Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Báðust afsökunar en snúa aftur með milljarða bónusa

Stjórn­end­ur Straums-Burða­ráss ætl­uðu að greiða sér millj­arða í bónusa ár­ið 2009, eft­ir gjald­þrot bank­ans, en báð­ust af­sök­un­ar eft­ir mót­mæli. Hvata­kerf­ið hef­ur ver­ið tek­ið upp að nýju. 20 til 30 ein­stak­ling­ar munu skipta með sér millj­örð­un­um.

Báðust afsökunar en snúa aftur með milljarða bónusa
Baðst afsökunar Óttar Pálsson, þáverandi forstjóri Straums, skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2009 og baðst afsökunar á hugmyndinni, hún hefði ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum.

Bónusgreiðslur upp á 3,4 milljarða króna verða greiddar út til á milli 20 og 30 starfsmanna eignaumsýslufélagsins ALMC, áður Straums-Burðaráss. DV greinir frá þessu í dag. Bónusarnir eru fyrir umsýslu með eignir ALMC. Meðal þeirra sem fá bónusana eru núverandi stjórnarmenn ALMC og fyrrverandi og núverandi starfsmenn fjárfestingarbankans Straums, meðal annars núverandi forstjóri hans Jakob Ásmundsson og fyrrverandi forstjóri, Óttar Pálsson, sem jafnframt er stjórnarmaður í ALMC í dag.

Helsti eigandi ALMC er félagið Thingvellir B.V. sem stýrt af Deutsche Bank í Amsterdam. Ekki liggur fyrir hver á það félag en bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner hefur verið nefndur til sögunnar sem einn af stærri hluthöfunum. 

Ákveðið 2011

Í ásreikningi ALMC fyrir árið 2014 eru 22,831 milljónir evra bókfærðar undir skýringunni „langtíma hvatakerfi“. Í texta sem fylgir skýringunni er rakið hvernig hvatakerfið var ákveðið á hluthafafundi ALMC árið 2011. Þar segir: „Fyrirtækið ákvað hvatakerfi til langs tíma árið 2011, eftir að aðalfundur hluthafa fyrirtækisins heimilaði það. Markmið hvatakerfisins endurheimtur skiptanlegra skuldabréfa með því að hvetja og halda í lykilstjórnendur og starfsmenn.“

Tveimur árum áður, síðsumars 2009, kom fram í fjölmiðlum að Straumur ætlaði að greiða lykilstjórnendum sínum milljarða króna í bónusa fyrir umsýslu með eignir bankans. Þá var talað um að bónusarnir gætu orðið allt að tíu milljarðar króna. Mikil umræða skapaðist um það mál í fjölmiðlum

Forstjórinn fær bónusa
Forstjórinn fær bónusa Núverandi forstjóri fjárfestingarbankans Straums, Jakob Ásmundsson, er einn þeirra sem fær bónus samkvæmt kaupaukakerfinu. Hann var áður fjármálastjóri ALMC. Fleiri starfsmenn Straums fá bónusa frá ALMC en einhverjir þeirra hafa einnig unnið fyrir AlMC.

Baðst afsökunar

Eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum árið 2009 skrifaði þáverandi forstjóri Straums, Óttar Pálsson, aðsenda grein í Morgunblaðið og baðst afsökunar á hugmyndinni. Hann sagði að hugmyndin hefði ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum.

„Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar“

Orðrétt kom fram í grein Óttars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga er ég ekki í nokkrum vafa um að ég og aðrir sem að endurskipulagningunni koma hefðum átt að gefa aðstæðum hér á landi betri gaum. Ég tel einnig mikilvægt að fram komi að aldrei hefur staðið til að ég verði þátttakandi í eignaumsýslu Straums að endurskipulagningu lokinni og hef ég því engra persónulegra hagsmuna að gæta í tengslum við launafyrirkomulag þeirrar starfsemi. Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar, fyrir eigin hönd og félagsins, á að þær forsendur sem áætlanir mínar og annarra stjórnenda voru reistar á hafi einblínt um of á erlendar aðstæður og ekki verið í nægjanlegum tengslum við þann veruleika sem við Íslendingar búum nú við sem þjóð. Framhald málsins verður í höndum nýrrar stjórnar og nýrra eigenda bankans. Það er þeirra að meta hvernig hagsmunir þeirra verða best tryggðir.“

Hugmyndin aftur á kortið

Hugmyndin um bónusgreiðslurnar komst hins vegar aftur á kortið tveimur árum síðar þrátt fyrir umrædda afsökunarbeiðni fyrir hönd Straums. Nú er hins vegar sama félag, það er að segja sama kennitalan, búið að ákveða slíkar bónusgreiðslur sem byggja á nokkurn veginn sömu forsendum og hvatakerfið sem greint var frá árið 2009.

Viðbrögðin við bónusgreiðslunum eru hins vegar hörð í dag, að minnsta kosti að hluta til á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem leggja orð í belg er fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson segir orðrétt: „Er ekki hægt að gera þetta lið útlægt? Það virðist hvort sem er búa í öðrum heimi en við hér.“

Miðað við afsökunarbeiðni Óttars árið 2009 þá telja hluthafar og aðstandendur ALMC að bónusgreiðslurnar feli ekki í sér rangt veruleikamat árið 2014 líkt og gilti fyrir fimm árum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bónusar bankamanna

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár