gjald­þrot bank­ans, en báð­ust af­sök­un­ar eft­ir mót­mæli. Hvata­kerf­ið hef­ur ver­ið tek­ið upp að nýju. 20 til 30 ein­stak­ling­ar munu skipta með sér millj­örð­un­um.

Báðust afsökunar en snúa aftur með milljarða bónusa
Baðst afsökunar Óttar Pálsson, þáverandi forstjóri Straums, skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2009 og baðst afsökunar á hugmyndinni, hún hefði ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum.

Bónusgreiðslur upp á 3,4 milljarða króna verða greiddar út til á milli 20 og 30 starfsmanna eignaumsýslufélagsins ALMC, áður Straums-Burðaráss. DV greinir frá þessu í dag. Bónusarnir eru fyrir umsýslu með eignir ALMC. Meðal þeirra sem fá bónusana eru núverandi stjórnarmenn ALMC og fyrrverandi og núverandi starfsmenn fjárfestingarbankans Straums, meðal annars núverandi forstjóri hans Jakob Ásmundsson og fyrrverandi forstjóri, Óttar Pálsson, sem jafnframt er stjórnarmaður í ALMC í dag.

Helsti eigandi ALMC er félagið Thingvellir B.V. sem stýrt af Deutsche Bank í Amsterdam. Ekki liggur fyrir hver á það félag en bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner hefur verið nefndur til sögunnar sem einn af stærri hluthöfunum. 

Ákveðið 2011

Í ásreikningi ALMC fyrir árið 2014 eru 22,831 milljónir evra bókfærðar undir skýringunni „langtíma hvatakerfi“. Í texta sem fylgir skýringunni er rakið hvernig hvatakerfið var ákveðið á hluthafafundi ALMC árið 2011. Þar segir: „Fyrirtækið ákvað hvatakerfi til langs tíma árið 2011, eftir að aðalfundur hluthafa fyrirtækisins heimilaði það. Markmið hvatakerfisins endurheimtur skiptanlegra skuldabréfa með því að hvetja og halda í lykilstjórnendur og starfsmenn.“

Tveimur árum áður, síðsumars 2009, kom fram í fjölmiðlum að Straumur ætlaði að greiða lykilstjórnendum sínum milljarða króna í bónusa fyrir umsýslu með eignir bankans. Þá var talað um að bónusarnir gætu orðið allt að tíu milljarðar króna. Mikil umræða skapaðist um það mál í fjölmiðlum

Forstjórinn fær bónusa
Forstjórinn fær bónusa Núverandi forstjóri fjárfestingarbankans Straums, Jakob Ásmundsson, er einn þeirra sem fær bónus samkvæmt kaupaukakerfinu. Hann var áður fjármálastjóri ALMC. Fleiri starfsmenn Straums fá bónusa frá ALMC en einhverjir þeirra hafa einnig unnið fyrir AlMC.

Baðst afsökunar

Eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum árið 2009 skrifaði þáverandi forstjóri Straums, Óttar Pálsson, aðsenda grein í Morgunblaðið og baðst afsökunar á hugmyndinni. Hann sagði að hugmyndin hefði ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum.

„Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar“

Orðrétt kom fram í grein Óttars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga er ég ekki í nokkrum vafa um að ég og aðrir sem að endurskipulagningunni koma hefðum átt að gefa aðstæðum hér á landi betri gaum. Ég tel einnig mikilvægt að fram komi að aldrei hefur staðið til að ég verði þátttakandi í eignaumsýslu Straums að endurskipulagningu lokinni og hef ég því engra persónulegra hagsmuna að gæta í tengslum við launafyrirkomulag þeirrar starfsemi. Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar, fyrir eigin hönd og félagsins, á að þær forsendur sem áætlanir mínar og annarra stjórnenda voru reistar á hafi einblínt um of á erlendar aðstæður og ekki verið í nægjanlegum tengslum við þann veruleika sem við Íslendingar búum nú við sem þjóð. Framhald málsins verður í höndum nýrrar stjórnar og nýrra eigenda bankans. Það er þeirra að meta hvernig hagsmunir þeirra verða best tryggðir.“

Hugmyndin aftur á kortið

Hugmyndin um bónusgreiðslurnar komst hins vegar aftur á kortið tveimur árum síðar þrátt fyrir umrædda afsökunarbeiðni fyrir hönd Straums. Nú er hins vegar sama félag, það er að segja sama kennitalan, búið að ákveða slíkar bónusgreiðslur sem byggja á nokkurn veginn sömu forsendum og hvatakerfið sem greint var frá árið 2009.

Viðbrögðin við bónusgreiðslunum eru hins vegar hörð í dag, að minnsta kosti að hluta til á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem leggja orð í belg er fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson segir orðrétt: „Er ekki hægt að gera þetta lið útlægt? Það virðist hvort sem er búa í öðrum heimi en við hér.“

Miðað við afsökunarbeiðni Óttars árið 2009 þá telja hluthafar og aðstandendur ALMC að bónusgreiðslurnar feli ekki í sér rangt veruleikamat árið 2014 líkt og gilti fyrir fimm árum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár